Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ný rannsókn: Alkóhól veldur krabbameini

Jafn­vel hóf­leg neysla áfeng­is eyk­ur tölu­vert lík­urn­ar á krabba­meini, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Sér­fræð­ing­ar á sviði heilsu­mála vilja að um­búð­ir áfeng­is séu merkt­ar við­vör­un­um, svip­að og tób­ak.

Ný rannsókn: Alkóhól veldur krabbameini

Alkóhól veldur krabbameini á sjö mismunandi stöðum líkamans, og jafnvel einstaklingar sem neyta lítils til miðlungs magns eru í hættu, samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingar á sviði heilbrigðismála í Bretlandi staðfesta niðurstöðurnar og viðurkenna alvarleika hennar. Segja þeir að stjórnvöld ættu að gera meira til þess að vekja athygli á þeim til þess að takast á við það hversu lítið almenningur veit um hin nánu tengsl milli áfengisnotkunar og tíðni krabbameins. Rannsóknin hefur einnig valdið því víða að dagdrykkjufólk er hvatt til þess að taka áfengislausa daga, og að umbúðir alkóhóls beri sérstök viðvörunarmerki þar sem bent er á hættuna sem fylgir neyslunni. 

 

„Konur sem drekka tvær einingar á dag 16% líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein.“

Nýjar niðurstöður og gögn sem safnað hefur verið undanfarin ár benda á aukna tíðni á milli áfengisneyslu og krabbameins í brjóstum, lifur og öðrum stöðum líkamans. Rannsóknin, sem birtist í vísindaritinu Addiction, segir í niðurstöðum sínum að það sé of mikil tíðni milli áfengisneyslu og krabbameins til þess að eitthvað annað geti útskýrt það. Fullyrða vísindamenn að nægar sannanir séu fyrir því að fullyrða að drykkja sé bein orsök sjúkdómsins. Einn rannsakendanna, Jennie Connor frá Otago háskólanum í Nýja-Sjálandi, segist áætla að áfengi hafi valdið dauða hálfrar milljónar krabbameinssjúklinga árið 2012, sem jafngilda 5,8% allra andláta af völdum krabbameins á heimsvísu. Þeir sem stunda mikla drykkju eru í mestri hættu, en jafnvel fólk sem drekkur lítið eykur líkurnar á sjúkdómnum.

Óheiðarlegt að segja rauðvín hollt

Niðurstöður hennar tengja áfengisneyslu við krabbamein í munni og hálsi, barkakýli, vélinda, lifur, ristli, þörmum og brjóstum. „Það eru sterkar sannanir fyrir því að alkóhól valdi krabbameini á sjö stöðum og líklega fleiri. Staðfesting á nákvæmum líffræðilegum þáttum þess að alkóhól eykur líkurnar á því að krabbamein myndist eru ekki þarfar til þess að sjá að alkóhól er orsökin.“

Sagði hún að miðað við þær sannanir sem hún hefði undir höndum væri ekkert öruggt magn áfengisdrykkju þegar kemur að krabbameini, en að líkurnar á því minnkuðu í einhverjum tilfellum um leið og fólk hætti að drekka. Bætti hún því við að svokallaður heilsufarslegur ávinningur af því að drekka, eins og að rauðvín væri gott fyrir hjartað, væri álitinn óheiðarlegur og málinu óviðkomandi þegar litið er til þess að það auki einni líkurnar á krabbameini.

Niðurstöðurnar sýna að sé miðað við fólk sem ekki drekkur, eru konur sem drekka tvær einingar á dag 16% líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein og deyja úr því. Þær sem drekka 5 einingar 40% líklegri.

Af hverjum 1000 konum sem ekki drekka munu 109 fá brjóstakrabba. Sú tala hækkar upp í 126 fyrir þær konur sem drekka 14 einingar eða minna á viku og í 153 konur ef drykkjan er 14 til 35 einingar á viku. Ein áfengiseining er 10 millilítrar eða 8 grömm af alkóhóli. Þetta samsvarar 25 ml af viskí, þriðjungi af einum bjór eða hálfu rauðvínsglasi.

Vísindamennirnir eru enn að rannsaka nákvæmlega hvernig áfengið veldur krabbameininu, en ein kenningin er sú að það skaði DNA, sem komi þá í veg fyrir að frumur geti fjölgað sér á eðlilegan hátt.

Heimildir:
Umfjöllun vísindaritsins Addiction

Frétt The Guardian um málið

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár