Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Mar­grét rek­ur rafrettu­búð við Ing­ólf­s­torg ásamt móð­ur sinni og skipu­legg­ur „cloud-chaser“ keppni, þar sem reyk­inga­fólk kepp­ist um að mynda stærsta ský­ið.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Margrét Oddsdóttir hefur ásamt móður sinni opnað svokallaða „Vape-Shop“ eða Rafsígarettubúð við Ingólfstorg í Reykjavík. Búðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi enda er verslun með nikótínlyf ólögleg. Erna lætur það þó ekki stoppa sig og segist hafa fulla trú á því að þeim lögum verði breytt fljótlega. Á meðan bjóða þær mæðgur uppá nikótín­frían „smók“. 

Vill skapa vettvang fyrir áhugafólk

„Við mamma uppgötvuðum þetta fyrir rúmum þremur árum, á ferð um Bretland. Við keyptum okkur hvor sína rafrettuna í ferðinni og þá var bara ekki aftur snúið,“ útskýrir Erna hvar við sitjum í stofurými verslunar þeirra mæðgna. Andrúmsloftið er létt með ferskum ávaxtakeim, enda situr hópur ungra manna rétt hjá og púar ávaxtareik í loftið af miklum móð.

„Við ætlum að gera svona „vapers-lounge“ einskonar reykbar hér,“ segir Erna og baðar út höndunum til útskýringa. „Hugmyndin er að hingað geti áhugafólk komið, sótt þekkingu, smíðað búnað og reykt í friði,“ bætir hún við og útskýrir að í kringum gufureykingarnar hafi myndast lítil, – en ört stækkandi hreyfing.  

„Mér leið eins og stórglæpon.“

„Við erum smá hópur sem erum búin að gufa lengi. Við skiptumst á upplýsingum, rannsóknum og ítarefni sem snýr að þessu áhugamáli okkar. Umræðan er nefnilega oft á miklum villgötum hvað þessar reykingar varðar. Ég er búin að gufa í þessi þrjú ár og það þarf enginn að segja mér að þetta sé nálægt því að vera jafn vont fyrir mig og sígarettur. Það bara er ekki séns.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár