Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Stór hluti þátt­töku­gjalds­ins renn­ur beint til banda­ríska gróða­fyr­ir­tæk­is­ins sem stofn­aði hlaup­ið. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir Ís­lend­inga hafa gef­ið tölu­vert meira til góð­gerða­mála en gert er er­lend­is.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Einungis lítill hluti ágóðans af The Color Run, litahlaupsins sem haldið var um síðustu helgi, rennur til góðgerðamála. Á heimasíðu hlaupsins segir hins vegar að það sé tileinkað réttindum og velferð barna og í fréttum um hlaupið var því haldið fram að ágóðinn færi að mestu leyti til góðgerðamála. Alls verður fimm milljónum skipt á milli UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra, en ljóst er af fjölda þátttakenda og miðaverði að ágóðinn var töluvert hærri. Að sögn Davíðs Lúthers Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, fer stærstur hluti ágóðans í kostnað við skipulagningu og utanumhald og þá segir hann einkaleyfið frá bandaríska fyrirtækinu The Color Run sömuleiðis „rándýrt“. Vegna ákvæðis í samningnum við fyrirtækið má Davíð hins vegar ekki gefa upp hve mikið hann greiddi fyrir leyfið. 

Ekki mikill hagnaður
Ekki mikill hagnaður Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir stærstan hluta ágóðans hafa farið í kostnað við skipulagningu og utanumhald.

Dýr og umfangsmikill viðburður

Hluti þátttökugjalda rennur til góðgerðarsamtaka á Íslandi en eins og áður segir verður fimm milljónum úthlutað til UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra. Almennt þátttökugjald í hlaupið var hins vegar 6.499 krónur, unglingar greiddu 3.499 krónur og þá fengu börn átta ára og yngri frítt í hlaupið. 

Samkvæmt Davíð Lúther Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra hlaupsins hér á landi, seldust um 8500 miðar. Taka verður með í reikninginn að hluti þessara miða voru gjafamiðar og miðar seldir með afslætti. Gera má því ráð fyrir að ágóðinn af hlaupinu hafi verið einhvers staðar á bilinu 30 til 55 milljónir. Til viðbótar við þátttökugjöldin var ýmiss konar varningur til sölu í tengslum við hlaupið; litapakkar, tútú-pils og sólgleraugu. Þá fengu skipuleggjendur að auki styrki frá fyrirtækjum til þess að halda hlaupið. Lyfjafyrirtækið Alvogen var aðal bakhjarl hlaupsins á Íslandi, en aðrir samstarfsaðilar eru Brooks, Nýherji, Bai5 og Saffran. Davíð Lúther vill ekki gefa upp hversu miklir peningar fengjust með styrkjum. 

Davíð tekur hins vegar fram að það sé mikill misskilningur að halda því fram að hann sé ríkur maður eftir hlaupið. Mikill tími og peningur hafi farið í undirbúning en skipulagning viðburðarins tók meira en ár. „Við fengum allskonar varning að utan, til dæmis litahliðin og litapúðrið, og í því fólst mikill kostnaður. Síðan er það sviðið, plötusnúðar frá Danmörku, tólf dansarar, þrír kynnar og aðrir lykilstarfsmenn sem voru með okkur í þessu í heilt ár. Sex vikum fyrir hlaupið bættust við fleiri starfsmenn. Við þurftum að borga fyrir klósettaðstöðu, hreinsanir eftir hlaupið og svona gæti ég haldið endalaust áfram,“ segir Davíð. „Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

„Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

Gefa ekki upp hagnaðinn

The Color Run er bandarískt gróðafyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Bandaríkjamanninum Travis Snyder. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sannkallaða sigurför um heiminn en árið 2014 voru hlaupin 300 hlaup 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár