Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs eru mjög hlynnt­ir þeirri hug­mynd að flokk­ar gefi upp fyr­ir kosn­ing­ar með hverj­um þeir hafa mest­an áhuga á að vinna, á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru mjög and­víg­ir þeirri hug­mynd.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Slétt 57 prósent Íslendinga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um samstarfmöguleika stjórnmálaflokka. Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni. „Þetta er afgerandi niðurstaða en kemur kannski ekki á óvart,“ segir meðal annars í skýrslu Maskínu. 

Þannig segjast 89,7 prósent kjósenda Samfylkingar hlynnt því að flokkar gefi upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn, 82,6 prósent kjósenda Pírata, 79 prósent kjósenda Vinstri grænna og 65,4 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Hins vegar vilja einungis 24 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks að flokkar gefi um ákjósanlega samstarfsflokka fyrir kosningar og aðeins 17,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Rúmlega helmingur kjósenda Viðreisnar, eða 54,1 prósent, segist hlynntur því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja vinna. 

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru síður hlynntir því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar en kjósendur í öðrum kjördæmum.

Að jafnaði fjölgar þeim með meiri menntun sem eru hlynntir því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár