Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Líkir múslímum á Íslandi við ofbeldismann á heimili

Gúst­af Ní­els­son, mætti sem álits­gjafi á Bylgj­unni og sagði ís­lenska stjórn­mála­menn ,,tipla á tán­um".

Líkir múslímum á Íslandi við ofbeldismann á heimili

Gústaf Níelsson, sem gerður var afturreka sem varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, dró upp þá samlíkingu í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, að múslímar á Íslandi væru í svipaðri stöðu og ofbeldismenn á heimilum. Íslenskir stjórnmálamenn væru í hlutverki hins kúgaða og tipluðu á tánum í kringum ofbeldisfólkið.

„Það sem mér finnst sérkennilegast er að stjórnmálamenn allra flokka tipla á tánum í kringum þetta fólk, svona af ótta við viðbrögðin. Stjórnmálamennirnir eru í reyndinni eins og kona í ofbeldissambandi sem tiplar á tánum í kringum ofbeldismanninn af ótta við hin óvæntu viðbrögð hans. Við þetta er ekkert búandi,“ sagði Gústaf í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sat einn fyrir svörum hlustenda.

Um tíma hitnaði í kolunum þegar einn hlustenda sagði vera samsvörun milli skoðan Gústafs og norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik. Gústaf varðist og sagðist ekki deila sjónarmiðum með „þessum ógæfumanni“.

Gústaf var einnig í umræðuþætti á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann reifaði skoðanir sínar á múslímum sem hann segir að streymi til Vestur-Evrópu vegna þess að þeirra eigin lönd séu í upplausn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár