Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs eru mjög hlynnt­ir þeirri hug­mynd að flokk­ar gefi upp fyr­ir kosn­ing­ar með hverj­um þeir hafa mest­an áhuga á að vinna, á með­an kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru mjög and­víg­ir þeirri hug­mynd.

Kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Slétt 57 prósent Íslendinga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um samstarfmöguleika stjórnmálaflokka. Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni. „Þetta er afgerandi niðurstaða en kemur kannski ekki á óvart,“ segir meðal annars í skýrslu Maskínu. 

Þannig segjast 89,7 prósent kjósenda Samfylkingar hlynnt því að flokkar gefi upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn, 82,6 prósent kjósenda Pírata, 79 prósent kjósenda Vinstri grænna og 65,4 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Hins vegar vilja einungis 24 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks að flokkar gefi um ákjósanlega samstarfsflokka fyrir kosningar og aðeins 17,6 prósent kjósenda Framsóknarflokksins. Rúmlega helmingur kjósenda Viðreisnar, eða 54,1 prósent, segist hlynntur því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir vilja vinna. 

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru síður hlynntir því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar en kjósendur í öðrum kjördæmum.

Að jafnaði fjölgar þeim með meiri menntun sem eru hlynntir því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár