Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stofnandi Þjóðarflokksins býst við að fá uppreist æru frá forsetanum

Sverr­ir Þór Ein­ars­son, sem stend­ur fyr­ir stofn­un Þjóð­ar­flokks fyr­ir Ís­lend­inga, var dæmd­ur fyr­ir lík­ams­árás sem leiddi til and­láts manns og von­ast eft­ir að fá upp­reist æru frá for­seta Ís­lands. Hann sagði skil­ið við Fram­sókn­ar­flokk­inn þar sem hann tel­ur Sig­mund Dav­íð hafa svik­ið kosn­ingalof­orð.

Stofnandi Þjóðarflokksins býst við að fá uppreist æru frá forsetanum
Leiðtogi Þjóðarflokksins Sverrir segir þessa mynd hafa verið tekna í fíflalátum.

Sverrir Þór Einarsson, einnig þekktur sem Sveddi tattú, segist hafa orðið var við mikinn meðbyr í kjölfar þess að hann tilkynnt um stofnun nýs stjórnmálaflokks sem hann nefnir Þjóðarflokkinn. Sverrir starfar sem húðflúrari og bóndi í Borgarfirði.

Hann komst oft í fréttir á sínum tíma í tengslum við mótorhjólaklúbbinn Fáfni.

Sverrir er með flekkað mannorð vegna dóms sem hann fékk fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða fórnarlambsins. Hann býst þó við að fá uppreist æru frá forsetanum svo hann geti tekið sæti á Alþingi. Samkvæmt 34. grein stjórnarskrár Íslands þarf óflekkað mannorð til að vera kjörgengur á Alþingi. Ef einstaklingur fær meira en tveggja ára fangelsisdóm verður mannorð ekki óflekkað nema forseti íslands veiti viðkomandi uppreist æru. Þetta kemur fram í 85. grein almennra hegningarlaga.

Helsta markmið flokksins af Facebook-síðu hans að dæma er að berjast gegn komu flóttamanna til Íslands. Í samtali við Stundina skýrir Sverrir nánar stefnu flokksins og segist hann ætla að setja róttækar breytingar á kvótakerfinu á oddinn auk innflytjendamála. Hann segir flokkinn ekki rasistaflokk og að meðfylgjandi ljósmynd, þar sem hann heilsar með nasistakveðju með yfirvararskegg í stíl Adolfs Hitler, hafi einungis verið gerði í gríni. Sverrir var áður í Framsóknarflokknum en hann telur þann flokk hafa svikið kosningaloforð sín. Þegar þessi orð eru skrifað er flokkurinn með 222 like á Facebook-síðu sinni.  

Sverrir Þór Einarsson
Sverrir Þór Einarsson Einnig þekktur sem Sveddi tattú.
 

„Maður er bara hálf hrærður yfir viðbrögðunum, viðtökunnar eru þvílíkar og meðbyrinn ótrúlegur. Þegar mest gekk á í dag þá voru 46 manns að skrá sig á klukkutíma. Það er miklu meira en ég átti nokkurn tímann von á. Þessi pólitíski rétttrúnaður sem búinn að vera hérna í gangi verður að linna. Ég er bara að segja þetta eins og það er. Við höfum ekkert gagn af því að henda þúsundum milljóna í einhverja vitleysu þegar við getum ekki hugsað um okkar smæstu borgara,“ segir Sverrir og vísar til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi.

„Gömlu mafíósarnir eru hræddir“

Sverrir segir að flokkurinn hafi ekki verið formlega stofnaður. Hann býst þó við að það verði ekki vandamál. Í upphafi var flokkurinn stofnaður á Facebook sem aðili eða persóna, en það þýðir að flokkurinn gæti ekki haft fleiri en fimm þúsund vini. Á mánudag var þessi aðgangur horfinn og kennir Sverri hökkurum tengdum fjórflokknum um það. „Það er einhver búinn að hakka okkur og skemma síðuna. Einhverjir fjórflokksmenn eru komnir með hræðsluhroll. Það er búið að hakka þetta allt í tætlur í dag og ég er mjög stoltur af því, gömlu mafíósarnir eru hræddir. Ég get ekki tengt mig eða neitt, það er eins og síðan hafi aldrei verið til,“ segir Sverrir.

Boðar róttæka breytingu á kvótakerfinu

Spurður um stefnumál þessa nýja flokks leggur Sverri áherslu á að Þjóðarflokkurinn verði ekki einsmálsflokkur. Hann segir að flokkurinn muni móta stefnu í til að mynda í mennta- og efnahagsmálum. Hann gefur þó dæmi um hver stefna flokksins verði í sjávarútvegsmálum. „Ég ætla að taka kvótamálin fyrir. Fiskurinn í sjónum á að vera þjóðareign og hugsaður og skilyrtur sem slíkur. Ég vil að allur kvóti fari á markað og uppboð. Ég vil að allir bátar undir sextán metra fái að stunda frjálsar strandveiðar, eins og í Noregi. Það þýðir ekki að láta sjálftökumenn gömlu fjórflokksmafíunnar og LÍÚ hirða af okkur auðlindir okkar. Þetta er bara rugl. Það má gera þetta með lagabreytingu og pennastriki,“ segir Sverrir.

„Þetta er bara hryllingur, þeir aðlagast ekki.“

Vill að Íslendingar gangi fyrir

Eitt af meginmálum flokks Sverris er að vinna gegn menningarlegum áhrifum múslima á Íslandi. „Fjórflokkurinn á bara að þurrkast út. Sjáðu bara moskumálið, hvað gerir Dagur B. Eggertsson og hans undirsátar? Hvað heitir moska um allan heim? Moska er samfélagsmiðstöð og þar er sharia-réttur. Þá er þetta dómshús. Þarna útbýta þeir refsingum og pyntingum. Þetta er skóli, innrættingarskóli. Þetta er eitthvað fjölnotahúsnæði fyrir útlendinga,“ segir Sverrir. Þegar honum er bent á að engin dæmi séu um sharíalög á Íslandi hingað til svarar Sverrir að það sé bara tímaspursmál. „Þú sérð öll dæmin í Evrópu og Skandinavíu. Þetta er bara hryllingur, þeir aðlagast ekki,“ segir Sverrir.

Þrátt fyrir þessi orð segist Sverrir ekki vera alfarið á móti því að Ísland taki á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. „Ég er alveg til í að taka á móti flóttamönnum ef við erum búin að koma gamla fólkinu á réttan stað og koma börnunum okkar í skóla. Þegar sjúkrahúsin eru komin í lag. Þetta hlýtur að hafa forgang að Íslendingar gangi fyrir. Við verðum að byrja á því að hugsa um okkar fólk. Það hlýtur að ganga fyrir að Íslendingar hugsi um íslensku þjóðina,“ segir Sverrir.

„Ég er að segja að Íslendingar verða að setja Íslendinga í forgang.“

Þykir rasismi andstyggilegur

Eftir þessi orð Sverris liggur beinast við að spyrja hvort Þjóðarflokkurinn sé rasistaflokkur. „Rasistaflokkur? Þetta er bara út í Hróa hött. Ég hata alla jafnt. Að vera rasisti er að vera með neikvæða mismunun út af trúarbrögðum, litarhætti eða kynhneigð. Það þykir mér bara andstyggilegt. Ég er alls ekki að lýsa því. Ég er að segja að Íslendingar verða að setja Íslendinga í forgang. Ef við eigum afgang þegar við erum búin að gera sæmilega við gamla fólkið og laga spítalann, þá er ég alveg hlyntur að setja eitthvað af afganginum í útlendinga,“ svarar Sverrir.

Sverrir ítrekar að Hitlersmyndin sem finna má á Facebook-síðu hans sé grín. „Hvað kemur þessi mynd málinu við? Hvað kemur það málinu við þegar ég og konan mín erum að leika okkur heima hjá okkur í einhverjum fíflagangi. Ég var að fara í klippingu og þetta leit út eins og helvítis Hitlergreiðsla. Við hlógum svo mikið að hún tússaði á mig yfirvararskegg. Þetta er bara brandari,“ segir Sverrir um myndina.

„Fór ekki Árni Johnsen á þing?“

Með flekkað mannorð

Sverrir var árið 1997 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Vegas við Frakkastíg. Árásin leiddi til dauða mannsins. Sverrir er því lagalega séð með flekkað mannorð og þyrfti að fá uppreist æru til að setjast á þing. Hann hefur engar áhyggjur af þessu. „Það er ekki nokkuð mál. Fór ekki Árni Johnsen á þing? Maður fer bara og leggur inn náðunarbréf frá forsetanum á núll níu. Ég fæ uppreisn æru frá Óla frænda,“ segir Sverrir og vísar til Ólafs Ragnars Grímssonar.

Sverrir er, líkt og forsetinn, fyrrverandi framsóknarmaður. Hann segist hafa kosið flokkinn í síðustu kosningum. „Ég var í Framsóknarflokknum þangað til að Sigmundur Davíð sveik öll loforð. Hann skeit upp á bak og laug linnulaust frá morgni til kvölds. Þetta eru bara framapotarar,“ segir Sverrir.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár