Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglufulltrúi hafður fyrir rangri sök og vikið frá störfum – rakið til orðróms meðal brotamanna og „persónulegs ágreinings“

Embætti hér­aðssak­sókn­ara tel­ur að til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir á hend­ur lög­reglu­full­trúa, sem vik­ið var frá störf­um með ólög­mæt­um hætti í janú­ar, eigi ræt­ur að rekja til sam­skipta­örð­ug­leika í fíkni­efna­deild, „orð­róms með­al brota­manna“ og jafn­vel per­sónu­legs ágrein­ings.

Lögreglufulltrúi hafður fyrir rangri sök og vikið frá störfum – rakið til orðróms meðal brotamanna og „persónulegs ágreinings“

Héraðssaksóknara virðist sem alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúa, sem vikið var frá störfum með ólögmætum hætti í janúar, eigi rætur að rekja til samskiptaörðugleika í fíkniefnadeild, orðróms meðal brotamanna og jafnvel persónulegs ágreinings innan lögreglunnar. 

Þetta kemur fram í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir þeirri ákvörðun embættisins að fella niður rannsókn á máli lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem sakaður hafði verið um óeðlileg samskipti við brotamenn. Stundin hefur undir höndum stytta útgáfu af niðurfellingarbréfinu en niðurstaða héraðssaksóknara er mjög afgerandi.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Fullyrðir héraðssaksóknari að eftir ítarlega rannsókn – þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af 29 vitnum og tveimur mönnum með réttarstöðu sakbornings – liggi fyrir að ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir það að lögreglufulltrúinn hafi með neinum hætti gerst brotlegur í starfi. 

Að sama skapi hefur innanríkisráðuneytið, eins og Stundin hefur áður greint frá, komist að þeirri niðurstöðu að með því að víkja lögreglufulltrúanum frá störfum hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, farið á svig við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar enda hafi ákvörðunin byggt á orðrómi og ásökunum en ekki rannsóknargögnum. 

Rannsóknin umfangsmikil

Máli lögreglufulltrúans var vísað til embættis héraðssaksóknara þann 8. janúar síðastliðinn og hófst þá viðamikil og ítarleg rannsókn. Skoðuð voru gögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara en jafnframt tölvugrunnar og sameiginlegt drif fíkniefnadeildar. 

„Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ekki væri neitt athugavert við skráningar í kerfin og ekkert sem benti til þess að brot hafi verið framin í tengslum við upplýsingaaðila,“ segir í niðurstöðu héraðssaksóknara.

„Þá var fengin heimild hjá kærða til að skoða tölvupóst hans hjá LRH og var tölvupóstur skoðaður með sérstöku leitarforriti þar sem leitað var að nánar tilgreindum nöfnum og orðum sem tengsl höfðu við málið. Niðurstaðan á skoðun á tölvupóstinum er sú að ekkert þar renni stoðum undir að kærði hafi gerst brotlegur í störfum sínum.“ 

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari

Greint er frá því að saksóknaraembættið hafi óskað eftir upplýsingum frá bönkum og fjármálastofnunum að fengnu samþykki kærða og eiginkonu hans. Ekkert athugavert hafi þar komið fram. 

„Við rannsókn málsins var farið ítarlega yfir öll þau 22 tilvik sem tilgreind höfðu verið sem óeðlileg af hálfu kærða í starfi hans. Niðurstaðan var sú að í einhverjum tilvikum var eingöngu um að ræða vangaveltur einstakra starfsmanna um óeðlileg vinnubrögð sem enga stoð virtust eiga í gögnum, í öðrum tilvikum lágu fyrir gögn sem sýndu að vinnubrögð kærða voru fullkomlega eðlileg þrátt fyrir framburð samstarfsmanna um annað og loks voru tilvik nefnd sem gögn sýndu að kærði hafði enga aðkomu haft af.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár