Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, lét fyrirtæki sitt greiða utanlandsferðir fyrir bæði eiginkonu sína og dóttur. Kastljós upplýsti í gær að ferð sem forstjórinn lét greiða hefði verið endurgreidd eftir að Kastljós spurðist fyrir um málið. Það er andstætt reglum fyrirtækisins, sem er í eigu almennings, að leggja út fyrir kostnaði af þessu tagi. Ríkisendurskoðun hefur lýst því yfir að þetta sé óeðlilegt. Forstjóri Isavia viðurkenndi afglöp sín í samtali við Helga Seljan í Kastljós.
„Ef skoðun Ríkisendurskoðunar er þessi, þá verðum við að fara eftir henni,“ sagði hann. Reglur fyrirtækisins eru alveg skýrar en þar segir beinum orðum að ferðakostnað maka megi ekki greiða.
Upplýst var í Kastljósi að Isavia ohf hefur greitt nokkur hundruð þúsund krónur til að standa undir utanlandsferðum eiginkonu Björns Óla. Isavia neitaði að þetta tíðkaðist þegar Kastljós krafðist fyrst upplýsinga um þessi mál. Dæmi eru um að fjölskyldmeðlimir annarra yfirmanna Isavia hafi fengið álíka …
Athugasemdir