Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hópurinn sem grunaður er um að hafa banað Arnari leiddur fyrir dómara

Þau sem grun­uð eru um að hafa vald­ið dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar voru leidd fyr­ir Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur þar sem gæslu­varð­hald var sam­þykkt.

Hópurinn sem grunaður er um að hafa banað Arnari leiddur fyrir dómara

Vopnaðir sérsveitarmenn voru viðstaddir þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiddi menn úr hópi sem réðst á Arnar Jónsson Aspar, með þeim afleiðingum að hann lést í gærkvöldi, fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum og einni konu. Meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, Sveinn Gestur Tryggvason, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Ásta Hrönn Guðmundsdóttir.

Arnar var heima hjá sér að Æsustöðum í Mosfellsdal þegar fólkið bankaði upp á. Kona Arnars var á heimilinu, sem og tíu daga gamalt stúlkubarn hans.

Konan leidd fyrir dómaraÍ hópnum eru fimm karlmenn og ein kona.

Samkvæmt umfjöllun Mbl.is reyndi kona Arnars, Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, að biðla til árásarmanna um að hætta, þar sem hann ætti tíu daga gamla dóttur og fjölskyldu. Afi Heiðdísar var í mat hjá þeim þegar hópinn bar að. Hann horfði upp á árásina og fékk hjartaáfall. Hann liggur nú á hjartadeild Landspítalans. 

Fram hefur komið að á meðal hinna handteknu séu Jón Trausti Lúthersson, forsprakki bifhjólasamtakanna Outlaws, og bræðurnir Marc­in Wieslaw Naba­kowski og Rafal Ma­rek Naba­kowski, sem hlutu dóm í febrúar fyr­ir skotárás í Breiðholti. Þeir áfrýjuðu og hafa enn ekki hafið afplánun.

Fólkið, fimm karlmenn og ein kona, verða leidd eitt af öðru fyrir dómara.

Áður dæmdur fyrir ofbeldiJón Trausti Lúthersson leiddur aftur inn í bifreið lögreglunnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
2
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu