Margrét R. Jónasardóttir er ástríðukokkur, með óþrjótandi áhuga á heilsu og mataræði. Hún borðar helst hollan mat og les innihaldslýsingar á matvælum til að sneiða hjá óhollustu. Áhugi hennar á matargerð hefur alltaf fylgt henni og í gegnum tíðina hefur hún verið fljót að tileinka sér nýjungar og heldur úti vinsælu matarsnappi, undir nafninu margretrj.
Á árinu hefur hún hins vegar þurft að gera miklar breytingar á mataræðinu sem má rekja til þess að hún vann yfir sig fyrir nokkrum árum með þeim afleiðingum að ónæmiskerfið veiktist og hún greindist með skjaldkirtilssjúkdóm. „Í kjölfarið fór ég enn betur í gegnum mataræðið og leitaði leiða til þess að styrkja ónæmiskerfið og lækna skjaldkirtilinn. Til þess tók ég út allt glúten og allar mjólkurvörur,“ segir Margrét. „Það er áskorun því ég þarf að hugsa allt upp á …
Athugasemdir