Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur“

Jón Steins­son hag­fræð­ing­ur gagn­rýn­ir rík­is­styrki til frænd­fólks Bjarna Bene­dikts­son­ar

„Ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur“

„Hver sá sem enn er haldinn þeirri ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur ætti að horfa á Ragnheiði Elínu reyna að verja ríkisstyrki til fyrirtækis í eigu frændfólks Bjarna Ben vegna fjárfestingar sem þau segja að muni annars ekki standa undir sér þótt aðrir standi í svipuðum rekstri.“

Þannig skrifar Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, á Facebook í kvöld. Í Kastljósi var fjallað um fjárfestingarsamning ríkisins við Matorku vegna bleikjueldis á Reykjanesi, en samkvæmt samningnum fær fyrirtækið ríkisstyrk upp á tæpar 430 milljónir króna auk þjálfunarstyrks sem gæti orðið allt að 295 milljónir. Þannig er hlutfall ívilnana nærri 60 prósent af heildarfjárfestingunni. 

Matorka ehf. er í eigu svissneska fyrirtækisins Matorku Holding AS, en í stjórn þess sitja þeir Benedikt Einarsson og Eiríkur Svavarsson. Benedikt er frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og var viðskiptafélagi hans á árunum fyrir hrun. Þá á hann hlut í Thorsil, fyrirtæki sem nýlega gerði fjárfestingarsamning við stjórnvöld vegna kísiliðju á Reykjanesi, en þar að auki var hann á meðal þeirra fjárfesta sem keyptu hlut í Borgun af Landsbankanum bak við luktar dyr í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár