„Stóru tíðindi dagsins eru þau að viðræðum hefur ekki verið slitið og það tel ég gott,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar á Alþingi fyrir skömmu síðan en í ræðu Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, kom meðal annars fram að þingsályktunartillaga fyrri ríkisstjórnar frá 2009 væri enn í gildi. Það væri í höndum Alþingis að ákveða um framhald málsins.
„Fordæmalaust launráð og undirhyggja“
Þingfundur hófst klukkan þrjú nú síðdegis með óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bréf Gunnars Braga Sveinssonar til forystu Evrópusambandsins var til umræðu og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í kjölfarið hófst umræða um stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Hörð orð hafa fallið og gagnrýnir stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harðlega.
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði meiriháttar stjórnskipunarkrísu ríkja á Alþingi vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið án samráðs við þingið. „Fordæmalaust launráð og undirhyggja,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um þá leið ríkisstjórnarinnar að spilla …
Athugasemdir