Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara

Gísli Björns­son tal­aði máli Mar­okkó á fundi hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um í fyrra. Bréfi frá mar­okkóska sendi­herr­an­um í Osló lek­ið á net­ið. Ára­tuga­löng deila um yf­ir­ráða­rétt­inn yf­ir gam­alli ný­lendu Spán­verja í Norð­ur-Afr­íku.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara
Áratugalöng deila Íslenski lögfræðingurinn Gísli Kr. Björnsson vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í deilunni um Vestur-Sahara sem staðið hefur yfir í áratugi, eða allt frá 1975. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sést hér á tali við íbúa í Vestur-Sahara. Mynd: UN Photo/Martine Perret

Íslenskur lögfræðingur, Gísli Björnsson, hefur unnið fyrir stjórnvöld í Marokkó á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í baráttu þeirra við að tryggja sér yfirráð yfir landsvæðinu Vestur-Sahara sem staðsett er sunnan við Marokkó í Norður-Afríku. Þetta kemur fram í bréfi sem sendiráð Marokkó í Osló sendi til utanríkisráðuneytis landsins í höfuðborginni Rabat í september í fyrra þar sem greint var frá þátttöku Gísla á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir hönd landsins og staðfestir voru fyrir hann flugmiðar. Bréfinu, sem er á frönsku, var lekið á netið í síðasta mánuði en með því fylgdi ræða sem Gísli hélt um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í október í fyrra. 

„Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Í samtali við Stundina segir Gísli að hann hafi fengið verkefnið eftir að hafa unnið fyrir sendiherra Marokkó í Osló, Yassine Dalal, við að aðstoða marokkóska ríkisborgara á Íslandi. Í kjölfarið hafi hann verið beðinn að fara til New York fyrir hönd ríkisstjórnar Marokkó til að tala máli landsins í deilunni um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef einfaldlega verið að vinna lítillega fyrir sendiherra Marokkó í Osló  út af málefnum Marokkóbúa sem búa á Íslandi. Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vestur-Sahara

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár