Ísland er eitt „besta land“ til að búa í samkvæmt hinum ýmsu listum sem birtir eru á ári hverju þar sem búsetuskilyrði í löndum heimsins eru mæld og greind með ýmis konar hætti. Samkvæmt einum listanum, svokölluðum Social Progress Index, sem settur er saman af hagfræðingnum Michael Porter við Harvard-háskóla, eru lífsgæði - mæld út frá möguleikum manna til að fullnægja frumþörfum sínum, sækja sér grunnmenntun og njóta jafnra tækifæra - á Íslandi fjórða besta land í heimi að búa í. Einungis Noregur, Svíþjóð og Sviss eru á undan Íslandi á listanum.
Samkvæmt öðrum listanum, lista Barnaheilla eða Save the Children, er Ísland þriðja besta land í heimi að búa í fyrir mæður - einungis Noregur og Finnland eru ofar Íslandi á þeim lista.
Ísland er svo í þrettánda sæti yfir bestu lönd í heimi samkvæmt lista Human Development Report, sem settur er saman af Sameinuðu þjóðunum. Yfirleitt eru það bara Noregur og Svíþjóð sem eru örugglega á undan Íslandi á slíkum listum og svo Sviss.
Fækkun íslenskra ríkisborgara þrátt góð lífsskilyrði
Þó Ísland sé ofarlega á heimsvísu á þessum listum þá flytjast samt tiltölulega margir Íslendingar frá landinu á hverju ári ennþá og hefur brottflutningur aukist á síðastliðnu ári eftir að það dró verulega úr honum 2013. Fram að þeim tíma, í kjölfar hrunsins 2008, hafði verið umtalsverður brottflutningur frá Íslandi miðað við höfðatölu.
Árið 2009 fluttu 4.851 Íslendingur frá landinu en í fyrra voru þeir 3.400. Mestur var brottflutningurinn frá landinu árið 2009 og hélst hann yfir 4.000 fram til ársins 2013 þegar hann minnkaði niður í tæplega 3.200.
Árið 2013 fór mismunurinn á brottfluttum og aðfluttum Íslendingum niður í 36; þá voru aðeins 36 fleiri Íslendingar sem fluttu burt frá landinu en fluttu til baka. Hæst hafði þessi tala verið tæplega 2500 árið 2009 en lækkaði hún jafnt og þétt á árunum þar á eftir og fór niður í tæplega 940 árið 2012 og nálgaðist svo núllið árið á eftir - 36.
Í fyrra jókst munurinn á brottfluttum og aðfluttum svo aftur í 760. Þrátt fyrir að brottflutningur íslenskra ríkisborgara hafi minnkað mikið frá því sem var fyrst eftir hrunið þá er ennþá nokkur fjöldi Íslendinga - 3.400 - sem kýs að flytja í burtu.
Mikill meirihluti brottfluttra Íslendinga flyst til hinna Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, eða um þrír af hverjum fjórum, og hefur það verið raunin síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Sögulega séð, síðastliðin 50 ár, hafa um 70 prósent íslenskra ríkisborgara sem flutt hafa frá landinu snúið aftur innan átta ára en þetta kom fram í skýrslu sem Ólöf Garðarsdóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, vann fyrir velferðarráðuneytið árið 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru ekki til nýrri upplýsingar en þetta um endurkomu Íslendinga frá öðrum löndum.
Fleiri fara en koma til baka
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fluttust 800 íslenskir ríkisborgarar frá Íslandi en á sama tíma fluttust 430 Íslendingar til landsins. Munurinn er því 370 manns í tölu brottfluttra og aðfluttra. Þessi þróun hélt áfram á öðrum ársfjórðungi ársins þegar 680 íslenskir ríkisborgarar fluttust frá landinu en 560 snéru til baka. Munurinn var því 120 manns á þessu þriggja mánaða tímabili.
Af þessum 680 voru 480 sem fluttu til hinna Norðurlandanna eða rúm 70 prósent af heildarfjöldanum. Betri og betur launuð störf eru til staðar í þessum löndum þar sem lífsskilyrði og lífsgæði eru svipuð eða betri en á Íslandi samkvæmt þeim fjölmörgu alþjóðlegu listum sem birtir eru á hverju ári.
Hugsanlega kann efnahagsstaðan í Noregi hins vegar að vera að breytast vegna lækkaðs heimsmarkaðsverðs á olíu en nú í lok ágúst var greint frá því að atvinnuleysi í landinu hefði ekki verið hærra í tíu ár og væri nú komið upp í 4,5 prósent. Versnandi efnahagsástand eða kreppa á Norðurlöndunum kann því eðlilega að hafa áhrif á brottflutning Íslendinga þangað en á
Athugasemdir