Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“

Fað­ir Sig­urð­ar Jó­hanns Stef­áns­son­ar slas­að­ist í al­var­legu vinnu­slysi hjá Joh­an Rönn­ing. VÍS neit­aði að greiða bæt­ur og mála­rekst­ur stóð yf­ir í átta og hálft ár. „Skömm dóm­ar­anna þriggja er mik­il en þó ekki nærri eins mik­il og skömm VÍS,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“
„VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk“ Sigurður Jóhann er engan veginn sáttur við framgöngu Vátryggingafélags Íslands.

Í gær snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni höfðu verið dæmdar 28,7 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem átti sér stað í janúar árið 2008 hjá fyrirtækinu Johan Rönning. Maðurinn var metinn með 100% örorku eftir slysið en Vátryggingafélag Íslands neitaði að greiða manninum bætur og vildi meðal annars meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysi mannsins. Einnig var bent á að hann hafi í raun borið ábyrgð á því að öryggi á vinnustaðnum væri tryggt þar sem hann væri verkstjóri.

Málið hefur tekið gríðarlega á fjölskyldu mannsins en sonur hans, Sigurður Jóhann Stefánsson, rakti sögu þess á samfélagsmiðlum í gær. Hann segir að það hafi þótt mesta mildi að faðir hans hafi lifað slysið af og að hann hafi verið á gjörgæslu í margar vikur: „Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

Fimmtán mínútna vettvangsferð réði úrslitum

Sigurður Jóhann segir það fljótlega hafa komið í ljós að VÍS viðurkenndi ekki bótaábyrgð sína sem tryggingafélag vinnuveitanda föður síns og bar því við að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu.

„Í kjölfarið hófst málarekstur gegn VÍS og í október í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur að VÍS bæri að greiða nánast allar bótakröfur vegna málsins, rúmlega 7 og hálfu ári eftir slysið. VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar Íslands og krafðist sýknu. Nú í gær, átta og hálfu ári eftir slysið, kvað Hæstiréttur upp sinn dóm og sýknaði VÍS af öllum kröfum og taldi föður minn algerlega ábyrgan fyrir slysinu,“ segir Sigurður Jóhann sem setur út á vinnubrögð Hæstaréttar í málinu.

„Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

En hvað er það sem Sigurður Jóhann setur út á? Þegar málið fór fyrir Hæstarétt Íslands þá ákváðu dómararnir þrír, Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, að fara í vettvangsferð á staðinn þar sem slysið átti sér stað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru slíkar vettvangsferðir sjaldgæfar í einkamálum sem þessum og tíðkast frekar í sakamálum. Samkvæmt Sigurði Jóhanni tók vettvangsferðin fimmtán mínútur og virðist hafa ráðið úrslitum í ákvörðun dómsins.

Hvetur til sniðgöngu

„Þessari niðurstöðu kemst Hæstiréttur að eftir að hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson fóru á vettvang í ca 15 mínutur, 8 og hálfu ári eftir slysið og mátu það þannig að hægt hefði verið að bera sig öðruvísi að en þegar slysið átti sér stað. Ég leyfi mér að efast um ágæti slíkrar vettvangsskoðunar. Það tók þá sem sagt ekki nema 15 mínútur á staðnum, 8 og hálfu ári seinna, að vita betur en faðir minn sem hefur starfað í iðnaði nánast alla sína ævi. Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil,“ skrifar Sigurður Jóhann.

„Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið.“

„Skömm dómaranna þriggja er mikil en þó ekki nærri eins mikil og skömm VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk. VÍS er vísvitandi búið að tefja málið eins mikið og þeir geta og það getur ekki talist eðlilegt að fyrst núna sé að koma niðurstaða í þetta mál. Helstu rök VÍS voru þau að faðir minn væri verkstjóri á vinnustaðnum og bæri því mun meiri ábyrgð en aðrir starfsmenn. Þeir sem þekkja til föður míns vita að hann gaf aldrei afslátt af öryggismálum. Til að spara sér að greiða tryggingar til manns sem er 100% öryrki þá var VÍS tilbúið í málaferli sem eins og fyrr segir komst ekki niðurstaða í fyrr en 8 og hálfu ári eftir slysið. Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið,“ skrifar hann og hvetur vini sína til þess að segja upp tryggingunum hjá VÍS.

„Ég vil eindregið hvetja vini mína og þá sem þekkja til mín og eru tryggðir hjá VÍS til þess að segja upp tryggingum sínum þar, því ég trúi ekki að fólk vilji eiga tryggingar sínar undir hjá slíku félagi. Það er líka umhugsunarefni fyrir þá sem eru á vinnumarkaðnum ef svo kemur í ljós að líkamstjón fæst ekki bætt vegna þess að viðkomandi var í ábyrgðarstöðu. Og já, ég er mjög reiður!“

Dómur Hæstaréttar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár