Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Í fjórða skiptið á tveimur árum sem embætti Sigríðar Bjarkar er átalið fyrir að fara á svig við lög

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið tel­ur lög­reglu­stjóra hafa brot­ið með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta er í fjórða skipt­ið á und­an­förn­um tveim­ur ár­um sem lög­reglu­stjóra­embætti, sem Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir gegn­ir eða gegndi, er ávítt af eft­ir­lits­að­ila, æðra stjórn­valdi eða dóm­stól fyr­ir að fara ekki að lög­um.

Í fjórða skiptið á tveimur árum sem embætti Sigríðar Bjarkar er átalið fyrir að fara á svig við lög

Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu braut meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar lögreglumanni úr fíkniefnadeild var vikið frá störfum í janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins sem telur ákvörðun lögreglustjóra ólögmæta og hefur fellt hana úr gildi.

Er þetta í fjórða skiptið á undanförnum tveimur árum sem lögreglustjóraembætti, sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir eða gegndi, er ávítt af eftirlitsaðila, æðra stjórnvaldi eða dómstól fyrir lögbrot.

Mynd tengist frétt ekki beint.

Hreinsaður af ásökunum um lögbrot

RÚV fjallaði upphaflega um úrskurð innanríkisráðuneytisins og greindi frá því að samkvæmt honum hefði Sigríður Björk lögreglustjóri byggt ákvörðun sína um brottvikningu lögreglumannsins á orðrómi en ekki gögnum. Forsaga málsins er sú að lögreglumaðurinn var sakaður um óeðlileg samskipti við brotamenn sem verið höfðu til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Sigríður Björk vék honum frá störfum og setti á hálf laun eftir að embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á málinu. Niðurstaða héraðssaksóknara var sú að ekkert benti til þess að maðurinn hefði átt í óeðlileg samskiptum brotamenn eða framið lögbrot af neinu tagi. Innanríkisráðuneytið telur að ákvörðun lögreglustjórans um brottvikningu mannsins hafi byggt á frásögnum og orðrómi frekar en gögnum og að meðalhófssjónarmiða stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt.

Lögregla ósammála ráðuneytinu

Í fréttatilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi út nú á fimmta tímanum er því hafnað að ákvörðun um að veita lögreglumanni lausn frá starfi um stundarsakir hafi byggt á orðrómi. Fullyrðir lögreglan að ákvörðunin hafi grundvallast á þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að hafin yrði formleg rannsókn á hendur honum. 

„Upphaf máls var að formlegt erindi frá ríkissaksóknara barst þann 11. janúar s.l. þar sem ríkissaksóknari tilkynnti að hann hefði mælt fyrir um að hefja sakamálarannsókn á hendur lögreglumanni hjá embættinu. Í tilkynningunni kemur fram að sakarefni  málsins séu alvarleg með heimfærslu til 128. og 136. gr. almennra hegningarlaga. Lögum samkvæmt ber þá embættinu að taka afstöðu til þess hvort lög stæðu til þess að veita lögreglumanninum lausn um stundarsakir eða á meðan rannsókn fer fram,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.  

„Í framhaldinu var tekið til skoðunar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við ákvæði starfsmannalaga, hvort veita bæri lögreglumanninum lausn frá embætti um stundarsakir, eins og kveðið er á um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði þegar ákvörðun var tekin hvorki stöðu né forsendu til að endurmeta þann rökstudda grun sem ríkissaksóknari grundvallaði ákvörðun sína á. Það var niðurstaða embættisins að þær athafnir sem lögreglumaðurinn var grunaður um væru ósamrýmanlegar því embætti sem hann gegndi og að háttsemi sem grunur lék á um, myndi hafa í för með sér sviptingu starfsréttinda  yrði hann sakfelldur. Með vísan til þessa var lögreglumanninum veitt lausn um stundarsakir.“ 

Brot gegn persónuverndarlögum

Í fyrra komu upp þrjú mál þar sem lögreglustjóraembætti sem Sigríður Björk gegnir eða gegndi var talið hafa farið á svig við lög.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár