Það er dálítið ódýrara að lifa hérna. Ég finn það þegar ég versla í matinn á Íslandi að það verður miklu minna úr aurnum en hérna. Áfengi er líka nokkuð ódýrara í Finnlandi, kostar um 1 evru bjórinn úr matvöruverslun, um fjórar evrur á hverfispöbbnum en ef þú ferð í miðbæinn á fínni stað kostar bjórinn um 7 ervrur. Rafmagnsvörur eins og til dæmis sjónvörp eru hátt í helmingi ódýrari í sumum tilfellum.
Leikskólagjöld eru algerlega tekjutengd. Sem dæmi borgar fjölskylda með tvö börn og um 4000 evrur í brúttótekjur 108 evrur á barn á mánuði fyrir leikskólapláss. En ef viðkomandi fjölskyldan væri með helmingi lægri tekjur myndi hún borga nánast ekkert. Einstæðir myndu borga helminginn af fyrra dæminu eða um 50 evrur fyrir hvert barn.
Heilsugæsla er mjög ódýr. Þú borgar ekkert í þínu umdæmi fyrir viðtal hjá lækni, en ef þú ferð á spítala þá borgarðu 30 evrur á dag. Börn undir 18 ára borga bara fyrir sjö daga og svo er frítt eftir það.
Tannlæknakostnaður hjá ríkinu er mun lægri - meiri bið eftir tíma reyndar.
Athugasemdir