Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær

Út­lend­inga­stofn­un er í mikl­um vand­ræð­um með hús­næði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur hér á landi og því dvelja nú tæp­lega 200 þeirra á hót­el­um og gisti­heim­il­um víðs­veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í ná­grenni þess. Yf­ir 600 hæl­is­leit­end­ur bíða ör­laga sinna á Ís­landi og þeim fjölg­ar í hverri viku.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær
Fjölgar í viku hverri Hælisleitendum fjölgar í viku hverri hér á landi en í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins.

Gríðarleg fjölgun hælisumsókna hér á landi hefur komið flatt upp á Útlendingastofnun sem hefur verið í miklum vandræðum með húsnæði síðustu vikurnar. Í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins en þar af voru fjórar fjölskyldur sem töldu 31 einstakling samkvæmt heimildum Stundarinnar. Þessi aukning hefur valdið því að Útlendingastofnun hefur þurft að grípa til þess ráðs að hýsa fólk á hótelum og gistiheimilum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

Þeir hælisleitendur sem komu til landsins í gær fengu úthlutuð herbergi á gistiheimilinu Airport Inn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auk þeirra fengu átta aðrir hælisleitendur gistingu á sama stað og því gista nú 44 hælisleitendur á umræddu gistiheimili.

Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun var heildarfjöldi hælisumsókna á fyrstu níu mánuðum ársins 561 sem gerir árið að metári í þessu sambandi en samkvæmt sömu upplýsingum er helmingur þeirra umsókna frá íbúum Vestur-Balkanskagans, t.d. frá Albaníu og Makedóníu. Rúmlega 600 einstaklingar njóta þjónustu í hæliskerfinu um þessar mundir en þar af eru um 190 manns í þjónustu hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Stofnun sjálf veitir rúmlega 400 hælisleitendum þjónustu en af þeim dvelja, samkvæmt heimildum Stundarinnar, tæplega 200 á hótelum og gistiheimilum.

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá vinnur Útlendingastofnun að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi, þar sem Lögregluskóli ríkisins var áður til húsa. Með opnun þess er ætlun Útlendingastofnunar að draga úr þeim fjölda sem dvelur á gistiheimilum og hótelum en þá segist stofnunin jafnframt vinna að fleiri úrræðum.

„Gistiskýlið á Krókhálsi verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að úrræðið muni rúma allt að 75 manns. Þjónusta í gistiskýlinu verður með öðru sniði en í öðrum búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunar að því leyti að þeir sem þar dvelja verða einnig í fullu fæði,“ segir á vef Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu