Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Líkir múslímum á Íslandi við ofbeldismann á heimili

Gúst­af Ní­els­son, mætti sem álits­gjafi á Bylgj­unni og sagði ís­lenska stjórn­mála­menn ,,tipla á tán­um".

Líkir múslímum á Íslandi við ofbeldismann á heimili

Gústaf Níelsson, sem gerður var afturreka sem varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, dró upp þá samlíkingu í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, að múslímar á Íslandi væru í svipaðri stöðu og ofbeldismenn á heimilum. Íslenskir stjórnmálamenn væru í hlutverki hins kúgaða og tipluðu á tánum í kringum ofbeldisfólkið.

„Það sem mér finnst sérkennilegast er að stjórnmálamenn allra flokka tipla á tánum í kringum þetta fólk, svona af ótta við viðbrögðin. Stjórnmálamennirnir eru í reyndinni eins og kona í ofbeldissambandi sem tiplar á tánum í kringum ofbeldismanninn af ótta við hin óvæntu viðbrögð hans. Við þetta er ekkert búandi,“ sagði Gústaf í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sat einn fyrir svörum hlustenda.

Um tíma hitnaði í kolunum þegar einn hlustenda sagði vera samsvörun milli skoðan Gústafs og norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik. Gústaf varðist og sagðist ekki deila sjónarmiðum með „þessum ógæfumanni“.

Gústaf var einnig í umræðuþætti á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann reifaði skoðanir sínar á múslímum sem hann segir að streymi til Vestur-Evrópu vegna þess að þeirra eigin lönd séu í upplausn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu