Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu

Út­gerð­ar­stjóri og næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja, Kristján Vil­helms­son, var skráð­ur fyr­ir hlut í fyr­ir­tæk­inu í Horn­blow Cont­in­ental Corp. Kristján og kona hans eiga eign­ir upp á um sjö millj­arða króna. Ann­ar hlut­hafi í Horn­blow, Hörð­ur Jóns­son, seg­ir að fé­lag­ið hljóti að hafa ver­ið stofn­að í gegn­um Lands­banka Ís­lands.

Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu
Hlutur í félagi á Tortólu Kristján Vilhelmsson átti hlut í félagi í skattaskjólinu Tortólu á árunum 2006 til 2009 samkvæmt Panamagögnunum.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður og annar stærsti hluthafi Samherja á Akureyri, átti hlut í félagi í skattaskjólinu Tortólu samkvæmt Panamagögnunum. Félagið sem Kristján var skráður fyrir á árunum 2006 til 2009 heitir Hornblow Continental Corp. Nafn Kristján og félagsins er að finna í gagnagrunninnum um Panamaskjölin sem blaðamannasamtökin ICIJ gerðu opinberan í gær.   Félagið á Tortólu var stofnað í gegnum lögmannsstofuna Mossack Fonseca í Panama í ársbyrjun 2006.

Samherji er langstærsta útgerðarfélag Íslands og er einungis um þriðjungur starfsemi fyrirtækisins á Íslandi. Fyrirtækið er langkvótahæsta útgerð landsins þegar litið er aflaheimilda Samherja sjálfs sem og dótturfélaga þess, Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa og Polaris Seafood meðal annarra. 

Tekið skal fram að ekki er ólöglegt að eiga félög í  skattaskjólum og þrátt fyrir að fólk eigi slík félög er ekki þar með sagt að viðkomandi hafi brotið lög. Skattahagræði og leynd um eignarhald eru hins vegar tvær af helstu ástæðunum fyrir notkun fólks á fyrirtækjum í skattaskjólum. 

Stundin náði ekki í Kristján Vilhelmsson til að spyrja hann um félagið. 

Á nærri sjö milljarða eignir

Kristján Vilhelmsson á 35,7 prósenta hlut í Samherja og er þar með næststærsti hluthafinn á eftir fyrirtæki sem heitir Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins og frænda hans, sem á rúmlega 36 prósenta hlut. Hann hefur um árabil verið æðsti stjórnandi Samherja ásamt Þorsteini og hefur gengt starfi útgerðarstjóra hjá fyrirtækinu. Kristján hefur síðastliðin ár verið einn skattahæsti maður landsins og einn sá auðugasti samkvæmt skattaupplýsingum sem birtar eru á hverju ári. Árið 2013 var Kristján til dæmis sagður vera ríkasti Íslendingurinn, ásamt eiginkonu sinni Kolbrúnu Ingólfsdóttur, en hrein eign þeirra var þá sögð vera 6,8 milljarðar króna. 

Eigendur Hornblow
Eigendur Hornblow Eigendur Hornblow International sjást her á skýringarmynd um fyrirtækið upp úr gagnagrunni ICIJ.

„Ég kem alveg af fjöllum“

Hefur aldrei heyrt minnst á félagið 

Kristján Vilhelmsson er hins vegar ekki eini hluthafinn í Hornblow Continental Corp því þar eru nöfn einna tólf annarra einstaklinga og fyrirtækja einnig. Meðal þeirra má nefna Sævar Helgason, Ásgeir Ásgeirsson, Mýri ehf, Gnóg ehf. og nokkur erlend fyrirtæki. Engar upplýsingar koma fram um starfsemi fyrirtækisins í gögnunum sem ICIJ gerði opinber í gær. 

Einn af hluthöfunum í Hornblow Continental Corp, Hörður Jónsson sem er eigandi Gnógs ehf., segir að hann hafi ekki heyrt minnst á félagið áður. Hann segist hafa verið í eignastýringu í Landsbanka Íslands og að starfsmenn bankans hafi haft umboð til að stunda fjárfestingar fyrir hans hönd en að hann hafi þurft að samþykkja viðskiptin skriflega. „Ég kannast bara ekki við það. Var þetta í gegnum Landsbankann eða? Ég kem alveg af fjöllum. Ég hef bara aldrei heyrt um þetta áður. Bankinn hlýtur bara að hafa stofnað þetta upp á sitt einsdæmi. Er þetta hlutafélag eða? Ég var í einkabankaþjónustu hjá Landsbankanum en þeir létu mann alltaf skrifa undir. Ég veit ekki meira um þetta. Þeir hljóta bara að hafa farið frjálslega með heimild sín til fjárfestinga fyrir mig,“ segir Hörður. 

Miðað við þetta svar Harðar þá var Hornblow Contintental Corp stofnað af Landsbankanum fyrir einhverja viðskiptavini sína. Eins og komið hefur fram þá notaði Landsbankinn lögmannsstofuna Mossack Fonseca í Panama til að stofna skúffufélög fyrir viðskiptavini sína en skattalögfræðingur bankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, er meðal annars sjálfur með félag í Panamaskjölunum sem finna má í gagnagrunni ICIJ.

Frekari upplýsingar um fyrirtækið liggja hins vegar ekki fyrir að svo stöddu. Fjölmiðillinn Reykjavík Media ehf. hefur hins vegar boðað að á næstunni verði birt umfjöllun um útgerðarmenn og sjávarútvegsfyrirtæki í Panamaskjölunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár