Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær

Út­lend­inga­stofn­un er í mikl­um vand­ræð­um með hús­næði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur hér á landi og því dvelja nú tæp­lega 200 þeirra á hót­el­um og gisti­heim­il­um víðs­veg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í ná­grenni þess. Yf­ir 600 hæl­is­leit­end­ur bíða ör­laga sinna á Ís­landi og þeim fjölg­ar í hverri viku.

Metár í fjölda hælisumsókna: 36 hælisleitendur komu til landsins í gær
Fjölgar í viku hverri Hælisleitendum fjölgar í viku hverri hér á landi en í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins.

Gríðarleg fjölgun hælisumsókna hér á landi hefur komið flatt upp á Útlendingastofnun sem hefur verið í miklum vandræðum með húsnæði síðustu vikurnar. Í gær komu 36 nýir hælisleitendur til landsins en þar af voru fjórar fjölskyldur sem töldu 31 einstakling samkvæmt heimildum Stundarinnar. Þessi aukning hefur valdið því að Útlendingastofnun hefur þurft að grípa til þess ráðs að hýsa fólk á hótelum og gistiheimilum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

Þeir hælisleitendur sem komu til landsins í gær fengu úthlutuð herbergi á gistiheimilinu Airport Inn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auk þeirra fengu átta aðrir hælisleitendur gistingu á sama stað og því gista nú 44 hælisleitendur á umræddu gistiheimili.

Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun var heildarfjöldi hælisumsókna á fyrstu níu mánuðum ársins 561 sem gerir árið að metári í þessu sambandi en samkvæmt sömu upplýsingum er helmingur þeirra umsókna frá íbúum Vestur-Balkanskagans, t.d. frá Albaníu og Makedóníu. Rúmlega 600 einstaklingar njóta þjónustu í hæliskerfinu um þessar mundir en þar af eru um 190 manns í þjónustu hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Stofnun sjálf veitir rúmlega 400 hælisleitendum þjónustu en af þeim dvelja, samkvæmt heimildum Stundarinnar, tæplega 200 á hótelum og gistiheimilum.

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá vinnur Útlendingastofnun að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi, þar sem Lögregluskóli ríkisins var áður til húsa. Með opnun þess er ætlun Útlendingastofnunar að draga úr þeim fjölda sem dvelur á gistiheimilum og hótelum en þá segist stofnunin jafnframt vinna að fleiri úrræðum.

„Gistiskýlið á Krókhálsi verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að úrræðið muni rúma allt að 75 manns. Þjónusta í gistiskýlinu verður með öðru sniði en í öðrum búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunar að því leyti að þeir sem þar dvelja verða einnig í fullu fæði,“ segir á vef Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár