Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi hættir á þingi

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra mun ekki gefa kost á sér til setu á Al­þingi í næstu kosn­ing­um.

Illugi hættir á þingi

Illugi Gunnarsson, mennta-og menningamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í næstu kosningum. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í hádeginu, en hann er staddur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Hann segist standa á þeim tímamótum að annað hvort haldi hann áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi, fái hann til þess stuðning kjósenda, eða snúi sér að öðrum verkefnum. „Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi,“ skrifar hann. 

Illugi hefur verið mjög áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu ár. Sem menntamálaráðherra stytti hann framhaldsskólanám um eitt ár, skar niður alla kennslu fyrir stúdentsnemendur eldri en 25 ára og þá á enn eftir að afgreiða umdeilt frumvarp hans um endurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá var Illugi talsvert í fréttum á síðasta ári vegna Orka Energy-málsins svokallaða. 

 

Hér er yfirlýsing Illuga í heild sinni:

Kæru vinir.

Eftir vandlega yfirlegu hef ég ákveðið að ég muni ekki gefa kost á mér til setu á Alþingi í næstu kosningum.

Allt frá því ég kom heim frá námi árið 2000 hafa stjórnmál verið megin viðfangsefni mitt og ég hef starfað sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráherra, gegnt þingmennsku, verið þingflokksformaður og nú síðast ráðherra.

Þessi tími hefur verið sérstakur í þjóðarsögunni, tími mikilla átaka og stórra atburða sem marka munu íslenskt samfélag til framtíðar.

Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og sérstaklega vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig með ráðum og dáð á undanförnum árum, bæði í prófkjörum sem og í stjórnmálastarfinu almennt.

En mat mitt er að ég standi nú á þeim tímamótum að annað hvort haldi ég áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi, fái ég til þess stuðning kjósenda, eða snúi mér að öðrum verkefnum. Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi.

Ég mun kveðja stjórnmálin sáttur, en vissulega með nokkrum söknuði. Um leið hlakka ég til að takast á við ný verkefni, hver sem þau kunna að verða.

 

Sent from my iPad

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár