Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Töframaður lofar stórkostlegu þyngdartapi

Jón Víð­is Jak­obs­son töframað­ur seg­ir „sýnd­armaga­bands­að­gerð“ ekki kukl.

Töframaður lofar stórkostlegu þyngdartapi
Töframaður og dávaldur Jón Víðis segist hafa dáleitt þrjátíu manns sem tilraun fyrir meðferðinni.

Jón Víðis Jakobsson, töframaður að eigin sögn, lofar stórkostlegum árangri í þyngdartapi með svokallaðri „sýndarmagabandsaðgerð“ sem kostar 50 til 60 þúsund krónur.

Í samtali við Stundina þvertekur hann fyrir að um sé að ræða kukl. „Það fer ekkert fram annað en dáleiðsla svo fólk heldur ekki að það sé að fara í neina aðgerð.  Þetta er dáleiðsla og það sem þetta gerir er að hjálpa þér að borða minna,“ segir Jón Víðis. Hann neitar því að maginn minnki við dáleiðsluna. Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir segir í samtali við Stundina ekki vita til þess að nein rannsókn hafi sýnt fram á virkni dáleiðslu.

Kostuð umfjöllun í Fréttablaðinu

„Magabandsdáleiðsla er  sýndaraðgerð. Fólk er dáleitt til þess að hætta að borða þegar það er búið að fá nóg. Venjuleg magabandsaðgerð er skurðaðgerð sem er gerð til þess að fólk borði minna. Í sýndarmagabandsaðgerð er dáleiðslan notuð til að ná sama árangri án þeirra óþæginda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár