Lögfræðingurinn sem kærður hefur verið fyrir að bera lögreglufulltrúa úr fíkniefnadeild og fyrrverandi samstarfsmann sinn röngum sökum hefur verið ráðinn sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann sótti búninginn sinn á lögreglustöðina á Hverfisgötu í gær.
„Já, það er alveg hárrétt hjá þér. Ég er með löggugallann hérna aftur í skotti og sótti hann í dag. Ég er að fara að leysa af í mánuð í Vík í Mýrdal. Endurkoma mín í lögregluna er nú ekki meiri en svo,“ sagði lögfræðingurinn þegar Stundin hafði samband við hann í gær. Maðurinn er fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildar. Hann sótti um starf lögreglufulltrúa fyrir nokkrum mánuðum en fékk ekki.
RÚV greindi stuttlega frá máli lögfræðingsins áðan en fjallað verður ítarlega um málefni fíkniefnadeildar í blaði Stundarinnar sem kemur út á fimmtudaginn.
Fram kemur í styttri útgáfu af niðurfellingarbréfi héraðssaksóknara í máli lögreglufulltrúans, sem hreinsaður hefur verið af ásökunum um brot í starfi, að umræddur lögfræðingur hafi haft samband við ríkissaksóknara í fyrra og sagst vera umbjóðandi aðila sem byggi yfir upplýsingum um „meint brot ákveðins/ákveðinna lögreglumanna“ sem gegndu stöðum yfirmanna í ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kom að umbjóðandinn hefði áhuga á að deila upplýsingunum ef hægt væri að gera ákveðna fyrirvara vegna þess framburðar sem hann myndi gefa
Athugasemdir