Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

Þétt­leiki dýra er al­mennt of mik­ill. Sauð­fjár­bænd­ur hefðu ekki upp­lif­að sama neyð­ar­ástand. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­bands Ís­lands seg­ir reglu­gerð­ir um vel­ferð svína og ali­fugla bjóða upp á þetta ástand.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

„Þetta segir okkur talsvert um vandann sem fylgir þauleldi,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, um neyðarástandið sem nú ríkir í svína- og alifuglabúum. Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla bæði um neyðarástand á svínabúum á forsíðum blaðanna í dag. Ástandið er til komið vegna verkfalls dýralækna í BHM en þéttleiki og þrengsli í svínabúum eru víða orðin meiri en lög gera ráð fyrir. Hallgerður segir reglugerðirnar um velferð svína og alifugla þannig upp byggðar að í rauninni megi ekkert megi upp á. „Það er eiginlega það sem við erum að reka okkur á núna,“ segir hún. 

„Þær reglugerðir sem eru settar um þessi dýr eru um lágmarksvelferð og þegar þær eru nýttar til fulls þá birtist þessi vandi mjög fljótt. Það er mitt mat að til dæmis sauðfjárbóndi, sem hefði þurft að hinkra með sín lömb í nokkrar vikur til eða frá, hefði haft betri úrræði,“ segir Hallgerður. Hún segist til að mynda vita um svínabónda sem hefur ekki nýtt til fulls það svigrúm sem reglugerðirnar leyfa og þar ríkir ekki sama neyðarástand og hjá öðrum aðilum. Það sama eigi við um alifugla. 

Þéttleiki of mikill

Samkvæmt núgildandi reglugerð um velferð alifugla má hámarksþéttleiki fugla ekki fara yfir 33 kíló á fermetra. Mætvælastofnun getur hins vegar veitt undanþágu fyrir auknum þéttleika allt að 39 kíló á fermetra í eldishúsum. Þessar undanþágur voru harðlega gagnrýndar, meðal annars af dýralæknum, þegar reglugerðirnar voru lagðar fram á síðasta ári. 

 „Þeir aðilar sem halda þessi bú töluðu um að ástandið væri orðið alvarlegt í þeim húsum þar sem hámarksþéttleiki væri nýttur, sem er 39 kíló á fermetra, en voru ekki svo stressaðir yfir húsunum sem voru með vistvænu yfirbragði þar sem 25 kíló á fermetra er hámarkið,“ segir Hallgerður. „Þess má geta að Dýraverndarsambandið, þegar það veitti umsagnir um reglugerðirnar, þá lögðum við til 25 kílóa hámarksþéttleika á fermetra í alifuglahúsum vegna þess að það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að bæði streituvandi og sjúkdómavandi liggur við þessi mörk,“ bætir hún við. 

Dýralæknar sýni dýrunum virðingu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár