Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Háskóli Íslands fær greiddar 236.500 krónur fyrir hverja líkamsrannsókn á hælisleitanda samkvæmt drögum að verksamningi skólans við Útlendingastofnun sem Stundin hefur undir höndum. Tannlæknadeild HÍ er þjónustuveitandi samkvæmt samningnum og munu tveir tannlæknar fá 100 þúsund krónur hvor fyrir hvern hælisleitanda sem er tanngreindur. Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið staðfesti samninginn og framkvæmd hans verði fjármögnuð „af fjárlagalið 06-399 Hælisleitendur sem er í umsjá ÚTL“. Eru drögin nú í umsagnarferli hjá jafnréttisnefnd og vísindasiðanefnd háskólans.

Í samningnum er ekki gert ráð fyrir fólk með sérþekkingu á andlegum og líkamlegum þroska barna, svo sem barnasálfræðingar og barnalæknar, komi að aldursgreiningunni heldur einungis tannlæknar. Þetta gengur gegn sjónarmiðum sem fjöldi alþjóðastofnana og samtaka hefur viðrað á undanförnum árum, meðal annars Evrópuráðsþingið, barnaréttardeild Evrópuráðsins, barnaréttarnefnd Saminuðu þjóðanna, UNICEF, Rauði krossinn og Stofnun Evrópusambandsins um aðstoð við hælisleitendur. Allir þessir aðilar hafa beint því til ríkja, ýmist í ályktunum, skýrslum eða leiðbeiningarreglum, að við framkvæmd aldursgreiningar skuli byggja á þverfaglegu og fjölbreyttu mati á andlegum og líkamlegum þroska, sjá t.d. hér, hér, hér og hér. Svo virðist sem verksamningsdrög Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands taki ekki mið af slíkum sjónarmiðum.

Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað gagnrýnt þá aðferðafræði sem íslensk útlendingayfirvöld beita við aldursgreiningu. Tanngreiningar á hælisleitendum eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“, þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og að óverjandi sé að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess. Bent hefur verið á að tannþroski fólks virðist frábrugðinn eftir því af hvaða stofni það er og við hvaða aðstæður það elst upp. 

Sú mikla óvissa sem tanngreiningarnar eru undirorpnar hefur þegar valdið barni sem sóttist eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi óþægindum. Stundin fjallaði um málið í fyrra, en þá hafði rúmlega 17 ára drengur verið sendur í tannrannsókn vegna þess að hann hafði framvísað persónuskilríkjum en ekki vegabréfi. Niðurstaða tanngreiningar var sú að drengurinn væri eldri en 18 ára. Það var ekki fyrr en drengurinn hafði fengið foreldra í heimalandi sínu til að senda sér útrunnið vegabréf ásamt fleiri skilríkjum og lögreglan yfirfarið skjölin sem Útlendingastofnun endurmat aldur drengsins. 

Upplýst samþykki barna?

Verksamningur HÍ og ÚTL vekur ýmsar spurningar. Samkvæmt 3. mgr. 26. gr. útlendingalaga skal „ávallt litið svo á við meðferð máls að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera undir lögaldri sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt“. Í vinnureglum Útlendingastofnunar um aldursgreiningar er sérstaklega áréttað að „stofnunin gengur út frá því að viðkomandi sé barn að aldri þar til og ef annað kemur í ljós á síðari stigum málsins“.  

Í 2. gr. draganna að verksamningi um aldursgreiningar milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar er sérstaklega tekið fram að tannlæknadeild HÍ skuli tryggja að „starfsfólk framfylgi ákvæðum laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997“. Í 27. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Hlífa ber börnum við ónauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum“. 

Samkvæmt 22. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru aðeins þeir sem eru sjálfráða samkvæmt ákvæðum lögræðislaga, þ.e. ekki börn heldur eldri en 18 ára, hæfir til að samþykkja þátttöku í vísindarannsókn. Vísindarannsóknir á börnum eru einungis heimilar að þröngum skilyrðum uppfylltum – skilyrðum sem ljóst er að ekki eru uppfyllt við líkamsrannsóknir til aldursgreiningar (þetta eru t.d. skilyrði um að forsjáraðili hafi veitt samþykki fyrir rannsókninni og að niðurstaða rannsóknar sé líkleg til að „bæta heilsu þátttakenda“).

Í 1. gr. verksamningsdraga Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands kemur fram að rannsókn skuli einungis fara fram „með upplýstu skriflegu samþykki“ hælisleitandans sem á í hlut. Í vísindasiðareglum skólans er sérstaklega fjallað um upplýst samþykki. Þar, rétt eins og í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, er aðeins gert ráð fyrir að fólk yfir lögræðisaldri sé fullfært um að veita upplýst samþykki.

Rektor segir tanngreiningar valkvæðar

Stundin sendi Jóni Atla Benediktssyni rektor fyrirspurn um samningsgerð Háskóla Íslands við Útlendingastofnun í september. Í svari sínu sagði Jón Atli að aldursgreining á tönnum væri „valkvæð og því óheimilt að þvinga viðkomandi til að gangast undir hana“. Stundin hefur undir höndum staðlaða boðun í tanngreiningu sem Útlendingastofnun hefur notast við. Þar segir meðal annars – aðeins á íslensku – að heimilt sé að neita því að gangast undir aldursgreiningu, en „neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn“. Slíkt felur í sér réttindamissi, enda er réttarstaða fylgdarlausra barna undir 18 ára aldri mun sterkari en staða hælisleitenda sem eru eldri en 18 ára. 

Í boðunarbréfinu er tekið fram að synjun á hælisumsókn geti ekki byggt einvörðungu á því að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu. Er hælisleitendum veittur sá möguleiki að haka við eftirfarandi afstöðu: „Ég neita að gangast undir aldursgreiningu á tönnum og geri mér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur á meðferð máls míns, synjun á umsókn um alþjóðlega vernd getur ekki byggst á því eingöngu að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu.“ Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í vísindasiðareglum Háskóla Íslands er lögð áhersla á að rannsakendur skuli forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur og gæta þess að fólk verði ekki fyrir skaða af þátttöku í rannsókn. Þátttakendur verði að geta tekið afstöðu „án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“ og rannsakendur skuli hafa hugfast að fólk sem tilheyri hópi í erfiðri stöðu sé ekki alltaf fært um að gæta hagsmuna sinna gagnvart rannsakendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár