Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Myllumerki ársins

Net­verj­ar létu til sín taka á ár­inu 2015 og eign­uðu sér um­ræð­una í hverju mál­inu á fæt­ur öðru. Þar frels­uðu kon­ur geir­vört­urn­ar og risu upp gegn þögg­un um kyn­ferð­is­brot á með­an karl­ar börð­ust gegn skað­legri karl­mennsku sem get­ur kostað manns­líf.

Myllumerki ársins

Mars

#freethenipple

Ein stærsta netbyltingin átti sér stað í mars. Nemandi í Verslunarskóla Íslands birti mynd af sér á Twitter þar sem hún var ber að ofan og fékk ákúrur fyrir. Í kjölfarið risu mörg þúsund konur upp henni til varnar og birtu myndir af frjálsum geirvörtum á samfélagsmiðlum. Þá gengu konur berbrjósta um bæinn og fóru berar að ofan í sund. Á meðal þeirra sem tóku þátt í byltingunni var Björt Ólafsdóttir þingkona sem frelsaði brjóstin gegn hlutgervingu og hrelliklámi, með þessum orðum: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðið því upp í feðraveldið á ykkur.“

#lægðin

Mikil umræða spannst um lægðina sem lá yfir landinu. Lægðin olli margvíslegu tjóni og varð þess valdandi að almenningur hélt sig innandyra og hékk á Twitter. Myllumerkið hélt vinsældum sínum út árið.

Apríl

#sexdagsleikinn

Málþing nemenda í kynjafræði í framhaldsskólum tók óvænta stefnu þegar þeir ákváðu að efna til nýrrar byltingar á samfélagsmiðlum um hversdagslegt kynjamisrétti. „Konur hanga mikið á bíla- og dekkjaverkstæðum. Uppi á vegg, allsberar á dagatali,“ tísti rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár