Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisforstjórinn lét borga 10 sinnum undir konuna

End­ur­greiddi ferða­kostn­að dótt­ur sinn­ar eft­ir spurn­ing­ar Kast­ljósss. Braut regl­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Aðr­ir yf­ir­menn fengu líka fyr­ir­greiðslu vegna maka.

Ríkisforstjórinn lét borga 10 sinnum undir konuna
Forstjórinn Björn Óli Hauksson braut reglur fyrirtækisins þegar hann lét greiða utanlandsferðir fyrir konu sína og dóttur.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, lét fyrirtæki sitt greiða utanlandsferðir fyrir bæði eiginkonu sína og dóttur. Kastljós upplýsti í gær að ferð sem forstjórinn lét greiða hefði verið endurgreidd eftir að Kastljós spurðist fyrir um málið. Það er andstætt reglum fyrirtækisins, sem er í eigu almennings, að leggja út fyrir kostnaði af þessu tagi. Ríkisendurskoðun hefur lýst því yfir að þetta sé óeðlilegt. Forstjóri Isavia viðurkenndi afglöp sín í samtali við Helga Seljan í Kastljós. 

„Ef skoðun Ríkisendurskoðunar er þessi, þá verðum við að fara eftir henni,“ sagði hann. Reglur fyrirtækisins eru alveg skýrar en þar segir beinum orðum að ferðakostnað maka megi ekki greiða. 

Upplýst var í Kastljósi að Isavia ohf hefur greitt nokkur hundruð þúsund krónur til að standa undir utanlandsferðum eiginkonu Björns Óla. Isavia neitaði að þetta tíðkaðist þegar Kastljós krafðist fyrst upplýsinga um þessi mál. Dæmi eru um að fjölskyldmeðlimir annarra yfirmanna Isavia hafi fengið álíka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár