„Mér fannst lítið spennandi að fara á einhverja svona nýlendu þar sem ekkert er við að vera annað en að liggja á sólarströnd,“ segir fyrrverandi framhaldsskólakennarinn Kristján E. Guðmundsson en hann venti kvæði sínu í kross stuttu eftir að hann fór á eftirlaun og fluttist til Berlínar. Hann hefur komið sér vel fyrir og líkar lífið í höfuðborg Þýskalands vel. Kristján sem bjó áður á Akranesi segir mun meira um að vera í Berlín en í gamla heimabænum.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Fluttur úr landi: Fær meira fyrir ellilífeyrinn í Berlín
Kristján E. Guðmundsson tók upp á því á gamalsaldri að rífa sig upp með rótum og flytjast til Berlínar. Hann hefur komið sér vel fyrir í höfuðborg Þýskalands og sækir meðal annars leirlistarnámskeið. Þá drekkur hann í sig menningu borgarinnar og nýtur listalífsins. Ekki skemmir fyrir að hægt er að fá mun meira fyrir ellilífeyrinn í þessari fjölmenningarlegu borg þar sem verðlagið er allt að helmingi lægra en á Íslandi.
Athugasemdir