Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Peking rafvæðir leigubílaflota borgarinnar

Loft­meng­un í kín­versk­um borg­um er gríð­ar­legt vanda­mál sem kost­ar allt að 4.000 Kín­verja líf­ið á hverj­um degi. Yf­ir­völd í Pek­ing stefna að því að raf­væða leigu­bíla borg­ar­inn­ar í til­raun til þess að draga úr meng­un­inni.

Peking rafvæðir leigubílaflota borgarinnar
Hreiðrið Hér má sjá þjóðarleikvanginn Hreiðrið í Peking. Vinstra megin án mengunar í kringum Ólympíuleikana, og hægra megin með loftgæðunum sem borgarbúar lifa við á hverjum degi.

Yfirvöld í Peking ætla sér að rafvæða allan leigubílaflota borgarinnar í tilraun til þess að bæta loftgæði, en mengun er gríðarlegt vandamál í kínverskum borgum. Um 70 þúsund leigubílar eru í Peking, af þeim eru aðeins 3 þúsund sem ganga fyrir rafmagni. Samhliða því að rafvæða hina 67 þúsund leigubílana hafa borgaryfirvöld hvatt íbúa borgarinnar til þess að kaupa sér einnig rafbíla.

Breytingin mun þó taka nokkur ár. Hún hefst á því að allir nýir leigubílar sem koma á götur borgarinnar þurfa að ganga fyrir rafmagni. Það gæti þó þýtt að rúman áratug tæki að skipta gamla bílaflotanum út. Einnig mun átakið þýða aukinn kostnað fyrir leigubílstjóra, en verð á nýjum rafbílum í Kína er tvöfalt á við sambærilegan bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu