Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Stór hluti þátt­töku­gjalds­ins renn­ur beint til banda­ríska gróða­fyr­ir­tæk­is­ins sem stofn­aði hlaup­ið. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir Ís­lend­inga hafa gef­ið tölu­vert meira til góð­gerða­mála en gert er er­lend­is.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Einungis lítill hluti ágóðans af The Color Run, litahlaupsins sem haldið var um síðustu helgi, rennur til góðgerðamála. Á heimasíðu hlaupsins segir hins vegar að það sé tileinkað réttindum og velferð barna og í fréttum um hlaupið var því haldið fram að ágóðinn færi að mestu leyti til góðgerðamála. Alls verður fimm milljónum skipt á milli UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra, en ljóst er af fjölda þátttakenda og miðaverði að ágóðinn var töluvert hærri. Að sögn Davíðs Lúthers Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, fer stærstur hluti ágóðans í kostnað við skipulagningu og utanumhald og þá segir hann einkaleyfið frá bandaríska fyrirtækinu The Color Run sömuleiðis „rándýrt“. Vegna ákvæðis í samningnum við fyrirtækið má Davíð hins vegar ekki gefa upp hve mikið hann greiddi fyrir leyfið. 

Ekki mikill hagnaður
Ekki mikill hagnaður Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir stærstan hluta ágóðans hafa farið í kostnað við skipulagningu og utanumhald.

Dýr og umfangsmikill viðburður

Hluti þátttökugjalda rennur til góðgerðarsamtaka á Íslandi en eins og áður segir verður fimm milljónum úthlutað til UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra. Almennt þátttökugjald í hlaupið var hins vegar 6.499 krónur, unglingar greiddu 3.499 krónur og þá fengu börn átta ára og yngri frítt í hlaupið. 

Samkvæmt Davíð Lúther Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra hlaupsins hér á landi, seldust um 8500 miðar. Taka verður með í reikninginn að hluti þessara miða voru gjafamiðar og miðar seldir með afslætti. Gera má því ráð fyrir að ágóðinn af hlaupinu hafi verið einhvers staðar á bilinu 30 til 55 milljónir. Til viðbótar við þátttökugjöldin var ýmiss konar varningur til sölu í tengslum við hlaupið; litapakkar, tútú-pils og sólgleraugu. Þá fengu skipuleggjendur að auki styrki frá fyrirtækjum til þess að halda hlaupið. Lyfjafyrirtækið Alvogen var aðal bakhjarl hlaupsins á Íslandi, en aðrir samstarfsaðilar eru Brooks, Nýherji, Bai5 og Saffran. Davíð Lúther vill ekki gefa upp hversu miklir peningar fengjust með styrkjum. 

Davíð tekur hins vegar fram að það sé mikill misskilningur að halda því fram að hann sé ríkur maður eftir hlaupið. Mikill tími og peningur hafi farið í undirbúning en skipulagning viðburðarins tók meira en ár. „Við fengum allskonar varning að utan, til dæmis litahliðin og litapúðrið, og í því fólst mikill kostnaður. Síðan er það sviðið, plötusnúðar frá Danmörku, tólf dansarar, þrír kynnar og aðrir lykilstarfsmenn sem voru með okkur í þessu í heilt ár. Sex vikum fyrir hlaupið bættust við fleiri starfsmenn. Við þurftum að borga fyrir klósettaðstöðu, hreinsanir eftir hlaupið og svona gæti ég haldið endalaust áfram,“ segir Davíð. „Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

„Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

Gefa ekki upp hagnaðinn

The Color Run er bandarískt gróðafyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Bandaríkjamanninum Travis Snyder. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sannkallaða sigurför um heiminn en árið 2014 voru hlaupin 300 hlaup 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár