Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs eru mjög hlynnt­ir þeirri hug­mynd að flokk­ar gefi upp fyr­ir kosn­ing­ar með hverj­um þeir hafa mest­an áhuga á að vinna, á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru mjög and­víg­ir þeirri hug­mynd.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Slétt 57 prósent Íslendinga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um samstarfmöguleika stjórnmálaflokka. Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni. „Þetta er afgerandi niðurstaða en kemur kannski ekki á óvart,“ segir meðal annars í skýrslu Maskínu. 

Þannig segjast 89,7 prósent kjósenda Samfylkingar hlynnt því að flokkar gefi upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn, 82,6 prósent kjósenda Pírata, 79 prósent kjósenda Vinstri grænna og 65,4 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Hins vegar vilja einungis 24 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks að flokkar gefi um ákjósanlega samstarfsflokka fyrir kosningar og aðeins 17,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Rúmlega helmingur kjósenda Viðreisnar, eða 54,1 prósent, segist hlynntur því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja vinna. 

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru síður hlynntir því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar en kjósendur í öðrum kjördæmum.

Að jafnaði fjölgar þeim með meiri menntun sem eru hlynntir því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár