Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkið fer á svig við lög með tímabundnum ráðningum

Rík­ið ræð­ur í tíma­bundn­ar stöð­ur sem hefði átt að aug­lýsa. Vel­ferð­ar­ráð­herra kvart­aði und­an póli­tísk­um ráðn­ing­um fyrri rík­is­stjórn­ar en nú hef­ur ráðu­neyti hans flest­ar tíma­bundn­ar stöð­ur. Lög­mað­ur BHM seg­ir ný lög koma í veg fyr­ir ný­lið­un hjá Stjórn­ar­ráð­inu.

Ríkið fer á svig við lög með  tímabundnum ráðningum

Erna Guðmundsdóttir, lögmaður hjá Bandalagi háskólamanna, segir ríkið oft ráða tímabundið í nýjar stöður sem hefði átt að auglýsa. Þannig sé farið framhjá auglýsingaskyldu í opinberar stöður. „Sá sem er tímabundið ráðinn er svo kominn með ákveðið forskot á aðra umsækjendur þegar ákveðið er að auglýsa starfið,“ segir hún meðal annars í samtali við Stundina. Að ráðningartíma loknum séu stöðurnar auglýstar til málamynda en í raun og veru séu þær ekki lausar. Umsækjendum, sem oft leggja mikla vinnu í umsóknir sínar, sé þannig gerður grikkur með því að störfin séu auglýst. 
Athygli vakti þegar staða framkvæmdastjóra nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála var ekki auglýst þegar stjórnstöðin var kynnt í október á síðasta ári. Stundin fjallaði ítarlega um málið en í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem sá um ráðninguna, sagði að gerður hefði verið tímabundinn sex mánaða ráðgjafasamningur við framkvæmdastjórann á meðan verið væri að móta starfsemina endanlega.

Vinnubrögð fyrir neðan allar hellur

Stundin sendi fyrirspurn á öll ráðuneyti og spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar hefðu og hversu margir starfsmenn ráðuneytisins væru ráðnir tímabundið. Þá var spurt hver verkefni þeirra væru, hvort viðkomandi starf hefði verið auglýst og hvenær ráðið hefði verið í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár