Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hönnunarráðgjafi og eiginkona Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, heimsótti nýverið heimili fiskútflytjanda sem var í Panama-skjölunum, í nýjum innlitsþætti sem hún stýrir á Stöð 2. Heimsóknin hefur vakið hörð viðbrögð á Facebook út frá félagslegum og menningarlegum forsendum.
Innlitsþátturinn, sem heitir Falleg íslensk heimili, gengur út á að heimsækja heimili og ýmist hrósa eða lasta innanhússarkitektúr, hönnun og val innanstokksmuna. Aðrir stjórnendur þáttarins eru Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður og Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti.
Svaraði ekki fyrir skattaskjólsfléttu
Sigurður Gísli Björnsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, átti aflandsfélagið Freezing Point Corp, sem stofnað var í Panama 2009. Í Panamskjölunum var að finna reikninga sem gefnir voru út á félagið fyrir um 300 þúsund evrur, eða 36 milljónir króna á núverandi gengi.
Fréttatíminn fjallaði um þann hluta Panamaskjalanna í október síðastliðnum.
Aflandsflétta Sigurðar Gísla gekk út á að senda reikninga á félag í Kýpur, sem heitir AMIH Limited, og er …
Athugasemdir