Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fimm mál sem voru stöðvuð

Á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að ljúka lagði rík­is­stjórn­in fram fjölda um­deildra mála sem ekki náðu fram að ganga, einkum vegna þrýst­ings frá al­menn­ingi og stjórn­ar­and­stöð­unni.

Fimm mál sem voru stöðvuð

Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka lagði ríkisstjórnin fram fjölda umdeildra mála sem ekki náðu fram að ganga, einkum vegna þrýstings frá almenningi og stjórnarandstöðunni. Hér verður stiklað á stóru yfir þau helstu:

Sjúklingaskatturinn 

Í fyrsta fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var gert ráð fyrir að tekin væru upp legugjöld á spítölum og sjúklingar látnir greiða 1200 krónur á hvernig legudag. Með þessu stóð til að afla ríkissjóði um 300 milljóna tekna yfir fjárlagaárið en í sömu fjárlögum var lagt til að komugjöld heilsugæslustöðva yrðu hækkuð.

Bent var á að legugjöld á sjúkrahúsum myndu leggjast þyngst á öryrkja og ellilífeyrisþega. Ríkisstjórnin féll frá áformunum eftir að þau höfðu sætt harðri gagnrýni. Um svipað leyti féllst ríkisstjórnin loks á þá kröfu stjórnarandstöðunnar að atvinnulausir fengju desemberuppbót árið 2013 eins og tíðkast hafði árin á undan.

Náttúrupassinn

Í lok árs 2014 kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frumvarp til laga um svokallaðan náttúrupassa þar sem lagt var til að allir landsmenn og ferðamenn, 18 ára og eldri, yrðu látnir greiða 1.500 krónur fyrir skírteini til að mega fara inn á ferðamannastaði í eigu og umsjón ríkis og sveitarfélaga. Málið vakti strax mikla og neikvæða athygli, einkum eftir að greint var frá því að ef frumvarpið yrði að lögum þyrftu Íslendingar að kaupa náttúrupassa til að mega ganga um þjóðgarðinn á Þingvöllum sem hefur verið friðlýstur helgistaður allra Íslendinga frá árinu 1930. Ragnheiður Elín gaf loks hugmyndir um náttúrupassann upp á bátinn eftirmikinn þrýsting.

LÍN-frumvarpið

Með frumvarpi Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, til nýrra heildarlaga um námslán og námsstyrki var lagt til að tekjutenging afborgana af námslánum yrði afnumin, vextir allt að þrefaldaðir og námsstyrkur veittur öllum nemendum, óháð efnahag og þörf. Háskóli Íslands og fjöldi umsagnaraðila varaði við því að frumvarpið yrði óbreytt að lögum. Færðu þingmenn stjórnarandstöðunnar rök fyrir því að með gildistöku frumvarpsins yrði grafið undan lífskjörum stúdenta – einkum doktorsnema, einstæðra foreldra og tekjulágra – en jafnframt stuðlað að ójöfnuði og lægra menntunarstigi í landinu. Stúdentaráð Háskóla Íslands og fleiri hreyfingar hvöttu til þess að frumvarpið yrði keyrt í gegnum þingið á síðustu dögum þess. Sú varð ekki raunin vegna eindreginnar andstöðu stjórnarandstöðunnar. Lýsti Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, frumvarpinu sem „Thatcherisma“ og „kristaltæru dæmi um ótrúlega vont pólitískt hjartalag“.

Stórauknar virkjanaframkvæmdir

Stöðugur ágreiningur hefur ríkt um málefni rammaáætlunar og flokkun virkjanakosta á yfirstandandi kjörtímabili milli þingmanna stjórnarandstöðunnar og meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis. Þar hefur Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið í fararbroddi þeirra sem hafa viljað ganga lengra og gefa grænt ljós á miklu fleiri virkjanaframkvæmdir en verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur talið óhætt að ráðast í. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við ítrekuðum tilraunum stjórnarliða til að fara út fyrir ramma verkefnastjórnar rammaáætlunar. Fyrir vikið hafa Jón Gunnarsson og meirihluti atvinnuveganefndar ekki haft erindi sem erfiði.

Makrílfrumvarpið

Uppi varð fótur og fit þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, lagði fram frumvarp um að aflaheimildum í makríl, með söluverðmæti upp á rúma 70 milljarða, yrði úthlutað stórum útgerðarfélögum til sex ára á grundvelli veiðireynslu. Um leið var lagt til að ekki yrði hægt að breyta úthlutuninni nema með sex ára fyrirvara og þannig hendur næstu ríkisstjórna bundnar. Stundin greindi frá því í forsíðuúttekt að ef frumvarpið yrði að lögum fengju tíu eigendur útgerða 35 milljarða makrílkvíta úthlutaðan. Frumvarpið féll vægast sagt í grýttan jarðveg en 51 þúsund manns undir áskorun til for­seta Ís­lands um að vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á endanum dagaði frumvarpið uppi í atvinnuveganefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár