Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur“

Jón Steins­son hag­fræð­ing­ur gagn­rýn­ir rík­is­styrki til frænd­fólks Bjarna Bene­dikts­son­ar

„Ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur“

„Hver sá sem enn er haldinn þeirri ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur ætti að horfa á Ragnheiði Elínu reyna að verja ríkisstyrki til fyrirtækis í eigu frændfólks Bjarna Ben vegna fjárfestingar sem þau segja að muni annars ekki standa undir sér þótt aðrir standi í svipuðum rekstri.“

Þannig skrifar Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, á Facebook í kvöld. Í Kastljósi var fjallað um fjárfestingarsamning ríkisins við Matorku vegna bleikjueldis á Reykjanesi, en samkvæmt samningnum fær fyrirtækið ríkisstyrk upp á tæpar 430 milljónir króna auk þjálfunarstyrks sem gæti orðið allt að 295 milljónir. Þannig er hlutfall ívilnana nærri 60 prósent af heildarfjárfestingunni. 

Matorka ehf. er í eigu svissneska fyrirtækisins Matorku Holding AS, en í stjórn þess sitja þeir Benedikt Einarsson og Eiríkur Svavarsson. Benedikt er frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og var viðskiptafélagi hans á árunum fyrir hrun. Þá á hann hlut í Thorsil, fyrirtæki sem nýlega gerði fjárfestingarsamning við stjórnvöld vegna kísiliðju á Reykjanesi, en þar að auki var hann á meðal þeirra fjárfesta sem keyptu hlut í Borgun af Landsbankanum bak við luktar dyr í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár