Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Mar­grét rek­ur rafrettu­búð við Ing­ólf­s­torg ásamt móð­ur sinni og skipu­legg­ur „cloud-chaser“ keppni, þar sem reyk­inga­fólk kepp­ist um að mynda stærsta ský­ið.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Margrét Oddsdóttir hefur ásamt móður sinni opnað svokallaða „Vape-Shop“ eða Rafsígarettubúð við Ingólfstorg í Reykjavík. Búðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi enda er verslun með nikótínlyf ólögleg. Erna lætur það þó ekki stoppa sig og segist hafa fulla trú á því að þeim lögum verði breytt fljótlega. Á meðan bjóða þær mæðgur uppá nikótín­frían „smók“. 

Vill skapa vettvang fyrir áhugafólk

„Við mamma uppgötvuðum þetta fyrir rúmum þremur árum, á ferð um Bretland. Við keyptum okkur hvor sína rafrettuna í ferðinni og þá var bara ekki aftur snúið,“ útskýrir Erna hvar við sitjum í stofurými verslunar þeirra mæðgna. Andrúmsloftið er létt með ferskum ávaxtakeim, enda situr hópur ungra manna rétt hjá og púar ávaxtareik í loftið af miklum móð.

„Við ætlum að gera svona „vapers-lounge“ einskonar reykbar hér,“ segir Erna og baðar út höndunum til útskýringa. „Hugmyndin er að hingað geti áhugafólk komið, sótt þekkingu, smíðað búnað og reykt í friði,“ bætir hún við og útskýrir að í kringum gufureykingarnar hafi myndast lítil, – en ört stækkandi hreyfing.  

„Mér leið eins og stórglæpon.“

„Við erum smá hópur sem erum búin að gufa lengi. Við skiptumst á upplýsingum, rannsóknum og ítarefni sem snýr að þessu áhugamáli okkar. Umræðan er nefnilega oft á miklum villgötum hvað þessar reykingar varðar. Ég er búin að gufa í þessi þrjú ár og það þarf enginn að segja mér að þetta sé nálægt því að vera jafn vont fyrir mig og sígarettur. Það bara er ekki séns.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár