Jón Víðis Jakobsson, töframaður að eigin sögn, lofar stórkostlegum árangri í þyngdartapi með svokallaðri „sýndarmagabandsaðgerð“ sem kostar 50 til 60 þúsund krónur.
Í samtali við Stundina þvertekur hann fyrir að um sé að ræða kukl. „Það fer ekkert fram annað en dáleiðsla svo fólk heldur ekki að það sé að fara í neina aðgerð. Þetta er dáleiðsla og það sem þetta gerir er að hjálpa þér að borða minna,“ segir Jón Víðis. Hann neitar því að maginn minnki við dáleiðsluna. Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir segir í samtali við Stundina ekki vita til þess að nein rannsókn hafi sýnt fram á virkni dáleiðslu.
Kostuð umfjöllun í Fréttablaðinu
„Magabandsdáleiðsla er sýndaraðgerð. Fólk er dáleitt til þess að hætta að borða þegar það er búið að fá nóg. Venjuleg magabandsaðgerð er skurðaðgerð sem er gerð til þess að fólk borði minna. Í sýndarmagabandsaðgerð er dáleiðslan notuð til að ná sama árangri án þeirra óþæginda …
Athugasemdir