Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Með löggugallann hérna aftur í skotti“

Lög­fræð­ing­ur, sem kærð­ur hef­ur ver­ið fyr­ir að bera fyrr­ver­andi lög­reglu­full­trúa úr fíkni­efna­deild röng­um sök­um, verð­ur af­leys­inga­mað­ur hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi næstu vik­urn­ar. Hann sótti bún­ing­inn sinn á lög­reglu­stöð­ina á Hverf­is­götu í gær.

„Með löggugallann hérna aftur í skotti“

Lögfræðingurinn sem kærður hefur verið fyrir að bera lögreglufulltrúa úr fíkniefnadeild og fyrrverandi samstarfsmann sinn röngum sökum hefur verið ráðinn sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann sótti búninginn sinn á lögreglustöðina á Hverfisgötu í gær. 

„Já, það er alveg hárrétt hjá þér. Ég er með löggugallann hérna aftur í skotti og sótti hann í dag. Ég er að fara að leysa af í mánuð í Vík í Mýrdal. Endurkoma mín í lögregluna er nú ekki meiri en svo,“ sagði lögfræðingurinn þegar Stundin hafði samband við hann í gær. Maðurinn er fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildar. Hann sótti um starf lögreglufulltrúa fyrir nokkrum mánuðum en fékk ekki. 

RÚV greindi stuttlega frá máli lögfræðingsins áðan en fjallað verður ítarlega um málefni fíkniefnadeildar í blaði Stundarinnar sem kemur út á fimmtudaginn.

Fram kemur í styttri útgáfu af niðurfellingarbréfi héraðssaksóknara í máli lögreglufulltrúans, sem hreinsaður hefur verið af ásökunum um brot í starfi, að umræddur lögfræðingur hafi haft samband við ríkissaksóknara í fyrra og sagst vera umbjóðandi aðila sem byggi yfir upplýsingum um „meint brot ákveðins/ákveðinna lögreglumanna“ sem gegndu stöðum yfirmanna í ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kom að umbjóðandinn hefði áhuga á að deila upplýsingunum ef hægt væri að gera ákveðna fyrirvara vegna þess framburðar sem hann myndi gefa 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár