Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Mar­grét rek­ur rafrettu­búð við Ing­ólf­s­torg ásamt móð­ur sinni og skipu­legg­ur „cloud-chaser“ keppni, þar sem reyk­inga­fólk kepp­ist um að mynda stærsta ský­ið.

Reykingabar í Reykjavík

Erna Margrét Oddsdóttir hefur ásamt móður sinni opnað svokallaða „Vape-Shop“ eða Rafsígarettubúð við Ingólfstorg í Reykjavík. Búðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi enda er verslun með nikótínlyf ólögleg. Erna lætur það þó ekki stoppa sig og segist hafa fulla trú á því að þeim lögum verði breytt fljótlega. Á meðan bjóða þær mæðgur uppá nikótín­frían „smók“. 

Vill skapa vettvang fyrir áhugafólk

„Við mamma uppgötvuðum þetta fyrir rúmum þremur árum, á ferð um Bretland. Við keyptum okkur hvor sína rafrettuna í ferðinni og þá var bara ekki aftur snúið,“ útskýrir Erna hvar við sitjum í stofurými verslunar þeirra mæðgna. Andrúmsloftið er létt með ferskum ávaxtakeim, enda situr hópur ungra manna rétt hjá og púar ávaxtareik í loftið af miklum móð.

„Við ætlum að gera svona „vapers-lounge“ einskonar reykbar hér,“ segir Erna og baðar út höndunum til útskýringa. „Hugmyndin er að hingað geti áhugafólk komið, sótt þekkingu, smíðað búnað og reykt í friði,“ bætir hún við og útskýrir að í kringum gufureykingarnar hafi myndast lítil, – en ört stækkandi hreyfing.  

„Mér leið eins og stórglæpon.“

„Við erum smá hópur sem erum búin að gufa lengi. Við skiptumst á upplýsingum, rannsóknum og ítarefni sem snýr að þessu áhugamáli okkar. Umræðan er nefnilega oft á miklum villgötum hvað þessar reykingar varðar. Ég er búin að gufa í þessi þrjú ár og það þarf enginn að segja mér að þetta sé nálægt því að vera jafn vont fyrir mig og sígarettur. Það bara er ekki séns.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár