Mars
#freethenipple
Ein stærsta netbyltingin átti sér stað í mars. Nemandi í Verslunarskóla Íslands birti mynd af sér á Twitter þar sem hún var ber að ofan og fékk ákúrur fyrir. Í kjölfarið risu mörg þúsund konur upp henni til varnar og birtu myndir af frjálsum geirvörtum á samfélagsmiðlum. Þá gengu konur berbrjósta um bæinn og fóru berar að ofan í sund. Á meðal þeirra sem tóku þátt í byltingunni var Björt Ólafsdóttir þingkona sem frelsaði brjóstin gegn hlutgervingu og hrelliklámi, með þessum orðum: „Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðið því upp í feðraveldið á ykkur.“
#lægðin
Mikil umræða spannst um lægðina sem lá yfir landinu. Lægðin olli margvíslegu tjóni og varð þess valdandi að almenningur hélt sig innandyra og hékk á Twitter. Myllumerkið hélt vinsældum sínum út árið.
Apríl
#sexdagsleikinn
Málþing nemenda í kynjafræði í framhaldsskólum tók óvænta stefnu þegar þeir ákváðu að efna til nýrrar byltingar á samfélagsmiðlum um hversdagslegt kynjamisrétti. „Konur hanga mikið á bíla- og dekkjaverkstæðum. Uppi á vegg, allsberar á dagatali,“ tísti rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson.
Athugasemdir