Fyrirtækið Matorka sakar fjölmiðla um neikvæðan áróður í umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til laga um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Fram kemur að fyrirtækið hafi þurft að þola einhliða fréttaflutning sem byggi á rangfærslum. Hér er líklega vísað til umfjöllunar fjölmiðla um fjárfestingarsamninginn sem ríkisstjórn Íslands gerði við Matorku þann 20. febrúar síðastliðinn vegna bleikjueldis á Reykjanesi, í kjördæmi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem undirritaði samninginn fyrir hönd ríkissjóðs án þess að fjallað hefði verið um hann á Alþingi. Málið vakti mikla athygli og gagnrýndi Landssamband fiskeldisstöðva samningsgerðina harðlega.
Samningur kveður á um 700 milljónir kr.
„Að ívilnun félagsins sé yfir 700 mkr. er hreinasta þvæla. Hún getur að hámarki orðið 425 m.kr. ef áætlanir ganga eftir,“ segir í erindi fyrirtækisins til atvinnuveganefndar.
Samkvæmt þeim samningi sem undirritaður hefur verið fær fyrirtækið ríkisaðstoð, í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum, upp á tæpar 430 milljónir króna auk þjálfunarstyrks sem gæti orðið allt að 2 milljónir evra, eða 295 milljónir íslenskra króna. „Ríkisstjórnin mun eftir fremsta
Athugasemdir