Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ný rannsókn: Alkóhól veldur krabbameini

Jafn­vel hóf­leg neysla áfeng­is eyk­ur tölu­vert lík­urn­ar á krabba­meini, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Sér­fræð­ing­ar á sviði heilsu­mála vilja að um­búð­ir áfeng­is séu merkt­ar við­vör­un­um, svip­að og tób­ak.

Ný rannsókn: Alkóhól veldur krabbameini

Alkóhól veldur krabbameini á sjö mismunandi stöðum líkamans, og jafnvel einstaklingar sem neyta lítils til miðlungs magns eru í hættu, samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingar á sviði heilbrigðismála í Bretlandi staðfesta niðurstöðurnar og viðurkenna alvarleika hennar. Segja þeir að stjórnvöld ættu að gera meira til þess að vekja athygli á þeim til þess að takast á við það hversu lítið almenningur veit um hin nánu tengsl milli áfengisnotkunar og tíðni krabbameins. Rannsóknin hefur einnig valdið því víða að dagdrykkjufólk er hvatt til þess að taka áfengislausa daga, og að umbúðir alkóhóls beri sérstök viðvörunarmerki þar sem bent er á hættuna sem fylgir neyslunni. 

 

„Konur sem drekka tvær einingar á dag 16% líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein.“

Nýjar niðurstöður og gögn sem safnað hefur verið undanfarin ár benda á aukna tíðni á milli áfengisneyslu og krabbameins í brjóstum, lifur og öðrum stöðum líkamans. Rannsóknin, sem birtist í vísindaritinu Addiction, segir í niðurstöðum sínum að það sé of mikil tíðni milli áfengisneyslu og krabbameins til þess að eitthvað annað geti útskýrt það. Fullyrða vísindamenn að nægar sannanir séu fyrir því að fullyrða að drykkja sé bein orsök sjúkdómsins. Einn rannsakendanna, Jennie Connor frá Otago háskólanum í Nýja-Sjálandi, segist áætla að áfengi hafi valdið dauða hálfrar milljónar krabbameinssjúklinga árið 2012, sem jafngilda 5,8% allra andláta af völdum krabbameins á heimsvísu. Þeir sem stunda mikla drykkju eru í mestri hættu, en jafnvel fólk sem drekkur lítið eykur líkurnar á sjúkdómnum.

Óheiðarlegt að segja rauðvín hollt

Niðurstöður hennar tengja áfengisneyslu við krabbamein í munni og hálsi, barkakýli, vélinda, lifur, ristli, þörmum og brjóstum. „Það eru sterkar sannanir fyrir því að alkóhól valdi krabbameini á sjö stöðum og líklega fleiri. Staðfesting á nákvæmum líffræðilegum þáttum þess að alkóhól eykur líkurnar á því að krabbamein myndist eru ekki þarfar til þess að sjá að alkóhól er orsökin.“

Sagði hún að miðað við þær sannanir sem hún hefði undir höndum væri ekkert öruggt magn áfengisdrykkju þegar kemur að krabbameini, en að líkurnar á því minnkuðu í einhverjum tilfellum um leið og fólk hætti að drekka. Bætti hún því við að svokallaður heilsufarslegur ávinningur af því að drekka, eins og að rauðvín væri gott fyrir hjartað, væri álitinn óheiðarlegur og málinu óviðkomandi þegar litið er til þess að það auki einni líkurnar á krabbameini.

Niðurstöðurnar sýna að sé miðað við fólk sem ekki drekkur, eru konur sem drekka tvær einingar á dag 16% líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein og deyja úr því. Þær sem drekka 5 einingar 40% líklegri.

Af hverjum 1000 konum sem ekki drekka munu 109 fá brjóstakrabba. Sú tala hækkar upp í 126 fyrir þær konur sem drekka 14 einingar eða minna á viku og í 153 konur ef drykkjan er 14 til 35 einingar á viku. Ein áfengiseining er 10 millilítrar eða 8 grömm af alkóhóli. Þetta samsvarar 25 ml af viskí, þriðjungi af einum bjór eða hálfu rauðvínsglasi.

Vísindamennirnir eru enn að rannsaka nákvæmlega hvernig áfengið veldur krabbameininu, en ein kenningin er sú að það skaði DNA, sem komi þá í veg fyrir að frumur geti fjölgað sér á eðlilegan hátt.

Heimildir:
Umfjöllun vísindaritsins Addiction

Frétt The Guardian um málið

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár