Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttinn frá Íslandi: Börnin vilja ekki flytja aftur til Íslands

Sigrún Arna Elvars­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari og íbúi í Stavan­ger.

Flóttinn frá Íslandi: Börnin vilja ekki flytja aftur til Íslands

Við höfum verið hér í Noregi í rétt rúm fjögur ár og á þessum fjórum árum höfum við fjölskyldan öll þroskast, lært nýtt tungumál, víkkað sjóndeildarhringinn og erum reynslunni ríkari sem einstaklingar og sem fjölskylda. Við höfum reynslu af því að flytja frá Ísafirði til Årdal, innst i Sognfirði og þaðan til Stavanger þar sem við búum nú. 

Við höfðum það ósköp gott á Ísafirði, vorum bæði í góðri vinnu og áttum góða vini og fjölskyldu. Vorum þó farin að hugsa okkur til hreyfings og langaði að búa annars staðar, prófa eitthvað nýtt í stað þess að gróa föst á þúfunni. Eins og staðan var höfðum við ekki möguleika til að flytja innanlands. Okkur langaði til Akureyrar en það hefði verið of dýrt þar sem kreppan var skollin á og maður var í raun slyppur og snauður, kominn á núll. 

Því fórum við að velta fyrir okkur þeim möguleika að flytja til Noregs. Hrafnhildur litla systir mín hafði verið í Noregi í nokkra mánuði og líkaði mjög vel. Því var þetta í raun auðveld ákvörðun. Okkur langaði að flytja frá Ísafirði, upplifa nýja hluti og víkka sjóndeildarhringinn. 

Munurinn á því að búa í Noregi og á Íslandi er ekki mikill þegar litið er til samfélagsins. Íslendingar og Norðmenn eru ósköp líkir. Stærsti munurinn er fyrst og fremst launin. Ég er leikskólakennari með mastersgráðu í sérkennslufræðum og hef margfaldað launin mín eftir flutninginn til Noregs. Steingrímur maðurinn minn átti sitt eigið sjúkraþjálfunarfyrirtæki og hafði fín laun á Íslandi - vann tólf til þrettán tíma á dag - og hefur hann líka margfaldað launin sín í Noregi. Það þarf ekki stærðfræðisérfræðing til að skilja að hér í Noregi höfum við meiri afgang af laununum okkar. Við búum í Stavanger þar sem er dýrt að búa á norska vísu en höfum það samt mun betra. 

Við ferðumst meira, við höfum upplifað ævintýraleg ferðalög, við höfum farið til útlanda á hverju ári - stundum oftar en einu sinni - og við getum veitt börnum okkar meira en áður. Vinnudagurinn er bara sjö og hálfur tími 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Landflótti

Fluttur úr landi: Fær meira fyrir ellilífeyrinn í Berlín
ViðtalLandflótti

Flutt­ur úr landi: Fær meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í Berlín

Kristján E. Guð­munds­son tók upp á því á gam­als­aldri að rífa sig upp með rót­um og flytj­ast til Berlín­ar. Hann hef­ur kom­ið sér vel fyr­ir í höf­uð­borg Þýska­lands og sæk­ir með­al ann­ars leir­list­ar­nám­skeið. Þá drekk­ur hann í sig menn­ingu borg­ar­inn­ar og nýt­ur list­a­lífs­ins. Ekki skemm­ir fyr­ir að hægt er að fá mun meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í þess­ari fjöl­menn­ing­ar­legu borg þar sem verð­lag­ið er allt að helm­ingi lægra en á Ís­landi.
Flóttinn frá Íslandi
ÚttektLandflótti

Flótt­inn frá Ís­landi

Þrátt fyr­ir að Ís­land sé eitt „besta land í heimi“ til að búa í sam­kvæmt ýms­um al­þjóð­leg­um list­um sýna töl­ur fram á fólks­flótta frá land­inu síð­ustu árs­fjórð­unga. Hvernig stend­ur á þessu og af hverju vilja marg­ir Ís­lend­ing­ar frek­ar búa á hinum Norð­ur­lönd­un­um? Stund­in fékk fjóra brott­flutta Ís­lend­inga til að deila upp­lif­un sinni og fjóra hag­fræð­inga til að greina vanda­mál­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár