Íslendingar í Noregi eru um 10.000 talsins en fer nú fækkandi í fyrsta sinn eftir hrun. Þó eru alls ekki allir sem huga að heimför þrátt fyrir að norska krónan sé ekki jafn sterk og hún var, og Íslendingafélagið heldur fast í sínar hefðir.
Grenjandi rigning er jafn einkennandi fyrir 17. júní og kandífloss, en það var glaða sólskin í Ósló um síðustu helgi þar sem brottfluttir Íslendingar komu saman til að fagna þjóðhátíðardegi sínum í Nordberg-kirkju. Fyrir utan góða veðrið og skortinn á vopnaðri lögreglu er allt hér eins og á Íslandi, nema í smækkaðri mynd. Það er einn hoppukastali, boðið upp á andlitsmálningu og SS-pylsur, fánum er veifað og „Hæ-hó-jíbbí-jei“ kirjað. Að sjálfsögðu er barnaskrúðgangan á sínum stað, en lúðrasveitin er fengin að láni hjá norskum skóla og spilar hún „Guðs vors lands“ heldur hratt, þótt það fari laginu ekki endilega illa.
Mesta athygli vekur þó fánaberinn, hinn …
Athugasemdir