Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara

Gísli Björns­son tal­aði máli Mar­okkó á fundi hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um í fyrra. Bréfi frá mar­okkóska sendi­herr­an­um í Osló lek­ið á net­ið. Ára­tuga­löng deila um yf­ir­ráða­rétt­inn yf­ir gam­alli ný­lendu Spán­verja í Norð­ur-Afr­íku.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara
Áratugalöng deila Íslenski lögfræðingurinn Gísli Kr. Björnsson vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í deilunni um Vestur-Sahara sem staðið hefur yfir í áratugi, eða allt frá 1975. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sést hér á tali við íbúa í Vestur-Sahara. Mynd: UN Photo/Martine Perret

Íslenskur lögfræðingur, Gísli Björnsson, hefur unnið fyrir stjórnvöld í Marokkó á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í baráttu þeirra við að tryggja sér yfirráð yfir landsvæðinu Vestur-Sahara sem staðsett er sunnan við Marokkó í Norður-Afríku. Þetta kemur fram í bréfi sem sendiráð Marokkó í Osló sendi til utanríkisráðuneytis landsins í höfuðborginni Rabat í september í fyrra þar sem greint var frá þátttöku Gísla á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir hönd landsins og staðfestir voru fyrir hann flugmiðar. Bréfinu, sem er á frönsku, var lekið á netið í síðasta mánuði en með því fylgdi ræða sem Gísli hélt um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í október í fyrra. 

„Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Í samtali við Stundina segir Gísli að hann hafi fengið verkefnið eftir að hafa unnið fyrir sendiherra Marokkó í Osló, Yassine Dalal, við að aðstoða marokkóska ríkisborgara á Íslandi. Í kjölfarið hafi hann verið beðinn að fara til New York fyrir hönd ríkisstjórnar Marokkó til að tala máli landsins í deilunni um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef einfaldlega verið að vinna lítillega fyrir sendiherra Marokkó í Osló  út af málefnum Marokkóbúa sem búa á Íslandi. Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vestur-Sahara

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár