Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs eru mjög hlynnt­ir þeirri hug­mynd að flokk­ar gefi upp fyr­ir kosn­ing­ar með hverj­um þeir hafa mest­an áhuga á að vinna, á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru mjög and­víg­ir þeirri hug­mynd.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Slétt 57 prósent Íslendinga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um samstarfmöguleika stjórnmálaflokka. Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni. „Þetta er afgerandi niðurstaða en kemur kannski ekki á óvart,“ segir meðal annars í skýrslu Maskínu. 

Þannig segjast 89,7 prósent kjósenda Samfylkingar hlynnt því að flokkar gefi upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn, 82,6 prósent kjósenda Pírata, 79 prósent kjósenda Vinstri grænna og 65,4 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Hins vegar vilja einungis 24 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks að flokkar gefi um ákjósanlega samstarfsflokka fyrir kosningar og aðeins 17,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Rúmlega helmingur kjósenda Viðreisnar, eða 54,1 prósent, segist hlynntur því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja vinna. 

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru síður hlynntir því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar en kjósendur í öðrum kjördæmum.

Að jafnaði fjölgar þeim með meiri menntun sem eru hlynntir því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár