Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Peking rafvæðir leigubílaflota borgarinnar

Loft­meng­un í kín­versk­um borg­um er gríð­ar­legt vanda­mál sem kost­ar allt að 4.000 Kín­verja líf­ið á hverj­um degi. Yf­ir­völd í Pek­ing stefna að því að raf­væða leigu­bíla borg­ar­inn­ar í til­raun til þess að draga úr meng­un­inni.

Peking rafvæðir leigubílaflota borgarinnar
Hreiðrið Hér má sjá þjóðarleikvanginn Hreiðrið í Peking. Vinstra megin án mengunar í kringum Ólympíuleikana, og hægra megin með loftgæðunum sem borgarbúar lifa við á hverjum degi.

Yfirvöld í Peking ætla sér að rafvæða allan leigubílaflota borgarinnar í tilraun til þess að bæta loftgæði, en mengun er gríðarlegt vandamál í kínverskum borgum. Um 70 þúsund leigubílar eru í Peking, af þeim eru aðeins 3 þúsund sem ganga fyrir rafmagni. Samhliða því að rafvæða hina 67 þúsund leigubílana hafa borgaryfirvöld hvatt íbúa borgarinnar til þess að kaupa sér einnig rafbíla.

Breytingin mun þó taka nokkur ár. Hún hefst á því að allir nýir leigubílar sem koma á götur borgarinnar þurfa að ganga fyrir rafmagni. Það gæti þó þýtt að rúman áratug tæki að skipta gamla bílaflotanum út. Einnig mun átakið þýða aukinn kostnað fyrir leigubílstjóra, en verð á nýjum rafbílum í Kína er tvöfalt á við sambærilegan bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár