Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Stór hluti þátt­töku­gjalds­ins renn­ur beint til banda­ríska gróða­fyr­ir­tæk­is­ins sem stofn­aði hlaup­ið. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir Ís­lend­inga hafa gef­ið tölu­vert meira til góð­gerða­mála en gert er er­lend­is.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Einungis lítill hluti ágóðans af The Color Run, litahlaupsins sem haldið var um síðustu helgi, rennur til góðgerðamála. Á heimasíðu hlaupsins segir hins vegar að það sé tileinkað réttindum og velferð barna og í fréttum um hlaupið var því haldið fram að ágóðinn færi að mestu leyti til góðgerðamála. Alls verður fimm milljónum skipt á milli UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra, en ljóst er af fjölda þátttakenda og miðaverði að ágóðinn var töluvert hærri. Að sögn Davíðs Lúthers Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, fer stærstur hluti ágóðans í kostnað við skipulagningu og utanumhald og þá segir hann einkaleyfið frá bandaríska fyrirtækinu The Color Run sömuleiðis „rándýrt“. Vegna ákvæðis í samningnum við fyrirtækið má Davíð hins vegar ekki gefa upp hve mikið hann greiddi fyrir leyfið. 

Ekki mikill hagnaður
Ekki mikill hagnaður Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir stærstan hluta ágóðans hafa farið í kostnað við skipulagningu og utanumhald.

Dýr og umfangsmikill viðburður

Hluti þátttökugjalda rennur til góðgerðarsamtaka á Íslandi en eins og áður segir verður fimm milljónum úthlutað til UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra. Almennt þátttökugjald í hlaupið var hins vegar 6.499 krónur, unglingar greiddu 3.499 krónur og þá fengu börn átta ára og yngri frítt í hlaupið. 

Samkvæmt Davíð Lúther Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra hlaupsins hér á landi, seldust um 8500 miðar. Taka verður með í reikninginn að hluti þessara miða voru gjafamiðar og miðar seldir með afslætti. Gera má því ráð fyrir að ágóðinn af hlaupinu hafi verið einhvers staðar á bilinu 30 til 55 milljónir. Til viðbótar við þátttökugjöldin var ýmiss konar varningur til sölu í tengslum við hlaupið; litapakkar, tútú-pils og sólgleraugu. Þá fengu skipuleggjendur að auki styrki frá fyrirtækjum til þess að halda hlaupið. Lyfjafyrirtækið Alvogen var aðal bakhjarl hlaupsins á Íslandi, en aðrir samstarfsaðilar eru Brooks, Nýherji, Bai5 og Saffran. Davíð Lúther vill ekki gefa upp hversu miklir peningar fengjust með styrkjum. 

Davíð tekur hins vegar fram að það sé mikill misskilningur að halda því fram að hann sé ríkur maður eftir hlaupið. Mikill tími og peningur hafi farið í undirbúning en skipulagning viðburðarins tók meira en ár. „Við fengum allskonar varning að utan, til dæmis litahliðin og litapúðrið, og í því fólst mikill kostnaður. Síðan er það sviðið, plötusnúðar frá Danmörku, tólf dansarar, þrír kynnar og aðrir lykilstarfsmenn sem voru með okkur í þessu í heilt ár. Sex vikum fyrir hlaupið bættust við fleiri starfsmenn. Við þurftum að borga fyrir klósettaðstöðu, hreinsanir eftir hlaupið og svona gæti ég haldið endalaust áfram,“ segir Davíð. „Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

„Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

Gefa ekki upp hagnaðinn

The Color Run er bandarískt gróðafyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Bandaríkjamanninum Travis Snyder. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sannkallaða sigurför um heiminn en árið 2014 voru hlaupin 300 hlaup 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár