Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna vill aft­ur á þing en ætl­ar ekki að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, vill setjast aftur á þing í apríl en neitar hins vegar að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að svara spurningum um lekamálið og framgöngu sína gagnvart þingheimi. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndinni barst í dag.

Eins og var margstaðfest, bæði með dómum héraðsdóms og Hæstaréttar í fyrra og áliti umboðsmanns Alþingis í janúar, fór Hanna Birna ítrekað með rangt mál þegar rætt var um lekamálið á Alþingi.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, sendi Hönnu Birnu bréf í janúar síðastliðinn í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis kynnti nefndinni álit sitt um að ráðherrann hefði misnotað vald sitt með ítrekuðum afskiptum af lögreglurannsókn lekamálsins og störfum Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra.

Þingnefndin hefur beðið eftir svari vikum saman en RÚV greindi frá því í dag að Hanna Birna hefði svarað bréfinu og afþakkað fundarboðið. 

Milljónakostnaður 
Hanna Birna tók sér leyfi frá þingstörfum í lok síðasta þings og þiggur nú biðlaun ráðherra, en þau eru jafnhá ráðherralaunum eða um 1,1 milljón á mánuði. Í ljósi þess að Hanna Birna er í fríi þarf einnig að greiða varaþingmanni hennar, Sigríði Á. Andersen, þingfararkaup. Þannig hefur Alþingi greitt tvöföld þinglaun undanfarna mánuði vegna leyfis Hönnu Birnu.

Fram kom þann 10. mars síðastliðinn að innanríkisráðuneytið hefði greitt markaðsstofunni Argus ehf. 2,4 milljónir króna vegna ráðgjafar í tengslum við lekamálið á árinu 2014. Hjálpaði fyrirtækið Hönnu Birnu að bæta ímynd sína í fjölmiðlum. Lögfræðiráðgjöfin sem fyrrverandi ráðherra fékk var einnig kostuð af skattgreiðendum, en lögmannsstofan LEX fékk rúmlega eina milljón króna fyrir þjónustu sína. Alls nam beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins tæpum 3,5 milljónum króna.

Ef meta ætti fjárhagslegan kostnað lekamálsins er þetta auðvitað aðeins brotabrot af honum, ekki síst þegar litið er til dómsmála og rannsóknar lögreglu, ríkissaksóknara, umboðsmanns og Persónuverndar. 

Svokallað „lekamál“
Í bréfinu sem Ögmundur sendi fyrir hönd stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar kom fram að mörgum þingmönnum hefðu þótt fullyrðingar hennar um lekamálið í þingsal mótsagnakenndar og ekki geta staðist. Í svarbréfi sínu segir Hanna Birna meðal annars: „Þar sem mér hefur nú borist ítrekun þar sem óskað er svars eigi síðar en 17. mars nk. og ég kem ekki til þingstarfa fyrr en eftir miðjan apríl, vísa ég til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í umræddu máli.“ 

Þá segist hún „óska nefndinni velfarnaðar í sínum störfum“ og talar um lekamálið innan gæsalappa sem „hið svokallaða „lekamál““.  Þannig skrifar hún í upphafi bréfsins: „Vísað er til bréfs stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, undirritað af Ögmundi Jónassyni, þar sem mér, sem fyrrverandi innanríkisráðherra, er boðið að koma á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sýn minni á hið svokallaða „lekamál“.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár