Karl Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, birti rétt í þessu pistilinn Óvinur nr. 1 á bloggsvæði sínu á Eyjunni þar sem hann sakar Ríkisútvarpið um að standa fyrir herðferð gegn forsætisráðherra þar sem „öll lögmál hlutlægni látið undan“.
Í pistlinum tekur hann nokkur dæmi sem hann telur máli sínu til stuðnings.
Þar telur hann upp að Kastljós hafi rætt við Jón Ólafsson heimspeking í síðustu viku, að Jóhann Hauksson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður Stundarinnar, hafi verið í morgunútvarpinu á föstudag, en Karl sakar bæði blaðamanninn og fjölmiðilinn um hatur á Framsóknarflokknum. Hann bendir einnig á að RÚV hafi rætt við annan prófessor í heimspeki í kvöldfréttum, Vilhjálm Árnason. Steininn hafi síðan tekið úr þegar rætt var við Róbert Marshall, þingmann Bjartar framtíðar, og Indriða H. Þorláksson, hagfræðing og fyrrverandi ríkisskattstjóra, í útvarpinu í morgun.
Athugasemdir