Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður Framsóknar: Óvinur nr. 1

Karl Garð­ar­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sak­ar Rík­is­út­varp­ið um að standa fyr­ir herð­ferð gegn for­sæt­is­ráð­herra þar sem „öll lög­mál hlut­lægni lát­ið und­an“.

Þingmaður Framsóknar: Óvinur nr. 1

Karl Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, birti rétt í þessu pistilinn Óvinur nr. 1 á bloggsvæði sínu á Eyjunni þar sem hann sakar Ríkisútvarpið um að standa fyrir herðferð gegn forsætisráðherra þar sem „öll lögmál hlutlægni látið undan“.

Í pistlinum tekur hann nokkur dæmi sem hann telur máli sínu til stuðnings. 

Þar telur hann upp að Kastljós hafi rætt við Jón Ólafsson heimspeking í síðustu viku, að Jóhann Hauksson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður Stundarinnar, hafi verið í morgunútvarpinu á föstudag, en Karl sakar bæði blaðamanninn og fjölmiðilinn um hatur á Framsóknarflokknum. Hann bendir einnig á að RÚV hafi rætt við annan prófessor í heimspeki í kvöldfréttum, Vilhjálm Árnason. Steininn hafi síðan tekið úr þegar rætt var við Róbert Marshall, þingmann Bjartar framtíðar, og Indriða H. Þorláksson, hagfræðing og fyrrverandi ríkisskattstjóra, í útvarpinu í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár