Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Jón Óttar í skuldavanda, kaupir í fjölmiðlum

Jón Ótt­ar Ragn­ars­son, mág­ur Björns Inga Hrafns­son­ar, keypti stór­an hlut í Press­unni og DV í lok síð­asta árs, en nú stuttu síð­ar er til­kynnt að nauð­ung­ar­sala á íbúð hans og Mar­grét­ar Hrafns­dótt­ur eig­in­konu hans verði tek­in fyr­ir eft­ir mán­uð. Þau voru dæmd í fyrra til að greiða nærri fjór­ar millj­ón­ir vegna fram­kvæmda við hús­ið.

Jón Óttar í skuldavanda, kaupir í fjölmiðlum

Athafnamaðurinn Jón Óttar Ragnarsson keypti nýverið stóran hlut í Vefpressunni samhliða yfirtöku Björns Inga Hrafnssonar og hóps honum tengdum á DV. Jón Óttar og eiginkona hans, Margrét Hrafnsdóttir, systir Björns Inga, hafa hins vegar staðið í hverju skuldamálinu á fætur öðru undanfarið.

Spurningar hafa verið uppi um fjármögnun Björns Inga á yfirtökunni á DV, en sjálfur hefur hann svarað því til að um hafi verið að ræða svokallað seljendalán, lán frá þeim eigendum sem seldu honum hlutafé. Auk Jóns Óttars eru nýir eigendur sem komu inn samhliða yfirtökunni Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður sem stýrði yfirtökunni og hafði meðal annars rekið meiðyrðamál gegn ritstjórn DV fyrir Björn Leifsson, sem tryggði yfirtökuna með kaupum á hlutafé undir þeim formerkjum að gera breytingar á ritstjórn DV vegna umfjallana um hann.

Tilkynning um nauðungaruppboð

Tilkynnt var í Lögbirtingablaðinu á mánudag að nauðungarsala á íbúð Jóns Óttars Ragnarssonar og Margrétar Hrafnsdóttur yrði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 20. ágúst næstkomandi. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við Fellsmúla 17 og samkvæmt tilkynningu eru kröfur 23.532.001. krónur. Kröfuhafi er Arion Banki. Samkvæmt Fasteignaskrá er fasteignamat íbúðarinnar 23.700.000 krónur.

Jón Óttar segir í samtali við Stundina að íbúðin hafi verið seld og um einhvers konar mistök sé að ræða. „Íbúðin er seld og löngu búið að afhenda nýjum eigendum. Hún seldist vel,“ skrifar Jón Óttar í Facebook-skilaboðum. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið.

Stundin hafði samband við nýjan eiganda sem sagði Arion banka hafa ákveðið að samþykkja sitt tilboð í íbúðina og fella niður það sem eftir stæði af láninu. Hann segir málið ekki jafn slétt og fellt og Jón Óttar lýsir því. „Lánið af íbúðinni var komið sex milljónum yfir andvirði hússins. Það er alveg hrikalegt hvernig hann hefur komið fram við allt og alla í tengslum við þessa íbúð. Ég hugsaði með mér hvort þetta hefði verið gert fyrir mig ef ég hefði verið kominn með lánið mitt sex milljónir fram yfir andvirði hússins,“ segir nýr eigandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár