Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Prófessorar bera hvor annan þungum sökum

Sig­urð­ur Yngvi Krist­ins­son braut siða­regl­ur þeg­ar hann tók Sigrúnu Helgu Lund úr kjarna­hópi blóð­skimunar­rann­sókn­ar. Hún seg­ir hann hafa reynt við sig og sýnt óvið­eig­andi hegð­un. Hann sak­ar hana um slíkt hið sama en jafn­framt lík­ams­árás.

Prófessorar bera hvor annan þungum sökum
Kastaðist í kekki Sigrún Helga Lund og Sigurður Yngvi Kristinsson unnu saman að verkefninu Blóðskimun til bjargar en deildu harkalega á vettvangi siðanefndar Háskóla Íslands. Mynd: Háskóli Íslands

„Því miður lét ég mína vanlíðan og persónulegu vandamál bitna á þér, okkar samvinnu og sérstaklega vináttu. Ég átta mig núna þegar ég hugsa þetta betur að ég hef verið eigingjarn og gríðarlega ósanngjarn gagnvart þér.“ 

Þannig komst Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, að orði í tölvupósti sem hann sendi Sigrúnu Helgu Lund, rannsóknarsérfræðingi í tölfræði sem starfaði undir honum í rannsóknarteymi, þann 5. október 2016. 

Sigrún ákvað nýlega að segja starfi sínu sem prófessor í líftölfræði lausu vegna óánægju með viðbrögð Háskóla Íslands við brotum Sigurðar Yngva á siðareglum. Að mati siðanefndar hafði Sigurður brotið gegn þremur greinum siðareglna með framgöngu sinni gagnvart Sigrúnu; í fyrsta lagi gr. 1.3.1 um að starfsfólk og nemendur Háskólans skuli sýna hver öðrum virðingu í framkomu, ræðu og riti; í öðru lagi gr. 1.3.4 um að starfsfólk og nemendur skuli vinna saman af heilindum og forðast að láta persónuleg tengsl og hagsmuni hafa áhrif á samvinnu og í þriðja lagi jafnræðisreglunni, gr. 1.3.2 um bann við mismunun. 

Siðanefndin taldi brot Sigurðar ekki alvarleg og vísaði flestum kæruliðum frá. Stundin hefur niðurstöðu siðanefndarinnar undir höndum, en hún varpar ljósi á vinnustaðamenninguna sem virðist hafa viðgengist innan rannsóknarhópsins sem Sigurður Yngvi stýrir.

Mergæxli af kynferðislegum toga

Um er að ræða umfangsmikið samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans og Krabbameinsfélagsins sem ber yfirskriftina Blóðskimun til bjargar/Þjóðarátak gegn mergæxlum. Gríðarlegar vonir hafa verið bundnar við verkefnið sem hefur fengið styrki frá alþjóðlegum rannsóknarsjóðum upp á hundruð milljóna. 

Í ákvörðun siðanefndarinnar kemur fram að skilaboð af kynferðislegum toga hafi tíðkast í netspjalli milli fólks sem kom að rannsóknarverkefninu og verið lögð fyrir nefndina. „Verður að benda á að það er meðal stjórnunarhlutverka yfirmanns að gæta þess að jafnvægi raskist ekki í vinnuhópi til dæmis vegna þess að vinnu og skemmtun er ekki haldið nægilega aðgreindum,“ segir í niðurstöðukaflanum. 

„Siðanefndin telur að yfirmaður verkefnis beri vissa ábyrgð þegar kemur að því hvers konar menning og samskipti fá að þróast innan starfshóps. Ætti yfirmaður að gæta sérstaklega að sinni þátttöku í slíkum samskiptum og jafnframt hafa frumkvæði að því að minna undirmenn sína á faglegheit í samskiptum. Þó að nefndin telji kærða ekki brotlegan hvað þetta varðar, þá þykir hafa skort á í þessu samhengi að kærði gætti á fullnægjandi hátt ábyrgðar yfirmanns.“

Viðreynsla á blóðlæknaþingi

Í kæru Sigrúnar Helgu til siðanefndar er kvartað undan fjölmörgum atriðum er varða samstarf þeirra Sigurðar. Sigrún sakar meðal annars Sigurð um að hafa valdið henni tjóni með því að tilgreina hana ekki sem meðhöfund að greinum sem eiga að birtast í tengslum við verkefnið Blóðskimun til bjargar. Þá hafi Sigurður látið undir höfuð leggjast að skrá vinnutíma sem hún átti að fá greitt fyrir, eignað sér heiðurinn af vinnu hennar, gert lítið úr hennar framlagi til verkefnisins, lagt á hana óeðlilegt vinnuálag, valdið henni tilfinningaskaða og svert mannorð hennar. 

Að sögn Sigrúnar varð breyting á samskiptum þeirra Sigurðar Yngva í upphafi ársins 2016 þegar hann sýndi henni „óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga“ sem olli henni óþægindum. Fram kemur í kæru Sigrúnar að hún hafi tekið að merkja breytingar í hegðun Sigurðar en í fyrstu afgreitt þær „sem óviðeigandi „dónabrandara“ án nokkurrar innistæðu“. Viðhorf hennar til hegðunarinnar hafi hins vegar breyst snarlega aðfaranótt 17. apríl 2016 „þegar Sigurður kyssti Sigrúnu fyrir utan heimili sitt og reyndi að fá hana með sér inn“.

Hún segir sams konar atvik svo hafa átt sér stað á blóðlæknaþingi í Kaupmannahöfn 10. júní sama ár. Síðar um sumarið hafi svo Sigurður tilkynnt Sigrúnu að hann yrði að taka hana út úr kjarnahópi blóðskimunarrannsóknarinnar og halda henni utan tölvupóstssamskipta og hópsamræðna um verkefnið. Slík fjarlægð væri nauðsynleg svo hann gæti bjargað hjónabandi sínu. 

Sendi harðort uppsagnarbréf

Sigrún sendi Sigurði uppsagnarbréf þann 2. október 2016. „Síðast en ekki síst þá get ég ekki starfað með manni sem réttlætir það að kyssa og reyna að sofa hjá undirmönnum sínum – eða vinum, með því að hann hafi verið graður,“ segir í tölvupósti Sigrúnar til Sigurðar. Í framhaldinu töluðu þau saman og Sigurður bauð Sigrúnu að koma aftur að fullu inn í rannsóknina og fá launahækkun. 

Eftir það segir Sigrún að Sigurður hafi haldið áfram meiðandi framkomu og dembt á hana óeðlilega mikilli vinnu. Steininn hafi svo tekið úr þegar Sigurður og Sigrún fóru ásamt fleirum á ráðstefnu bandaríska blóðsjúkdómafélagsins í San Diego árið 2016 og ný kærasta Sigurðar var með í för. „Þarna varð Sigrúnu allri lokið. Allt tal um að bjarga hjónabandinu, og réttlætingar hans á meiðandi framkomu sinni og útskúfun var augljóslega yfirskyn,“ segir í kæru Sigrúnar. Á þessum tímapunkti sendi Sigrún Sigurði aftur uppsagnarbréf, tilkynnti erlendum samstarfsaðilum að forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi þeirra væru brostnar og fór þegar í stað heim af ráðstefnunni. 

Að sögn Sigrúnar hélt Sigurður áfram að koma illa fram við hana og sýndi henni tillitsleysi þegar persónuleg áföll dundu yfir í lífi hennar. Þann 2. janúar 2017 hafi komið til harðra orðaskipta á skrifstofu Sigurðar og Sigrún slegið hann. 

Sigurður lýsir atvikum með allt öðrum hætti

Atvikalýsingar Sigurðar Yngva eru mjög frábrugðnar frásögn Sigrúnar. Hann hefur vísað því alfarið á bug að hafa áreitt Sigrúnu og fullyrðir að í báðum tilvikunum sem Sigrún vísar til – annars vegar fyrir utan heimili hans og hins vegar á blóðlæknaþinginu í Kaupmannahöfn – hafi hún sjálf átt frumkvæðið. 

„Hið rétta sé að kærandi hafi sent kærða og fleiri í rannsóknarteyminu óviðeigandi skilaboð og mörg af kynferðislegum toga með alls kyns ummælum, þ.á.m. um kynfæri kærða og leggur fram dæmi þar um,“ segir í reifun siðanefndar á sjónarmiðum kærða. „Segir hann kæranda hafa verið mjög opinskáa um lýsingar á einkalífi sínu og samskiptum við karlmenn. Hann hafi kosið að leiða þessa framkomu hjá sér en upplýsi um hana nú í ljósi ásakana kæranda. Orð kæranda um hneykslun hennar séu því í engu samhengi við hennar eigin framgöngu og eigin skilaboð.“ 

Vitni sagði Sigrúnu hafa slegið hann ítrekað

Að sögn Sigurðar benti ekkert til annars en að Sigrún væri sátt við þá breytingu að hætta í kjarnahópi rannsóknarteymisins. Breytt tilhögun upplýsingaflæðis og samskipta hafi verið með vitund og vilja hennar og hluti af samkomulagi um breytt vinnulag. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
1
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
8
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.
„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“
9
Allt af létta

„Við er­um ekki að taka upp stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í út­lend­inga­mál­um“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það bull að um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd ógni inn­við­um á Ís­landi. Sam­fylk­ing­in hafi sína stefnu sem sé sam­þykkt á lands­fundi og hafi ekki breyst í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns í hlað­varp­inu Ein pæl­ing á dög­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
3
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
5
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
7
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
8
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
9
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.
Fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var meðmælandi Lúðvíks
10
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ var með­mæl­andi Lúð­víks

Gunn­ar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, var með­mæl­andi Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf sviðs­stjóra hjá bæn­um. Lúð­vík Örn hef­ur um ára­bil gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Meiri­hlut­inn í Garða­bæ ákvað að ráða Lúð­vík Örn fram yf­ir konu sem er bæj­ar­rit­ari í Mos­fells­bæ.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
4
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
9
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu