Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon

Starfs­menn United Silicon kvarta und­an bág­um vinnu­að­stæð­um en einn þeirra fékk rafst­uð í gær og þurfti að leita að­hlynn­ing­ar á sjúkra­hús. Stund­in hef­ur und­ir hönd­um mynd­skeið úr verk­smiðj­unni sem sýn­ir mis­tök og mikla meng­un.

Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon
United Silicon Mikil mengun berst frá verksmiðjunni en íbúar í Reykjanesbæ hafa meðal annars kvartað undan stækri brunalykt.

Starfsmaður í kísilmálmverksmiðju United Silicon fékk rafstuð í gær og þurfti að leita aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en samkvæmt upplýsingum frá bæði Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni á Suðurnesjum þá var atvikið ekki tilkynnt til þeirra. Samkvæmt svæðisskrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ var vinnuslysið heldur ekki tilkynnt til þeirra. Möguleiki sé þó að það hafi verið tilkynnt til starfsmanna Vinnueftirlitsins í Reykjavík en beðið er eftir staðfestingu þess efnis.

Óskað var eftir upplýsingum frá United Silicon í tengslum við vinnuslysið og önnur vandræði sem upp hafa komið á undanförnum dögum en enginn svaraði á skrifstofu félagsins. Haft var samband við almannatengil United Silicon, þann sama og skrifaði síðustu yfirlýsingu verksmiðjunnar, en sá benti á framkvæmdastjóra hjá félaginu sem ekki gat svarað vegna fundahalda.

Meiri mengun framundan

Vinnuslysið er ekki það eina sem hefur komið upp á því spennir fór í verksmiðjunni í gærmorgun með þeim afleiðingum að slökkva þurfti á ofni United Silicon. Ofninn og útblásturinn frá honum hefur vakið miklar deilur í Reykjanesbæ. Stundin hefur greint ítarlega frá vandræðum United Silicon undanfarnar vikur og mánuði en talsmenn verksmiðjunnar segja að aðeins sé um að ræða tímabundið ástand; um leið og ofninn nær kjörhita hætti verksmiðjan að menga yfir íbúabyggð í Reykjanesbæ.

Þá hafa talsmenn þess einnig bent á loftgæðamæla en líkt og Stundin hefur greint frá voru staðsetningar þeirra ákveðnar út frá loftdreifilíkani sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Íbúar í grennd við verksmiðjuna fóru aftur að finna fyrir brunalykt í gærkvöldi og í morgun vegna norðanáttar sem blæs menguninni yfir byggðina og hefur verið kvartað undan henni í hópi íbúa á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur vindátt verið að sunnan, sem dreifir menguninni yfir Faxaflóann fremur en yfir byggð.

Keimlík mál í Helguvík og Valby

Svo má ekki gleyma pólska verktakafyrirtækinu Metal Mont sem gerði tilboð í afmarkaða verkþætti í United Silicon en Halldór Grönvald, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við samning pólska fyrirtækisins við United Silicon og önnur fyrirliggjandi gögn stæðust kjör verkamannanna ekki lágmarkskröfur kjarasamninga og laga sem gilda á Íslandi. Enn fremur væri samningurinn til þess gerður að komast hjá því að greiða opinber gjöld á Íslandi.

Svo virðist sem að málið sé keimlíkt því sem Stundin greindi frá þann 20. júlí. Þar kom fram að aðaleigandi United Silicon, Magnús Garðarsson, hafi stundað vafasöm viðskipti í Danmörku sem kostuðu hann starf hans hjá dönsku verkfræðistofunni COWI. Þá var fyrirtæki í hans eigu einnig sektað um tæpar sjö milljónir króna vegna brota á réttindum pólskra verkamanna sem unnu við byggingu og framkvæmdir við íbúðir í Valby í Danmörku.

Lögreglan og Magnús
Lögreglan og Magnús Stéttarfélög í Danmörku sögðu Magnús brjóta kjarasamninga þar í landi vegna pólskrar starfsmannaleigu. Sama virðist uppi á teningnum í Helguvík.

Hundeltur af dönskum stéttarfélögum

Magnús var eltur af dönskum stéttarfélögum en lögreglan var kölluð á vinnusvæðið vegna þessara brota auk þess sem danska stéttarfélagssambandið skipulagði mótmæli fyrir utan heimili viðskiptafélaga Magnúsar. Var meðferð Magnúsar sögð jaðra við mansal. Upp komst, samhliða þessu máli, að Magnús hafði keypt efni fyrir framkvæmdirnar í nafni COWI, þar sem hann sinnti aðeins hlutastarfi.

COWI var skrifað fyrir loftdreifilíkani United Silicon. Verkfræðistofan krafðist þess að nafn fyrirtækisins yrði afmáð úr matsskýrslu United Silicon, sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar, því þar kannaðist engin við að hafa búið til loftdreifilíkanið sem á skiljanlegra máli er kallað mengunarspá.

Vandræði ofan á vandræði

Það er því ekki hægt að segja að vandræði kísilmálmverksmiðju United Silicon séu að baki. Að minnsta kosti ekki ef marka má fréttir sem berast frá Helguvík. Það er þvert á yfirlýsingar fyrirtækisins sem hefur meðal annars sagt að einn af fjórum ofnum þess verði kominn í „fullt álag á allra næstu dögum“ en níu dagar eru frá því sú yfirlýsing var send á fjölmiðla. Þá taldi United Silicon einnig mikilvægt að það kæmi fram að starfsmenn þeirra hafi ekki „kvartað undan óþægindum vegna reyks eða lyktar.“

Ekki má svo gleyma þeim hálaunastörfum sem áttu að verða til við rekstur kísilmálmverksmiðjunnar þegar áform um starfrækslu hennar voru kynnt íbúum Reykjanesbæjar.

Með rykgrímur við hættuleg störf

Starfsmaður United Silicon sendi blaðamanni Stundarinnar meðfylgjandi myndskeið á dögunum en þar sést nokkurn veginn verkferillinn sem nú er viðhafður í Helguvík. Svo virðist sem að kísil sé hellt á gólf verksmiðjunnar og hann síðan brotinn upp og fluttur inn í gáma. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í þessu ferli því starfsmaðurinn sagði einn af bræðslupottum verksmiðjunnar hafa bráðnað við gólf hennar.

„Hann er bara þarna á gólfinu, bráðnaður fastur og kísill allt í kring. Það er eins og menn hafi ekki vitað almennilega hvað þeir voru að gera þegar þetta fór af stað. Þá á ég erfitt með að trúa því að þetta sé eðlilegur verkferill. Að hella kísil á gólfið. Það er kannski eðilegt en maður fær það ekki á tilfinninguna,“ sagði starfsmaðurinn sem í ljósi stöðu sinnar vildi ekki láta nafns síns getið.

Hvað loftgæði varðar sagði starfsmaðurinn að mengun væri svo mikil að svo gott sem ólíft væri inni í verksmiðjuhúsinu. Þar gangi menn um með rykgrímur sem þó komi að takmörkuðu gagni. Menn séu því að ræskja sig og „hrækja hori“, eins og hann orðaði það, í kaffi- og matmálstímum. Lítil sem engin loftræsting sé á vinnusvæðinu sjálfu, hún sé aðallega tengd við ofninn sjálfan.

„Þetta virðist stefna í martröð sem engan enda tekur.“

Íbúafundur á næstu dögum

Íbúar í Reykjanesbæ hafa krafist þess að bæjaryfirvöld blási til íbúafundar þar sem staðan í Helguvík verði rædd. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, tilkynnti á samfélagsmiðlum í morgun að bæjarráð myndi á morgun, 8. desember, ganga að óskum íbúa og ákveða hvenær slíkur íbúafundur yrði haldinn. Fundurinn verður því að veruleika en sú tillaga sem liggur fyrir miðar að því að halda hann í Hljómahöllinni þann 14. desember klukkan 20:00.

Fréttin verður uppfærð þegar upplýsingar berast frá United Silicon og Vinnueftirliti Ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár