Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Illugi hættir á þingi

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra mun ekki gefa kost á sér til setu á Al­þingi í næstu kosn­ing­um.

Illugi hættir á þingi

Illugi Gunnarsson, mennta-og menningamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í næstu kosningum. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í hádeginu, en hann er staddur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Hann segist standa á þeim tímamótum að annað hvort haldi hann áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi, fái hann til þess stuðning kjósenda, eða snúi sér að öðrum verkefnum. „Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi,“ skrifar hann. 

Illugi hefur verið mjög áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu ár. Sem menntamálaráðherra stytti hann framhaldsskólanám um eitt ár, skar niður alla kennslu fyrir stúdentsnemendur eldri en 25 ára og þá á enn eftir að afgreiða umdeilt frumvarp hans um endurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá var Illugi talsvert í fréttum á síðasta ári vegna Orka Energy-málsins svokallaða. 

 

Hér er yfirlýsing Illuga í heild sinni:

Kæru vinir.

Eftir vandlega yfirlegu hef ég ákveðið að ég muni ekki gefa kost á mér til setu á Alþingi í næstu kosningum.

Allt frá því ég kom heim frá námi árið 2000 hafa stjórnmál verið megin viðfangsefni mitt og ég hef starfað sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráherra, gegnt þingmennsku, verið þingflokksformaður og nú síðast ráðherra.

Þessi tími hefur verið sérstakur í þjóðarsögunni, tími mikilla átaka og stórra atburða sem marka munu íslenskt samfélag til framtíðar.

Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og sérstaklega vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig með ráðum og dáð á undanförnum árum, bæði í prófkjörum sem og í stjórnmálastarfinu almennt.

En mat mitt er að ég standi nú á þeim tímamótum að annað hvort haldi ég áfram í stjórnmálum og geri þau að ævistarfi, fái ég til þess stuðning kjósenda, eða snúi mér að öðrum verkefnum. Í ljósi þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að um það bil 16 ára vera á sviði stjórnmálanna sé nægjanleg, a.m.k. að sinni og að skynsamlegast og áhugaverðast fyrir mig sé að leita nýrra áskoranna á öðrum vettvangi.

Ég mun kveðja stjórnmálin sáttur, en vissulega með nokkrum söknuði. Um leið hlakka ég til að takast á við ný verkefni, hver sem þau kunna að verða.

 

Sent from my iPad

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár