Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Myllumerki ársins

Net­verj­ar létu til sín taka á ár­inu 2015 og eign­uðu sér um­ræð­una í hverju mál­inu á fæt­ur öðru. Þar frels­uðu kon­ur geir­vört­urn­ar og risu upp gegn þögg­un um kyn­ferð­is­brot á með­an karl­ar börð­ust gegn skað­legri karl­mennsku sem get­ur kostað manns­líf.

Myllumerki ársins

Mars

#freethenipple

Ein stærsta netbyltingin átti sér stað í mars. Nemandi í Verslunarskóla Íslands birti mynd af sér á Twitter þar sem hún var ber að ofan og fékk ákúrur fyrir. Í kjölfarið risu mörg þúsund konur upp henni til varnar og birtu myndir af frjálsum geirvörtum á samfélagsmiðlum. Þá gengu konur berbrjósta um bæinn og fóru berar að ofan í sund. Á meðal þeirra sem tóku þátt í byltingunni var Björt Ólafsdóttir þingkona sem frelsaði brjóstin gegn hlutgervingu og hrelliklámi, með þessum orðum: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðið því upp í feðraveldið á ykkur.“

#lægðin

Mikil umræða spannst um lægðina sem lá yfir landinu. Lægðin olli margvíslegu tjóni og varð þess valdandi að almenningur hélt sig innandyra og hékk á Twitter. Myllumerkið hélt vinsældum sínum út árið.

Apríl

#sexdagsleikinn

Málþing nemenda í kynjafræði í framhaldsskólum tók óvænta stefnu þegar þeir ákváðu að efna til nýrrar byltingar á samfélagsmiðlum um hversdagslegt kynjamisrétti. „Konur hanga mikið á bíla- og dekkjaverkstæðum. Uppi á vegg, allsberar á dagatali,“ tísti rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár