Rektorsframbjóðendur vörðu samtals þremur milljónum og 350 þúsund krónum í kynninga- og aulýsingastarfsemi vegna rektorskjörsins. Jón Atli Benediktsson, sem bar sigur úr býtum, varði 1.740.589 krónum í framboð sitt og kosningabarátta Guðrúnar Nordal kostaði um eina og hálfa milljón. Heildarkostnaðurinn við framboð Einars Steingrímssonar var hins vegar 110 þúsund krónur.
Stundin sendi rektorsframbjóðendum fyrirspurn þann 18. apríl síðastliðinn, skömmu áður en rektorskjörið fór fram. Annars vegar var spurt hve miklum fjármunum var varið í kynningar- og auglýsingastarfsemi vegna rektorskjörsins og hins vegar hvort frambjóðendur hefðu þegið fjárstyrki í kosningabaráttunni, frá fyrirtækjum eða einstaklingum, með beinum eða óbeinum hætti. Fyrst nú liggja fyrir svör frá öllum frambjóðendum.
Athugasemdir