Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara

Gísli Björns­son tal­aði máli Mar­okkó á fundi hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um í fyrra. Bréfi frá mar­okkóska sendi­herr­an­um í Osló lek­ið á net­ið. Ára­tuga­löng deila um yf­ir­ráða­rétt­inn yf­ir gam­alli ný­lendu Spán­verja í Norð­ur-Afr­íku.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara
Áratugalöng deila Íslenski lögfræðingurinn Gísli Kr. Björnsson vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í deilunni um Vestur-Sahara sem staðið hefur yfir í áratugi, eða allt frá 1975. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sést hér á tali við íbúa í Vestur-Sahara. Mynd: UN Photo/Martine Perret

Íslenskur lögfræðingur, Gísli Björnsson, hefur unnið fyrir stjórnvöld í Marokkó á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í baráttu þeirra við að tryggja sér yfirráð yfir landsvæðinu Vestur-Sahara sem staðsett er sunnan við Marokkó í Norður-Afríku. Þetta kemur fram í bréfi sem sendiráð Marokkó í Osló sendi til utanríkisráðuneytis landsins í höfuðborginni Rabat í september í fyrra þar sem greint var frá þátttöku Gísla á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir hönd landsins og staðfestir voru fyrir hann flugmiðar. Bréfinu, sem er á frönsku, var lekið á netið í síðasta mánuði en með því fylgdi ræða sem Gísli hélt um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í október í fyrra. 

„Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Í samtali við Stundina segir Gísli að hann hafi fengið verkefnið eftir að hafa unnið fyrir sendiherra Marokkó í Osló, Yassine Dalal, við að aðstoða marokkóska ríkisborgara á Íslandi. Í kjölfarið hafi hann verið beðinn að fara til New York fyrir hönd ríkisstjórnar Marokkó til að tala máli landsins í deilunni um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef einfaldlega verið að vinna lítillega fyrir sendiherra Marokkó í Osló  út af málefnum Marokkóbúa sem búa á Íslandi. Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vestur-Sahara

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár