Rúmlega fimmtán hundruð manns hafa deilt mynd af sakborningunum tveimur í nauðgunarmálinu, ásamt nöfnum þeirra, á Facebook. Þá er almenningur hvattur til að beita þá ofbeldi. „Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum. Þessi viðrini eru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér. Þeir hafa ekki einu sinni farið í járn heldur boðaðir til yfirheyrslna og koma líklegast ekki til með að fá nema titlingaskítsdóma.
Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið. Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil,“ segir í texta með myndinni.
Boða til mótmæla
Töluverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna fréttar Fréttablaðsins í dag af hrottalegri nauðgun í Hlíðunum. Íbúðin er sögð hafa verið búin tækjum sem mennirnir notuðu við nauðganirnar, svo sem svipum, reipi og keðjum. Myllumerkið #almannahagsmunir eru notað þar sem því er mótmælt að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Þá hefur verið boðað til mótmæla við húsnæði lögreglunnar á
Athugasemdir