Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara

Gísli Björns­son tal­aði máli Mar­okkó á fundi hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um í fyrra. Bréfi frá mar­okkóska sendi­herr­an­um í Osló lek­ið á net­ið. Ára­tuga­löng deila um yf­ir­ráða­rétt­inn yf­ir gam­alli ný­lendu Spán­verja í Norð­ur-Afr­íku.

Íslenskur lögfræðingur vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld í baráttunni um Vestur-Sahara
Áratugalöng deila Íslenski lögfræðingurinn Gísli Kr. Björnsson vinnur fyrir marokkósk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í deilunni um Vestur-Sahara sem staðið hefur yfir í áratugi, eða allt frá 1975. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sést hér á tali við íbúa í Vestur-Sahara. Mynd: UN Photo/Martine Perret

Íslenskur lögfræðingur, Gísli Björnsson, hefur unnið fyrir stjórnvöld í Marokkó á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í baráttu þeirra við að tryggja sér yfirráð yfir landsvæðinu Vestur-Sahara sem staðsett er sunnan við Marokkó í Norður-Afríku. Þetta kemur fram í bréfi sem sendiráð Marokkó í Osló sendi til utanríkisráðuneytis landsins í höfuðborginni Rabat í september í fyrra þar sem greint var frá þátttöku Gísla á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir hönd landsins og staðfestir voru fyrir hann flugmiðar. Bréfinu, sem er á frönsku, var lekið á netið í síðasta mánuði en með því fylgdi ræða sem Gísli hélt um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í október í fyrra. 

„Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Í samtali við Stundina segir Gísli að hann hafi fengið verkefnið eftir að hafa unnið fyrir sendiherra Marokkó í Osló, Yassine Dalal, við að aðstoða marokkóska ríkisborgara á Íslandi. Í kjölfarið hafi hann verið beðinn að fara til New York fyrir hönd ríkisstjórnar Marokkó til að tala máli landsins í deilunni um Vestur-Sahara á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Ég hef einfaldlega verið að vinna lítillega fyrir sendiherra Marokkó í Osló  út af málefnum Marokkóbúa sem búa á Íslandi. Þannig að ég var bara sendur til New York til að tala þeirra máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vestur-Sahara

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár