Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Prófessorar bera hvor annan þungum sökum

Sig­urð­ur Yngvi Krist­ins­son braut siða­regl­ur þeg­ar hann tók Sigrúnu Helgu Lund úr kjarna­hópi blóð­skimunar­rann­sókn­ar. Hún seg­ir hann hafa reynt við sig og sýnt óvið­eig­andi hegð­un. Hann sak­ar hana um slíkt hið sama en jafn­framt lík­ams­árás.

Prófessorar bera hvor annan þungum sökum
Kastaðist í kekki Sigrún Helga Lund og Sigurður Yngvi Kristinsson unnu saman að verkefninu Blóðskimun til bjargar en deildu harkalega á vettvangi siðanefndar Háskóla Íslands. Mynd: Háskóli Íslands

„Því miður lét ég mína vanlíðan og persónulegu vandamál bitna á þér, okkar samvinnu og sérstaklega vináttu. Ég átta mig núna þegar ég hugsa þetta betur að ég hef verið eigingjarn og gríðarlega ósanngjarn gagnvart þér.“ 

Þannig komst Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, að orði í tölvupósti sem hann sendi Sigrúnu Helgu Lund, rannsóknarsérfræðingi í tölfræði sem starfaði undir honum í rannsóknarteymi, þann 5. október 2016. 

Sigrún ákvað nýlega að segja starfi sínu sem prófessor í líftölfræði lausu vegna óánægju með viðbrögð Háskóla Íslands við brotum Sigurðar Yngva á siðareglum. Að mati siðanefndar hafði Sigurður brotið gegn þremur greinum siðareglna með framgöngu sinni gagnvart Sigrúnu; í fyrsta lagi gr. 1.3.1 um að starfsfólk og nemendur Háskólans skuli sýna hver öðrum virðingu í framkomu, ræðu og riti; í öðru lagi gr. 1.3.4 um að starfsfólk og nemendur skuli vinna saman af heilindum og forðast að láta persónuleg tengsl og hagsmuni hafa áhrif á samvinnu og í þriðja lagi jafnræðisreglunni, gr. 1.3.2 um bann við mismunun. 

Siðanefndin taldi brot Sigurðar ekki alvarleg og vísaði flestum kæruliðum frá. Stundin hefur niðurstöðu siðanefndarinnar undir höndum, en hún varpar ljósi á vinnustaðamenninguna sem virðist hafa viðgengist innan rannsóknarhópsins sem Sigurður Yngvi stýrir.

Mergæxli af kynferðislegum toga

Um er að ræða umfangsmikið samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans og Krabbameinsfélagsins sem ber yfirskriftina Blóðskimun til bjargar/Þjóðarátak gegn mergæxlum. Gríðarlegar vonir hafa verið bundnar við verkefnið sem hefur fengið styrki frá alþjóðlegum rannsóknarsjóðum upp á hundruð milljóna. 

Í ákvörðun siðanefndarinnar kemur fram að skilaboð af kynferðislegum toga hafi tíðkast í netspjalli milli fólks sem kom að rannsóknarverkefninu og verið lögð fyrir nefndina. „Verður að benda á að það er meðal stjórnunarhlutverka yfirmanns að gæta þess að jafnvægi raskist ekki í vinnuhópi til dæmis vegna þess að vinnu og skemmtun er ekki haldið nægilega aðgreindum,“ segir í niðurstöðukaflanum. 

„Siðanefndin telur að yfirmaður verkefnis beri vissa ábyrgð þegar kemur að því hvers konar menning og samskipti fá að þróast innan starfshóps. Ætti yfirmaður að gæta sérstaklega að sinni þátttöku í slíkum samskiptum og jafnframt hafa frumkvæði að því að minna undirmenn sína á faglegheit í samskiptum. Þó að nefndin telji kærða ekki brotlegan hvað þetta varðar, þá þykir hafa skort á í þessu samhengi að kærði gætti á fullnægjandi hátt ábyrgðar yfirmanns.“

Viðreynsla á blóðlæknaþingi

Í kæru Sigrúnar Helgu til siðanefndar er kvartað undan fjölmörgum atriðum er varða samstarf þeirra Sigurðar. Sigrún sakar meðal annars Sigurð um að hafa valdið henni tjóni með því að tilgreina hana ekki sem meðhöfund að greinum sem eiga að birtast í tengslum við verkefnið Blóðskimun til bjargar. Þá hafi Sigurður látið undir höfuð leggjast að skrá vinnutíma sem hún átti að fá greitt fyrir, eignað sér heiðurinn af vinnu hennar, gert lítið úr hennar framlagi til verkefnisins, lagt á hana óeðlilegt vinnuálag, valdið henni tilfinningaskaða og svert mannorð hennar. 

Að sögn Sigrúnar varð breyting á samskiptum þeirra Sigurðar Yngva í upphafi ársins 2016 þegar hann sýndi henni „óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga“ sem olli henni óþægindum. Fram kemur í kæru Sigrúnar að hún hafi tekið að merkja breytingar í hegðun Sigurðar en í fyrstu afgreitt þær „sem óviðeigandi „dónabrandara“ án nokkurrar innistæðu“. Viðhorf hennar til hegðunarinnar hafi hins vegar breyst snarlega aðfaranótt 17. apríl 2016 „þegar Sigurður kyssti Sigrúnu fyrir utan heimili sitt og reyndi að fá hana með sér inn“.

Hún segir sams konar atvik svo hafa átt sér stað á blóðlæknaþingi í Kaupmannahöfn 10. júní sama ár. Síðar um sumarið hafi svo Sigurður tilkynnt Sigrúnu að hann yrði að taka hana út úr kjarnahópi blóðskimunarrannsóknarinnar og halda henni utan tölvupóstssamskipta og hópsamræðna um verkefnið. Slík fjarlægð væri nauðsynleg svo hann gæti bjargað hjónabandi sínu. 

Sendi harðort uppsagnarbréf

Sigrún sendi Sigurði uppsagnarbréf þann 2. október 2016. „Síðast en ekki síst þá get ég ekki starfað með manni sem réttlætir það að kyssa og reyna að sofa hjá undirmönnum sínum – eða vinum, með því að hann hafi verið graður,“ segir í tölvupósti Sigrúnar til Sigurðar. Í framhaldinu töluðu þau saman og Sigurður bauð Sigrúnu að koma aftur að fullu inn í rannsóknina og fá launahækkun. 

Eftir það segir Sigrún að Sigurður hafi haldið áfram meiðandi framkomu og dembt á hana óeðlilega mikilli vinnu. Steininn hafi svo tekið úr þegar Sigurður og Sigrún fóru ásamt fleirum á ráðstefnu bandaríska blóðsjúkdómafélagsins í San Diego árið 2016 og ný kærasta Sigurðar var með í för. „Þarna varð Sigrúnu allri lokið. Allt tal um að bjarga hjónabandinu, og réttlætingar hans á meiðandi framkomu sinni og útskúfun var augljóslega yfirskyn,“ segir í kæru Sigrúnar. Á þessum tímapunkti sendi Sigrún Sigurði aftur uppsagnarbréf, tilkynnti erlendum samstarfsaðilum að forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi þeirra væru brostnar og fór þegar í stað heim af ráðstefnunni. 

Að sögn Sigrúnar hélt Sigurður áfram að koma illa fram við hana og sýndi henni tillitsleysi þegar persónuleg áföll dundu yfir í lífi hennar. Þann 2. janúar 2017 hafi komið til harðra orðaskipta á skrifstofu Sigurðar og Sigrún slegið hann. 

Sigurður lýsir atvikum með allt öðrum hætti

Atvikalýsingar Sigurðar Yngva eru mjög frábrugðnar frásögn Sigrúnar. Hann hefur vísað því alfarið á bug að hafa áreitt Sigrúnu og fullyrðir að í báðum tilvikunum sem Sigrún vísar til – annars vegar fyrir utan heimili hans og hins vegar á blóðlæknaþinginu í Kaupmannahöfn – hafi hún sjálf átt frumkvæðið. 

„Hið rétta sé að kærandi hafi sent kærða og fleiri í rannsóknarteyminu óviðeigandi skilaboð og mörg af kynferðislegum toga með alls kyns ummælum, þ.á.m. um kynfæri kærða og leggur fram dæmi þar um,“ segir í reifun siðanefndar á sjónarmiðum kærða. „Segir hann kæranda hafa verið mjög opinskáa um lýsingar á einkalífi sínu og samskiptum við karlmenn. Hann hafi kosið að leiða þessa framkomu hjá sér en upplýsi um hana nú í ljósi ásakana kæranda. Orð kæranda um hneykslun hennar séu því í engu samhengi við hennar eigin framgöngu og eigin skilaboð.“ 

Vitni sagði Sigrúnu hafa slegið hann ítrekað

Að sögn Sigurðar benti ekkert til annars en að Sigrún væri sátt við þá breytingu að hætta í kjarnahópi rannsóknarteymisins. Breytt tilhögun upplýsingaflæðis og samskipta hafi verið með vitund og vilja hennar og hluti af samkomulagi um breytt vinnulag. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu