Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Snjallmiðlakynslóðin nötrar: Kaldhæðni er ekki vandamálið, heldur þöggun

Mar­grét Erla Maack baðst af­sök­un­ar á kald­hæðn­is­leg­um um­mæl­um sem hún lét falla á Rás 2.

Snjallmiðlakynslóðin nötrar: Kaldhæðni er ekki vandamálið, heldur þöggun

Margrét Erla Maack, dagskrárgerðarkona á Rás 2, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. 

„Við minnum bara fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vestmannaeyjum“ sagði hún í lok þáttarins og vísaði þar til umræðu um kynferðisbrot á Þjóðhátíð og þagnarkröfu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:

Umdeildur lögreglustjóri skorar á bæjarstjórann að bjóða sig fram til Alþingis

Elliði kemur Páleyju til varnar en ríkislögreglustjóri segir
þagnarkröfu hennar „stílbrot“

 

 

Margrét segir nú að hún hafi farið yfir strikið í beinni útsendingu og að ummælin hafi ekki verið boðleg á vettvangi Ríkisútvarpsins.

 

Haft er eftir Frank Hall, dagskrárstjóra Rásar 2, á vef RÚV að þau Margrét hafi rætt málin, hún sjái eftir ummælunum og sé búin að biðjast afsökunar á þeim. 

Skiptar skoðanir eru um málið á samfélagsmiðlum. Skemmtikrafturinn Þorsteinn Guðmundsson og fleiri benda á að kaldhæðni sé mikilvægt tæki sem megi ekki úthýsa:
 

 

 

Þá furðar Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, einn nafntogaðasti femínisti landsins til margra ára, sig á því að fólki finnist eitthvað athugavert við kaldhæðni Margrétar Erlu: 


Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið gagnrýnd harðlega eftir að hún lét eftirfarandi orð falla í viðtali við Vísi:

Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhult þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“

Þá hefur verið haft eftir Páleyju að lögregluembættið í Vestmannaeyjum muni tilkynna um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri á Þjóðhátíð, enda sé þar um almannahættu að ræða. Þetta eigi yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot.

Snjallmiðlakynslóðin hefur brugðist harkalega við framgöngu og málflutningi lögreglustjórans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár