Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

Þétt­leiki dýra er al­mennt of mik­ill. Sauð­fjár­bænd­ur hefðu ekki upp­lif­að sama neyð­ar­ástand. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­bands Ís­lands seg­ir reglu­gerð­ir um vel­ferð svína og ali­fugla bjóða upp á þetta ástand.

Neyðarástandið opinberar slæman aðbúnað dýra

„Þetta segir okkur talsvert um vandann sem fylgir þauleldi,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, um neyðarástandið sem nú ríkir í svína- og alifuglabúum. Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla bæði um neyðarástand á svínabúum á forsíðum blaðanna í dag. Ástandið er til komið vegna verkfalls dýralækna í BHM en þéttleiki og þrengsli í svínabúum eru víða orðin meiri en lög gera ráð fyrir. Hallgerður segir reglugerðirnar um velferð svína og alifugla þannig upp byggðar að í rauninni megi ekkert megi upp á. „Það er eiginlega það sem við erum að reka okkur á núna,“ segir hún. 

„Þær reglugerðir sem eru settar um þessi dýr eru um lágmarksvelferð og þegar þær eru nýttar til fulls þá birtist þessi vandi mjög fljótt. Það er mitt mat að til dæmis sauðfjárbóndi, sem hefði þurft að hinkra með sín lömb í nokkrar vikur til eða frá, hefði haft betri úrræði,“ segir Hallgerður. Hún segist til að mynda vita um svínabónda sem hefur ekki nýtt til fulls það svigrúm sem reglugerðirnar leyfa og þar ríkir ekki sama neyðarástand og hjá öðrum aðilum. Það sama eigi við um alifugla. 

Þéttleiki of mikill

Samkvæmt núgildandi reglugerð um velferð alifugla má hámarksþéttleiki fugla ekki fara yfir 33 kíló á fermetra. Mætvælastofnun getur hins vegar veitt undanþágu fyrir auknum þéttleika allt að 39 kíló á fermetra í eldishúsum. Þessar undanþágur voru harðlega gagnrýndar, meðal annars af dýralæknum, þegar reglugerðirnar voru lagðar fram á síðasta ári. 

 „Þeir aðilar sem halda þessi bú töluðu um að ástandið væri orðið alvarlegt í þeim húsum þar sem hámarksþéttleiki væri nýttur, sem er 39 kíló á fermetra, en voru ekki svo stressaðir yfir húsunum sem voru með vistvænu yfirbragði þar sem 25 kíló á fermetra er hámarkið,“ segir Hallgerður. „Þess má geta að Dýraverndarsambandið, þegar það veitti umsagnir um reglugerðirnar, þá lögðum við til 25 kílóa hámarksþéttleika á fermetra í alifuglahúsum vegna þess að það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að bæði streituvandi og sjúkdómavandi liggur við þessi mörk,“ bætir hún við. 

Dýralæknar sýni dýrunum virðingu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár