Frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem girðir fyrir að kærur tiltekins hóps hælisleitenda fresti brottvísunum þeirra úr landi, var keyrt í gegnum Alþingi á fjórum dögum án þess að stofnunum, samtökum eða hagsmunaaðilum gæfist tími til að skila þingnefndinni umsögnum um málið.
31 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu, en í þeim hópi voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ásamt Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Flestir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá, en aðeins Birgitta Jónsdóttir og Halldóra Mogensen úr Pírötum greiddu atkvæði gegn lagabreytingunni.
Með frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, var bráðabirgðaákvæði bætt inn í núgildandi útlendingalög þess efnis að fram til 1. janúar 2017 muni kæra í tilteknum málum umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið að viðkomandi skuli yfirgefa landið, ekki fresta réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar. Tekur ákvæðið til þeirra mála þar sem umsækjandi kemur frá ríki á lista yfir örugg upprunaríki, sbr. 3. mgr. 50. …
Athugasemdir