Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Stór hluti þátt­töku­gjalds­ins renn­ur beint til banda­ríska gróða­fyr­ir­tæk­is­ins sem stofn­aði hlaup­ið. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir Ís­lend­inga hafa gef­ið tölu­vert meira til góð­gerða­mála en gert er er­lend­is.

Lítill hluti ágóðans af The Color Run rennur til góðgerðamála

Einungis lítill hluti ágóðans af The Color Run, litahlaupsins sem haldið var um síðustu helgi, rennur til góðgerðamála. Á heimasíðu hlaupsins segir hins vegar að það sé tileinkað réttindum og velferð barna og í fréttum um hlaupið var því haldið fram að ágóðinn færi að mestu leyti til góðgerðamála. Alls verður fimm milljónum skipt á milli UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra, en ljóst er af fjölda þátttakenda og miðaverði að ágóðinn var töluvert hærri. Að sögn Davíðs Lúthers Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, fer stærstur hluti ágóðans í kostnað við skipulagningu og utanumhald og þá segir hann einkaleyfið frá bandaríska fyrirtækinu The Color Run sömuleiðis „rándýrt“. Vegna ákvæðis í samningnum við fyrirtækið má Davíð hins vegar ekki gefa upp hve mikið hann greiddi fyrir leyfið. 

Ekki mikill hagnaður
Ekki mikill hagnaður Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir stærstan hluta ágóðans hafa farið í kostnað við skipulagningu og utanumhald.

Dýr og umfangsmikill viðburður

Hluti þátttökugjalda rennur til góðgerðarsamtaka á Íslandi en eins og áður segir verður fimm milljónum úthlutað til UNICEF, Vertu næs verkefnis Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra. Almennt þátttökugjald í hlaupið var hins vegar 6.499 krónur, unglingar greiddu 3.499 krónur og þá fengu börn átta ára og yngri frítt í hlaupið. 

Samkvæmt Davíð Lúther Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra hlaupsins hér á landi, seldust um 8500 miðar. Taka verður með í reikninginn að hluti þessara miða voru gjafamiðar og miðar seldir með afslætti. Gera má því ráð fyrir að ágóðinn af hlaupinu hafi verið einhvers staðar á bilinu 30 til 55 milljónir. Til viðbótar við þátttökugjöldin var ýmiss konar varningur til sölu í tengslum við hlaupið; litapakkar, tútú-pils og sólgleraugu. Þá fengu skipuleggjendur að auki styrki frá fyrirtækjum til þess að halda hlaupið. Lyfjafyrirtækið Alvogen var aðal bakhjarl hlaupsins á Íslandi, en aðrir samstarfsaðilar eru Brooks, Nýherji, Bai5 og Saffran. Davíð Lúther vill ekki gefa upp hversu miklir peningar fengjust með styrkjum. 

Davíð tekur hins vegar fram að það sé mikill misskilningur að halda því fram að hann sé ríkur maður eftir hlaupið. Mikill tími og peningur hafi farið í undirbúning en skipulagning viðburðarins tók meira en ár. „Við fengum allskonar varning að utan, til dæmis litahliðin og litapúðrið, og í því fólst mikill kostnaður. Síðan er það sviðið, plötusnúðar frá Danmörku, tólf dansarar, þrír kynnar og aðrir lykilstarfsmenn sem voru með okkur í þessu í heilt ár. Sex vikum fyrir hlaupið bættust við fleiri starfsmenn. Við þurftum að borga fyrir klósettaðstöðu, hreinsanir eftir hlaupið og svona gæti ég haldið endalaust áfram,“ segir Davíð. „Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

„Það verður allavega ekki mikill hagnaður af þessu.“

Gefa ekki upp hagnaðinn

The Color Run er bandarískt gróðafyrirtæki sem var stofnað árið 2012 af Bandaríkjamanninum Travis Snyder. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sannkallaða sigurför um heiminn en árið 2014 voru hlaupin 300 hlaup 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár