Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna vill aft­ur á þing en ætl­ar ekki að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, vill setjast aftur á þing í apríl en neitar hins vegar að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að svara spurningum um lekamálið og framgöngu sína gagnvart þingheimi. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndinni barst í dag.

Eins og var margstaðfest, bæði með dómum héraðsdóms og Hæstaréttar í fyrra og áliti umboðsmanns Alþingis í janúar, fór Hanna Birna ítrekað með rangt mál þegar rætt var um lekamálið á Alþingi.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, sendi Hönnu Birnu bréf í janúar síðastliðinn í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis kynnti nefndinni álit sitt um að ráðherrann hefði misnotað vald sitt með ítrekuðum afskiptum af lögreglurannsókn lekamálsins og störfum Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra.

Þingnefndin hefur beðið eftir svari vikum saman en RÚV greindi frá því í dag að Hanna Birna hefði svarað bréfinu og afþakkað fundarboðið. 

Milljónakostnaður 
Hanna Birna tók sér leyfi frá þingstörfum í lok síðasta þings og þiggur nú biðlaun ráðherra, en þau eru jafnhá ráðherralaunum eða um 1,1 milljón á mánuði. Í ljósi þess að Hanna Birna er í fríi þarf einnig að greiða varaþingmanni hennar, Sigríði Á. Andersen, þingfararkaup. Þannig hefur Alþingi greitt tvöföld þinglaun undanfarna mánuði vegna leyfis Hönnu Birnu.

Fram kom þann 10. mars síðastliðinn að innanríkisráðuneytið hefði greitt markaðsstofunni Argus ehf. 2,4 milljónir króna vegna ráðgjafar í tengslum við lekamálið á árinu 2014. Hjálpaði fyrirtækið Hönnu Birnu að bæta ímynd sína í fjölmiðlum. Lögfræðiráðgjöfin sem fyrrverandi ráðherra fékk var einnig kostuð af skattgreiðendum, en lögmannsstofan LEX fékk rúmlega eina milljón króna fyrir þjónustu sína. Alls nam beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins tæpum 3,5 milljónum króna.

Ef meta ætti fjárhagslegan kostnað lekamálsins er þetta auðvitað aðeins brotabrot af honum, ekki síst þegar litið er til dómsmála og rannsóknar lögreglu, ríkissaksóknara, umboðsmanns og Persónuverndar. 

Svokallað „lekamál“
Í bréfinu sem Ögmundur sendi fyrir hönd stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar kom fram að mörgum þingmönnum hefðu þótt fullyrðingar hennar um lekamálið í þingsal mótsagnakenndar og ekki geta staðist. Í svarbréfi sínu segir Hanna Birna meðal annars: „Þar sem mér hefur nú borist ítrekun þar sem óskað er svars eigi síðar en 17. mars nk. og ég kem ekki til þingstarfa fyrr en eftir miðjan apríl, vísa ég til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í umræddu máli.“ 

Þá segist hún „óska nefndinni velfarnaðar í sínum störfum“ og talar um lekamálið innan gæsalappa sem „hið svokallaða „lekamál““.  Þannig skrifar hún í upphafi bréfsins: „Vísað er til bréfs stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, undirritað af Ögmundi Jónassyni, þar sem mér, sem fyrrverandi innanríkisráðherra, er boðið að koma á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sýn minni á hið svokallaða „lekamál“.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár