Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna vill aft­ur á þing en ætl­ar ekki að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar

Neitar að svara þingnefnd um „hið svokallaða „lekamál““

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, vill setjast aftur á þing í apríl en neitar hins vegar að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að svara spurningum um lekamálið og framgöngu sína gagnvart þingheimi. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndinni barst í dag.

Eins og var margstaðfest, bæði með dómum héraðsdóms og Hæstaréttar í fyrra og áliti umboðsmanns Alþingis í janúar, fór Hanna Birna ítrekað með rangt mál þegar rætt var um lekamálið á Alþingi.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, sendi Hönnu Birnu bréf í janúar síðastliðinn í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis kynnti nefndinni álit sitt um að ráðherrann hefði misnotað vald sitt með ítrekuðum afskiptum af lögreglurannsókn lekamálsins og störfum Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra.

Þingnefndin hefur beðið eftir svari vikum saman en RÚV greindi frá því í dag að Hanna Birna hefði svarað bréfinu og afþakkað fundarboðið. 

Milljónakostnaður 
Hanna Birna tók sér leyfi frá þingstörfum í lok síðasta þings og þiggur nú biðlaun ráðherra, en þau eru jafnhá ráðherralaunum eða um 1,1 milljón á mánuði. Í ljósi þess að Hanna Birna er í fríi þarf einnig að greiða varaþingmanni hennar, Sigríði Á. Andersen, þingfararkaup. Þannig hefur Alþingi greitt tvöföld þinglaun undanfarna mánuði vegna leyfis Hönnu Birnu.

Fram kom þann 10. mars síðastliðinn að innanríkisráðuneytið hefði greitt markaðsstofunni Argus ehf. 2,4 milljónir króna vegna ráðgjafar í tengslum við lekamálið á árinu 2014. Hjálpaði fyrirtækið Hönnu Birnu að bæta ímynd sína í fjölmiðlum. Lögfræðiráðgjöfin sem fyrrverandi ráðherra fékk var einnig kostuð af skattgreiðendum, en lögmannsstofan LEX fékk rúmlega eina milljón króna fyrir þjónustu sína. Alls nam beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins tæpum 3,5 milljónum króna.

Ef meta ætti fjárhagslegan kostnað lekamálsins er þetta auðvitað aðeins brotabrot af honum, ekki síst þegar litið er til dómsmála og rannsóknar lögreglu, ríkissaksóknara, umboðsmanns og Persónuverndar. 

Svokallað „lekamál“
Í bréfinu sem Ögmundur sendi fyrir hönd stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar kom fram að mörgum þingmönnum hefðu þótt fullyrðingar hennar um lekamálið í þingsal mótsagnakenndar og ekki geta staðist. Í svarbréfi sínu segir Hanna Birna meðal annars: „Þar sem mér hefur nú borist ítrekun þar sem óskað er svars eigi síðar en 17. mars nk. og ég kem ekki til þingstarfa fyrr en eftir miðjan apríl, vísa ég til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í umræddu máli.“ 

Þá segist hún „óska nefndinni velfarnaðar í sínum störfum“ og talar um lekamálið innan gæsalappa sem „hið svokallaða „lekamál““.  Þannig skrifar hún í upphafi bréfsins: „Vísað er til bréfs stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, undirritað af Ögmundi Jónassyni, þar sem mér, sem fyrrverandi innanríkisráðherra, er boðið að koma á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sýn minni á hið svokallaða „lekamál“.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár