„Ég hef aldrei verið við eins góða heilsu eins og eftir að ég missti heilsuna. Það er skrýtið að segja þetta en svona er það,“ segir Sigurður Ólafsson, starfsmaður Nýherja, sem undanfarna mánuði hefur æft af krafti til þess að verða Landvættur.
„Ég hef glímt við veikindi frá árinu 2008 en fékk loks greiningu á þessu ári um að þetta er taugahrörnunarsjúkdómur. Þessi langi tími sem leið frá því sjúkdómurinn gerði vart við sig og þar til hann greindist ræðst af því að greiningin gengur öll út á útilokanir,“ segir Sigurður.
Erfitt að hlaupa
Hann rifjar upp hvernig veikindin gerðu fyrst vart við sig. Hann var í góðu formi og æfði daglega.
„Ég byrjaði að missa mátt í vinstri handlegg árið 2008. Síðan fór þetta út í fótinn. Ég hafði stundað líkamsrækt af krafti. Þegar veikindin ágerðust fann ég að ég gat ekki lengur fengist við sumt af því sem ég gat áður. Ég gat ekki lengur hjólað þungt á táberginu og átti erfitt með að hlaupa. Hægt og bítandi hallaði undan fæti. Ég fór í fjölda rannsókna en án árangurs. Um tíma var talið að það hefði átt sér stað heilablæðing. En svo var það útilokað,“ segir Sigurður.
Þrátt fyrir veikindin ákvað hann að halda sínu striki.
Ég vissi ekki alveg hvert stefndi með þessi veikindi mín en ákvað að vinna gegn þeim eins og mögulegt væri og hóf að stunda fjallgöngur,“ segir Sigurður.
Athugasemdir