Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Listinn reyndist ekki vera til

Ekki rétt að meiri­hluti fíkni­efna­deild­ar hafi í sam­ein­ingu gert at­huga­semd­ir við störf lög­reglu­full­trúa.

Listinn reyndist ekki vera til

Þann 8. janúar síðastliðinn greindi Vísir.is frá því að meirihluti fíkniefnadeildar hefði í sameiningu gert alvarlegar athugasemdir við störf samstarfsmanns síns, lögreglufulltrúa sem sagður var hafa átt í óeðlilegum samskiptum við aðila úr fíkniefnaheiminum en hefur nú verið hreinsaður af þeim ásökunum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ítrekað vísað til listans í umræðum um málefni fíkniefnadeildar. „Hún var alltaf að veifa þessu, að níu starfsmenn – meirihluti fíkniefnadeildar – hefðu skilað til sín undirritaðri vantrauststillögu,“ segir einn af heimildarmönnum blaðsins. Þremur öðrum viðmælendum Stundarinnar innan úr lögreglu ber einnig saman um þetta. 

Fyrr í sumar sendi Kristján B. Thorlacius, lögmaður lögreglufulltrúans, Sigríði Björk tölvupóst og fór fram á að listinn yrði afhentur skjólstæðingi sínum. Benti lögmaðurinn á að ítrekað hefði verið vísað til listans við meðferð málsins og til þess að á listanum væri að finna nöfn og undirskriftir lögreglumanna sem kvartað hefðu til lögreglustjóra og óskað eftir að fram færi rannsókn á meintum brotum lögreglufulltrúans.

Lögmaðurinn fékk þau svör frá Sigríði um miðjan júlímánuð að listinn væri ekki til. Þetta hefur valdið nokkrum titringi innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í ljósi þess að fólk í yfirstjórn lögreglunnar stóð í þeirri trú að listinn væri raunverulegur. Mun Sigríður hins vegar hafa vísað til þess að það ríkti trúnaður milli hennar og þeirra sem skrifað hefðu undir. 

Ítarlega var fjallað um málefni gömlu fíkniefnadeildarinnar í Stundinni á dögunum. Greint var frá því að lögreglumenn sem höfðu lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild fyrir rangri sök hefðu verið hækkaðir í tign, fengið óauglýsta stöðu og hlotið annars konar framgang í starfi. Þeir sem stóðu með lögreglufulltrúanum hefðu hins vegar verið settir út í horn. Í skýrslutökum hjá héraðssaksóknara lýstu lögreglumenn ólgu, ósætti og flokkadráttum og haft var á orði að „smákóngastríð“ geisaði innan fíkniefnadeildar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár