Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr forsætisráðherra fór strax í frí og svaraði ekki fyrir tafir á birtingu skýrslu

Ráðu­neyt­ið vill ekki upp­lýsa hvort Bjarni Bene­dikts­son sé í embættiser­ind­um eða fríi með­an rætt er um embætt­is­skyld­ur hans á Al­þingi og það hvernig set­ið var á upp­lýs­ing­um fram yf­ir þing­kosn­ing­ar. Fór í skíða­ferð þrem­ur dög­um eft­ir að Al­þingi kom sam­an að loknu löngu jóla­leyfi.

Nýr forsætisráðherra fór strax í frí og svaraði ekki fyrir tafir á birtingu skýrslu

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór í frí til Austurríkis tveimur vikum eftir að hann tók við embætti forsætisráðherra. Hann hélt utan þann 27. janúar og er væntanlegur til landsins í dag. 

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá staðfest frá forsætisráðuneytinu hvort Bjarni sé erlendis í einkaerindum eða embættiserindum. Engin svör fást, hvorki símleiðis né í tölvupósti.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Bjarni í skíðaferð. Fyrir vikið hefur hann ekki getað tekið þátt í umræðum á Alþingi um embættisskyldur sínar og ábyrgð á töfum á birtingu skýrslunnar um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Fram kom í fréttum síðustu helgi að lokadrög að skýrslunni hefðu verið tilbúin í júní 2016 og vinnslu hennar verið endanlega lokið fyrir þingkosningar. Þetta er önnur af tveimur skýrslum sem Bjarni ákvað að sitja á fram yfir kosningarnar, en hin skýrslan fjallaði um umfang aflandseigna Íslendinga og það hvernig ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins létu undir höfuð leggjast að sporna gegn aflandsvæðingu á útrásarárunum

Sem fyrr segir tók Bjarni sér frí á föstudaginn í síðustu viku, þann 27. janúar, en þá voru aðeins þrír dagar frá því að Alþingi kom aftur saman eftir langt jólafrí sem stóð frá 22. desember.

Bjarni var gagnrýndur harðlega í umræðum á Alþingi um tafir á birtingu skýrslnanna á þriðjudag. Þá var gerð athugasemd við að hann væri ekki á staðnum. „Ég verð að nota tækifærið og kvarta yfir því að hæstvirtur forsætisráðherra sé ekki á staðnum og verði ekki hér í þessari viku, þar sem það væri mjög gott að geta fengið að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra um nákvæmlega þetta mál,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata.

Athygli vakti þegar Bjarni, þá fjármálaráðherra, tók sér frí í byrjun janúar 2015 þegar verkfall lækna og kjaradeilur þeirra við ríkið stóðu sem hæst. Þá tók hann sér einnig frí í apríl sama ár, um það leyti sem verkfall hundruða starfsmanna á Landspítalanum skall á. Loks var hann í fríi í Flórída þegar Kastljós sýndi margboðaðan þátt um Panamaskjölin og tengsl ráðamanna við skattaskjól í apríl síðastliðnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár