Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kenna vinstristjórninni um 25 ára reglu hægristjórnarinnar

„25 ára og eldri er ekki mein­að­ur að­gang­ur að nokkru bók­námi í fram­halds­skól­um,“ sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, á Al­þingi í dag.

Kenna vinstristjórninni um 25 ára reglu hægristjórnarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, hafnar því að nokkur 25 ára regla hafi verið sett á síðasta kjörtímabili. „25 ára og eldri er ekki meinaður aðgangur að nokkru bóknámi í framhaldsskólum,“ sagði hún í umræðum undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Ákveðið var við samþykkt fjárlaga ársins 2015 að gera ráð fyrir fækkun framhaldsskólanema og hætta að greiða fyrir bóknám þeirra sem eru 25 ára og eldri. Þessi stefna hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár og gengið undir nafninu „25 ára reglan“ í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna.

Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar Alþingis, kallaði eftir því í viðtali á sunnudag að reglan yrði afnumin. Málflutningur tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag bendir ekki til þess að Nichole verði að ósk sinni í nánustu framtíð. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakti athygli á málinu á þinginu og gagnrýndi stefnu fyrri ríkisstjórnar.

„Þarna var tekin pólitísk ákvörðun sem hafði þær afleiðingar, ef marka má þau gögn sem liggja fyrir, að nemendum yfir 25 ára aldri fækkaði um 742 milli áranna 2014 og 2015,“ sagði hún og benti á að formaður velferðarnefndar hefði kallað eftir afnámi reglunnar í sjónvarpsviðtali.

„Háttvirtur þingmaður Nichole Leigh Mosty sagði að hún vildi afnema þessa reglu. Björt framtíð hafi sóst eftir því við gerð stjórnarsáttmála að á því yrði tekið, enda hafi ekki komið til þess að þessum nemendum hafi verið boðnir einhverjir aðrir valkostir nema þeir sem miklum mun dýrari eru en nám í framhaldsskóla. Mig langar að spyrja háttvirtan formann allsherjar- og menntamálanefndar: Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur í vegi fyrir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð? Hefur þetta verið rætt innan þingflokka meiri hlutans?“

Katrín sagðist mundu fagna því af heilum hug ef sú ákvörðun yrði tekin að halda áfram að tryggja öllum nemendum vist í framhaldsskóla eins og tíðkaðist allt til ársins 2014 þrátt fyrir að lengur hefði verið í gildi reglugerð um forgang nemenda. „Þekki ég nú þetta mál ágætlega þar sem ég undirritaði þá reglugerð sjálf,“ sagði hún og tók sérstaklega fram að hún væri ekki að spyrja Áslaugu um reglugerðina sjálfa heldur pólitíska ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um fjárveitingar hins opinbera vegna náms þeirra sem eru 25 ára og eldri. 

Áslaug Arna svaraði með því að spyrða ákvörðun síðustu ríkisstjórnar saman við reglugerð Katrínar og segja að með því að hætta fjárveitingum vegna framhaldsskólamenntunar 25 ára og eldi hefði einungis verið skerpt á forgangsröðun vinstristjórnarinnar.

„Það hefur gætt misskilnings í umræðunni um að einhver slík regla hafi verið sett“

„Það er alltaf gott og mikilvægt að ræða menntamálin. Það hefur gætt misskilnings í umræðunni um að einhver slík regla hafi verið sett, af því að 25 ára og eldri er ekki meinaður aðgangur að nokkru bóknámi í framhaldsskólum. Auðvitað er verið að byggja á, eins og hv. þingmaður nefnir, sinni forgangsröðun síðan hv. þingmaður var menntamálaráðherra og eina sem hefur gerst síðan er að skerpt hefur verið á þeirri forgangsröðun. Þar horfum við líka til hinna norrænu ríkjanna sem eru með miklu strangari reglu um 25 ára í sínum framhaldsskólum,“ sagði Áslaug Arna og bætti við: 

„Ég held að mikilvægt sé að hugsa til þess af hverju og hvernig viljum við mæta þörfum nemenda sem eru 25 ára og eldri. Af hverju er mest brottfall hjá þeim nemendum og hefur verið um langa hríð? Jú, af því að, virðulegi forseti, skólinn, námsefnið og kennsluaðferðirnar er miðað að fólki á aldrinum 16–20 ára og það hentar einfaldlega ekki fólki á þrítugs- eða fertugsaldri að sitja á skólabekk með börnum sem hafa nýlokið í grunnskóla. Við þurfum að mæta þörfu þeirra og byggja upp kerfi, eins og verið er að gera, fyrir fólk sem vill sækja sér menntun á þessum aldri, taka meira tillit til t.d. vinnureynslu og meta hana inn í. Nú höfum við farið úr því að setja 600 milljónir í að setja um 1,5 milljarða inn í það fullorðinskerfi sem er svo mikilvægt til að mæta þörfum þessara nemenda.“

Þá sagði Áslaug mikilvægt að margir kostir stæðu nemendum til boða. „Það er tekið við nemendum á öllum aldri á starfsnámsbrautir, þetta á ekki við um iðn- og verknám. Við þurfum þá bara að ræða þá forgangsröðun. Ef háttvirtum þingmanni finnst að við eigum ekki fara eftir hennar eigin forgangsröðun þá getum við rætt það og alveg sjálfsagt að gera það. Virðulegi forseti. Það er mín skoðun að brýnt sé að við mætum þörfum allra nemenda og það er gert með því að framfylgja forgangsröðun háttvirts þingmanns Katrínar Jakobsdóttur og gera námið þannig að það henti öllum aldurshópum.“ 

Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, kom upp skömmu síðar og talaði með sama hætti og Áslaug Arna. Sagði hún að með því að hætta fjárveitingum til framhaldsskólanema 25 ára og eldri væri eingöngu verið að framfylgja reglugerð Katrínar. „Hvaða tilgangi þjónaði sú forgangsröðun sem var sett með reglugerð sem hæstv. menntamálaráðherra ritaði undir eigin hendi á þeim tíma? Það sem verið er að gera núna er eingöngu að framfylgja þessari reglugerð“ Tekið skal fram að hvergi í umræddri reglugerð er kveðið á um að ekki skuli greiða fyrir framhaldsskólamenntun þeirra sem eru 25 ára og eldri. 

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og framhaldsskólakennari til margra ára, lagði orð í belg. Hann sagðist hafa ætlað að fjalla um fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær en nú fyndi hann sig knúinn til að taka þátt í umræðunni um 25 ára regluna. „Mér blöskrar ýmislegt sem hér hefur verið sagt. Mér blöskrar sú vanþekking sem háttvirtur þingmaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sýnt að hún hefur á íslensku framhaldsskólakerfi, að það henti ekki fólki á þrítugs- eða fertugsaldri að sækja skóla með yngri nemendum. Þvílíkur þvættingur,“ sagði hann. 

„Mér blöskrar sú vanþekking sem háttvirtur þingmaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sýnt að hún hefur á íslensku framhaldsskólakerfi“

„Sá sem hér stendur hefur starfað við það í 18 ár að kenna í þremur framhaldsskólum. Tveir þeirra voru iðnskólar, verkmenntaskólar, annar á Sauðárkróki og hinn á Akureyri. Ég kenndi nemendum sögu, þýsku og íslensku. Bestu nemendurnir voru konur og karlar sem voru komin yfir 25 ára aldur,“ sagði Einar.

„Þetta voru í sumum tilfellum konur sem voru á þeim stað í lífinu að börnin voru hætt að nota bleiur og annað slíkt, komin í skóla, orðin kannski að einhverju leyti sjálfala og sjálfum sér nóg, þær komu inn í skólana og lærðu á bóknámsbrautum það sem þær langaði til að læra. Sama var með karlpeninginn. Sumir þeirra voru reyndar oft og tíðum í iðnnámi, en alls ekki alltaf. Margir þeirra voru á bóknámsbrautum.Í samtali mínu við aðstoðarskólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, og ég tek það fram að ég hef leyfi hans til þess að vitna í hann hér, kom fram að nemendum hafi verið vísað frá bóknámi í Verkmennaskólanum á Akureyri vegna þess að þeir voru orðnir 25 ára. Punktur. Það er óþolandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár