Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Karolinska-háskólinn vænir Landspítalann um að hafa haldið upplýsingum um plastbarkaþegann leyndum

Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi seg­ir heim­ild­ar­mynd sænska rík­is­sjón­varps­ins segja ann­an sann­leika en upp­lýs­ing­ar frá Land­spít­al­an­um. Tóm­as Guð­bjarts­son skurð­lækn­ir sendi Karol­inska-há­skól­an­um gögn í fyrra um heilsu­ástand And­emariam Beyene. Þess­ar upp­lýs­ing­ar voru sagð­ar mik­il­væg­ar þeg­ar Karol­inska sýkn­aði Paolo Macchi­ar­ini í fyrra. Nú eru upp­lýs­ing­ar frá Ís­landi lyk­il­at­riði í þeirri nið­ur­stöðu Karol­inska að Macchi­ar­ini hafi gerst sek­ur um vís­inda­legt mis­ferli.

Karolinska-háskólinn vænir Landspítalann um að hafa haldið upplýsingum um plastbarkaþegann leyndum
Ásaka Landspítalann Staðhæfingar frá tímabundnum eftirmanni Anders Hamstein hjá Karolinska-háskólanum benda til að skólinn átelji sjúkrahúsið fyrir ónákvæma eða ranga upplýsingagjöf um heilsufarsástand Andemariams Beyene sem gekkst undir plastbarkaaðgerð hjá Paolo Macchiarini árið 2011.

Háskólinn Karolinska Institutet ásakar Landspítala Íslands um að hafa haldið upplýsingum um heilsufarsástand fyrsta plastbarkaþegans Andemariams Beyene frá háskólanum þegar sjúkrahúsið veitti upplýsingar um líðan hans til háskólans eftir að hann fékk græddan í sig plastbarka. Þetta kemur fram í máli Jan Carlstedt Duke, sem svarar fyrir Karolinska Institutet og rannsóknina á Paolo Macchiarini, eftir að rektor skólans Anders Hamsten sagði af sér á laugardaginn. Jan Carlstedt segir þetta í viðtali við sænsku fréttaveituna TT sem birt var í sænskum fjölmiðlum um helgina. Ásakanir Karolinska-háskólans eru hins vegar frekar óljósar. 

Orðrétt segir Jan Carlstedt í viðtalinu: „Við höfum greint þetta frekar og það hafa komið fram meiri og meiri upplýsingar sem sýna fram á að sú mynd sem við fengum í ummælum frá íslenska sjúkrahúsinu er önnur en sú mynd sem við höfum í dag. Nánar tiltekið á þetta við um  atburðarásina eftir aðgerðina, það er að segja tímabilið frá aðgerðinni og þar til greinin í Lancet var birt.“

Jan Carlstedt útskýrir hins vegar ekki hvað hann á nákvæmlega með við með þessum orðum; hvaða gögn eða upplýsingar frá Íslandi er átt við þegar hann segir að upplýsingarnar sem bárust frá Íslandi hafi verið misvísandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár