Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Í fjórða skiptið á tveimur árum sem embætti Sigríðar Bjarkar er átalið fyrir að fara á svig við lög

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið tel­ur lög­reglu­stjóra hafa brot­ið með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta er í fjórða skipt­ið á und­an­förn­um tveim­ur ár­um sem lög­reglu­stjóra­embætti, sem Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir gegn­ir eða gegndi, er ávítt af eft­ir­lits­að­ila, æðra stjórn­valdi eða dóm­stól fyr­ir að fara ekki að lög­um.

Í fjórða skiptið á tveimur árum sem embætti Sigríðar Bjarkar er átalið fyrir að fara á svig við lög

Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu braut meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar lögreglumanni úr fíkniefnadeild var vikið frá störfum í janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins sem telur ákvörðun lögreglustjóra ólögmæta og hefur fellt hana úr gildi.

Er þetta í fjórða skiptið á undanförnum tveimur árum sem lögreglustjóraembætti, sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir eða gegndi, er ávítt af eftirlitsaðila, æðra stjórnvaldi eða dómstól fyrir lögbrot.

Mynd tengist frétt ekki beint.

Hreinsaður af ásökunum um lögbrot

RÚV fjallaði upphaflega um úrskurð innanríkisráðuneytisins og greindi frá því að samkvæmt honum hefði Sigríður Björk lögreglustjóri byggt ákvörðun sína um brottvikningu lögreglumannsins á orðrómi en ekki gögnum. Forsaga málsins er sú að lögreglumaðurinn var sakaður um óeðlileg samskipti við brotamenn sem verið höfðu til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Sigríður Björk vék honum frá störfum og setti á hálf laun eftir að embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á málinu. Niðurstaða héraðssaksóknara var sú að ekkert benti til þess að maðurinn hefði átt í óeðlileg samskiptum brotamenn eða framið lögbrot af neinu tagi. Innanríkisráðuneytið telur að ákvörðun lögreglustjórans um brottvikningu mannsins hafi byggt á frásögnum og orðrómi frekar en gögnum og að meðalhófssjónarmiða stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt.

Lögregla ósammála ráðuneytinu

Í fréttatilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi út nú á fimmta tímanum er því hafnað að ákvörðun um að veita lögreglumanni lausn frá starfi um stundarsakir hafi byggt á orðrómi. Fullyrðir lögreglan að ákvörðunin hafi grundvallast á þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að hafin yrði formleg rannsókn á hendur honum. 

„Upphaf máls var að formlegt erindi frá ríkissaksóknara barst þann 11. janúar s.l. þar sem ríkissaksóknari tilkynnti að hann hefði mælt fyrir um að hefja sakamálarannsókn á hendur lögreglumanni hjá embættinu. Í tilkynningunni kemur fram að sakarefni  málsins séu alvarleg með heimfærslu til 128. og 136. gr. almennra hegningarlaga. Lögum samkvæmt ber þá embættinu að taka afstöðu til þess hvort lög stæðu til þess að veita lögreglumanninum lausn um stundarsakir eða á meðan rannsókn fer fram,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.  

„Í framhaldinu var tekið til skoðunar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við ákvæði starfsmannalaga, hvort veita bæri lögreglumanninum lausn frá embætti um stundarsakir, eins og kveðið er á um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði þegar ákvörðun var tekin hvorki stöðu né forsendu til að endurmeta þann rökstudda grun sem ríkissaksóknari grundvallaði ákvörðun sína á. Það var niðurstaða embættisins að þær athafnir sem lögreglumaðurinn var grunaður um væru ósamrýmanlegar því embætti sem hann gegndi og að háttsemi sem grunur lék á um, myndi hafa í för með sér sviptingu starfsréttinda  yrði hann sakfelldur. Með vísan til þessa var lögreglumanninum veitt lausn um stundarsakir.“ 

Brot gegn persónuverndarlögum

Í fyrra komu upp þrjú mál þar sem lögreglustjóraembætti sem Sigríður Björk gegnir eða gegndi var talið hafa farið á svig við lög.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár