Lögreglufulltrúi hafður fyrir rangri sök og vikið frá störfum – rakið til orðróms meðal brotamanna og „persónulegs ágreinings“

Embætti hér­aðssak­sókn­ara tel­ur að til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir á hend­ur lög­reglu­full­trúa, sem vik­ið var frá störf­um með ólög­mæt­um hætti í janú­ar, eigi ræt­ur að rekja til sam­skipta­örð­ug­leika í fíkni­efna­deild, „orð­róms með­al brota­manna“ og jafn­vel per­sónu­legs ágrein­ings.

Lögreglufulltrúi hafður fyrir rangri sök og vikið frá störfum – rakið til orðróms meðal brotamanna og „persónulegs ágreinings“

Héraðssaksóknara virðist sem alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúa, sem vikið var frá störfum með ólögmætum hætti í janúar, eigi rætur að rekja til samskiptaörðugleika í fíkniefnadeild, orðróms meðal brotamanna og jafnvel persónulegs ágreinings innan lögreglunnar. 

Þetta kemur fram í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir þeirri ákvörðun embættisins að fella niður rannsókn á máli lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem sakaður hafði verið um óeðlileg samskipti við brotamenn. Stundin hefur undir höndum stytta útgáfu af niðurfellingarbréfinu en niðurstaða héraðssaksóknara er mjög afgerandi.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Fullyrðir héraðssaksóknari að eftir ítarlega rannsókn – þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af 29 vitnum og tveimur mönnum með réttarstöðu sakbornings – liggi fyrir að ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir það að lögreglufulltrúinn hafi með neinum hætti gerst brotlegur í starfi. 

Að sama skapi hefur innanríkisráðuneytið, eins og Stundin hefur áður greint frá, komist að þeirri niðurstöðu að með því að víkja lögreglufulltrúanum frá störfum hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, farið á svig við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar enda hafi ákvörðunin byggt á orðrómi og ásökunum en ekki rannsóknargögnum. 

Rannsóknin umfangsmikil

Máli lögreglufulltrúans var vísað til embættis héraðssaksóknara þann 8. janúar síðastliðinn og hófst þá viðamikil og ítarleg rannsókn. Skoðuð voru gögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara en jafnframt tölvugrunnar og sameiginlegt drif fíkniefnadeildar. 

„Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ekki væri neitt athugavert við skráningar í kerfin og ekkert sem benti til þess að brot hafi verið framin í tengslum við upplýsingaaðila,“ segir í niðurstöðu héraðssaksóknara.

„Þá var fengin heimild hjá kærða til að skoða tölvupóst hans hjá LRH og var tölvupóstur skoðaður með sérstöku leitarforriti þar sem leitað var að nánar tilgreindum nöfnum og orðum sem tengsl höfðu við málið. Niðurstaðan á skoðun á tölvupóstinum er sú að ekkert þar renni stoðum undir að kærði hafi gerst brotlegur í störfum sínum.“ 

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari

Greint er frá því að saksóknaraembættið hafi óskað eftir upplýsingum frá bönkum og fjármálastofnunum að fengnu samþykki kærða og eiginkonu hans. Ekkert athugavert hafi þar komið fram. 

„Við rannsókn málsins var farið ítarlega yfir öll þau 22 tilvik sem tilgreind höfðu verið sem óeðlileg af hálfu kærða í starfi hans. Niðurstaðan var sú að í einhverjum tilvikum var eingöngu um að ræða vangaveltur einstakra starfsmanna um óeðlileg vinnubrögð sem enga stoð virtust eiga í gögnum, í öðrum tilvikum lágu fyrir gögn sem sýndu að vinnubrögð kærða voru fullkomlega eðlileg þrátt fyrir framburð samstarfsmanna um annað og loks voru tilvik nefnd sem gögn sýndu að kærði hafði enga aðkomu haft af.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár