Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópurinn sem grunaður er um að hafa banað Arnari leiddur fyrir dómara

Þau sem grun­uð eru um að hafa vald­ið dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar voru leidd fyr­ir Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur þar sem gæslu­varð­hald var sam­þykkt.

Hópurinn sem grunaður er um að hafa banað Arnari leiddur fyrir dómara

Vopnaðir sérsveitarmenn voru viðstaddir þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiddi menn úr hópi sem réðst á Arnar Jónsson Aspar, með þeim afleiðingum að hann lést í gærkvöldi, fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum og einni konu. Meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, Sveinn Gestur Tryggvason, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Ásta Hrönn Guðmundsdóttir.

Arnar var heima hjá sér að Æsustöðum í Mosfellsdal þegar fólkið bankaði upp á. Kona Arnars var á heimilinu, sem og tíu daga gamalt stúlkubarn hans.

Konan leidd fyrir dómaraÍ hópnum eru fimm karlmenn og ein kona.

Samkvæmt umfjöllun Mbl.is reyndi kona Arnars, Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, að biðla til árásarmanna um að hætta, þar sem hann ætti tíu daga gamla dóttur og fjölskyldu. Afi Heiðdísar var í mat hjá þeim þegar hópinn bar að. Hann horfði upp á árásina og fékk hjartaáfall. Hann liggur nú á hjartadeild Landspítalans. 

Fram hefur komið að á meðal hinna handteknu séu Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, og bræðurnir Marc­in Wieslaw Naba­kowski og Rafal Ma­rek Naba­kowski, sem hlutu dóm í febrúar fyr­ir skotárás í Breiðholti. Þeir áfrýjuðu og hafa enn ekki hafið afplánun.

Fólkið, fimm karlmenn og ein kona, verða leidd eitt af öðru fyrir dómara.

Áður dæmdur fyrir ofbeldiJón Trausti Lúthersson leiddur aftur inn í bifreið lögreglunnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár