Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Óttar í skuldavanda, kaupir í fjölmiðlum

Jón Ótt­ar Ragn­ars­son, mág­ur Björns Inga Hrafns­son­ar, keypti stór­an hlut í Press­unni og DV í lok síð­asta árs, en nú stuttu síð­ar er til­kynnt að nauð­ung­ar­sala á íbúð hans og Mar­grét­ar Hrafns­dótt­ur eig­in­konu hans verði tek­in fyr­ir eft­ir mán­uð. Þau voru dæmd í fyrra til að greiða nærri fjór­ar millj­ón­ir vegna fram­kvæmda við hús­ið.

Jón Óttar í skuldavanda, kaupir í fjölmiðlum

Athafnamaðurinn Jón Óttar Ragnarsson keypti nýverið stóran hlut í Vefpressunni samhliða yfirtöku Björns Inga Hrafnssonar og hóps honum tengdum á DV. Jón Óttar og eiginkona hans, Margrét Hrafnsdóttir, systir Björns Inga, hafa hins vegar staðið í hverju skuldamálinu á fætur öðru undanfarið.

Spurningar hafa verið uppi um fjármögnun Björns Inga á yfirtökunni á DV, en sjálfur hefur hann svarað því til að um hafi verið að ræða svokallað seljendalán, lán frá þeim eigendum sem seldu honum hlutafé. Auk Jóns Óttars eru nýir eigendur sem komu inn samhliða yfirtökunni Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga, og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður sem stýrði yfirtökunni og hafði meðal annars rekið meiðyrðamál gegn ritstjórn DV fyrir Björn Leifsson, sem tryggði yfirtökuna með kaupum á hlutafé undir þeim formerkjum að gera breytingar á ritstjórn DV vegna umfjallana um hann.

Tilkynning um nauðungaruppboð

Tilkynnt var í Lögbirtingablaðinu á mánudag að nauðungarsala á íbúð Jóns Óttars Ragnarssonar og Margrétar Hrafnsdóttur yrði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 20. ágúst næstkomandi. Íbúðin er í fjölbýlishúsi við Fellsmúla 17 og samkvæmt tilkynningu eru kröfur 23.532.001. krónur. Kröfuhafi er Arion Banki. Samkvæmt Fasteignaskrá er fasteignamat íbúðarinnar 23.700.000 krónur.

Jón Óttar segir í samtali við Stundina að íbúðin hafi verið seld og um einhvers konar mistök sé að ræða. „Íbúðin er seld og löngu búið að afhenda nýjum eigendum. Hún seldist vel,“ skrifar Jón Óttar í Facebook-skilaboðum. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið.

Stundin hafði samband við nýjan eiganda sem sagði Arion banka hafa ákveðið að samþykkja sitt tilboð í íbúðina og fella niður það sem eftir stæði af láninu. Hann segir málið ekki jafn slétt og fellt og Jón Óttar lýsir því. „Lánið af íbúðinni var komið sex milljónum yfir andvirði hússins. Það er alveg hrikalegt hvernig hann hefur komið fram við allt og alla í tengslum við þessa íbúð. Ég hugsaði með mér hvort þetta hefði verið gert fyrir mig ef ég hefði verið kominn með lánið mitt sex milljónir fram yfir andvirði hússins,“ segir nýr eigandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár