Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær

Út­lend­inga­stofn­un er í mikl­um vand­ræð­um með hús­næði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur hér á landi og því dvelja nú tæp­lega 200 þeirra á hót­el­um og gisti­heim­il­um víðs­veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í ná­grenni þess. Yf­ir 600 hæl­is­leit­end­ur bíða ör­laga sinna á Ís­landi og þeim fjölg­ar í hverri viku.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær
Fjölgar í viku hverri Hælisleitendum fjölgar í viku hverri hér á landi en í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins.

Gríðarleg fjölgun hælisumsókna hér á landi hefur komið flatt upp á Útlendingastofnun sem hefur verið í miklum vandræðum með húsnæði síðustu vikurnar. Í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins en þar af voru fjórar fjölskyldur sem töldu 31 einstakling samkvæmt heimildum Stundarinnar. Þessi aukning hefur valdið því að Útlendingastofnun hefur þurft að grípa til þess ráðs að hýsa fólk á hótelum og gistiheimilum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

Þeir hælisleitendur sem komu til landsins í gær fengu úthlutuð herbergi á gistiheimilinu Airport Inn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auk þeirra fengu átta aðrir hælisleitendur gistingu á sama stað og því gista nú 44 hælisleitendur á umræddu gistiheimili.

Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun var heildarfjöldi hælisumsókna á fyrstu níu mánuðum ársins 561 sem gerir árið að metári í þessu sambandi en samkvæmt sömu upplýsingum er helmingur þeirra umsókna frá íbúum Vestur-Balkanskagans, t.d. frá Albaníu og Makedóníu. Rúmlega 600 einstaklingar njóta þjónustu í hæliskerfinu um þessar mundir en þar af eru um 190 manns í þjónustu hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Stofnun sjálf veitir rúmlega 400 hælisleitendum þjónustu en af þeim dvelja, samkvæmt heimildum Stundarinnar, tæplega 200 á hótelum og gistiheimilum.

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá vinnur Útlendingastofnun að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi, þar sem Lögregluskóli ríkisins var áður til húsa. Með opnun þess er ætlun Útlendingastofnunar að draga úr þeim fjölda sem dvelur á gistiheimilum og hótelum en þá segist stofnunin jafnframt vinna að fleiri úrræðum.

„Gistiskýlið á Krókhálsi verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að úrræðið muni rúma allt að 75 manns. Þjónusta í gistiskýlinu verður með öðru sniði en í öðrum búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunar að því leyti að þeir sem þar dvelja verða einnig í fullu fæði,“ segir á vef Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár