Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar

Lyk­il­at­rið­ið í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans var blekk­ing sem hóp­ur fólks tók þátt í eða var með­vit­að­ur um. Menn á veg­um fjár­fest­is­ins Ól­afs Ólafs­son­ar nýttu skatt­skjól til að fela raun­veru­lega slóð eign­ar­halds­ins og láta líta út fyr­ir að þýsk­ur banki væri að­ili að kaup­un­um. Ólaf­ur var síð­ar dæmd­ur fyr­ir að taka þátt í sýnd­ar­við­skipt­um til að auka trú­verð­ug­leika bank­ans þeg­ar hann stefndi í þrot. Bank­inn varð gjald­þrota fimm ár­um eft­ir einka­væð­ingu. En Ólaf­ur er nú í millj­arða­fjár­fest­ing­um með lóð­ir í Reykja­vík.

Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar

Skýrsla Rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans sýnir að salan á hlut ríkisins til S-hópsins svokallaða byggði á blekkingu kaupendanna sem teygði sig í gegnum hulið eignarhald í skattaskjólinu Tortóla.

„Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Fram kemur í skýrslunni að hópur manna sem störfuðu fyrir Ólaf Ólafsson fjárfesti notuðu leynilega samninga til að fela slóðina og láta líta út fyrir að þýskur banki kæmi að kaupunum. 

Atburðarásinni er lýst í skýrslunni: „Ítarleg skrifleg gögn sýna með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum, m.a. frá Kaupþingi hf. inn á bankareikning Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti í Búnaðarbankanum. Síðari viðskipti á grundvelli ofangreindra leynisamninga gerðu það að verkum, að Welling & Partners fékk í sinn hlut rúmlega 100 milljónir Bandaríkjadala sem voru lagðar inn á reikning félagsins hjá Hauck & Aufhäuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir viðskiptin með eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum, voru 57,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited sem stofnað var af lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama en skráð á Tortóla. Raunverulegur eigandi Marine Choice Limited var Ólafur Ólafsson. Um svipað leyti voru 46,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sem einnig var skráð á Tortóla. Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um raunverulega eigendur Dekhill eða hverjir nutu hagsbóta af þeim fjármunum sem greiddir voru til félagsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. 

„Þýskur banki í hópi nýrra eigenda“

Aðkoma Hauck & Aufhäuser var lykillinn að því að ríkið ákvað að selja S-hópnum kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum, þegar bankinn var einkavæddur árið 2003. Sameiginleg fréttatilkynning kaupenda og ríkisstjórnarinnar var birt á vef forsætisráðuneytisins 16. janúar 2003 undir fyrirsögninni: „Þýskur banki í hópi nýrra eigenda Búnaðarbanka Íslands hf.“ Þar kom fram að kaupandi að 71 prósent hlutarins sem var til sölu, Egla hf, væri að 35,6 prósentum í eigu þýska bankans Hauck & Aufhäuser, en annar eigandi var félag Ólafs Ólafssonar, og svo að litlu leyti Vátryggingafélag Íslands, sem stýrt var af fyrrverandi viðskiptaráðherra sem hafði nokkrum árum fyrr setið í fjögurra manna ráðherranefnd um einkavæðingu, Finni Ingólfssyni. Þannig varð S-hópurinn eigandi að að 45,8 prósent hlut bankans.

Kaupendur og seljendur bankans sögðust vænta mikils af Hauck & Aufhäuser. Þýski bankinn var hins vegar fljótlega horfinn úr eigendahópnum. Fimm árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans fór bankinn á hausinn í lausafjárkreppu, eftir sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun.

Í skýrslunni kemur fram að gögn sýni ekki fram á að aðrir forsvarsmenn félaga úr S-hópnum hafi verið innvinklaðir í blekkingarleikinn. „Þá benda fyrirliggjandi gögn rannsóknarnefndar ekki til þess að aðrir forsvarsmenn félaga úr S-hópnum en Ólafur Ólafsson hafi haft nokkur umtalsverð afskipti af efnislegum viðræðum af hálfu S-hópsins við stjórnvöld um hin fyrirhuguðu kaup eða komið með beinum hætti nálægt þeim þætti málsins sem varðaði aðkomu erlendrar fjármálastofnunar að tilboði S-hópsins. Framburðir Kristjáns Loftssonar, Margeirs Daníelssonar og Finns Ingólfssonar fyrir rannsóknarnefndinni um það atriði voru á sömu leið.“

Dæmdir sekirHreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings, var aðili að samskiptum um fléttu Ólafs til að blekkja íslensk stjórnvöld. Hér sjást þeir fyrir dómi vegna Al Thani-málsins sem þeir tóku síðar þátt í.

Hópur fólks hluti af fléttunni

Þá er sagt frá því að Guðmundur Hjaltason hafi verið aðili að fléttu Ólafs.

Af framburðum fyrrverandi stjórnarmanna Kers hf. og forsvarsmanna annarra félaga í S-hópnum fyrir nefndinni má beint og óbeint ótvírætt ráða að hvatamaðurinn og leiðtoginn í samstarfi S-hópsins um kaupin á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið Ólafur Ólafsson. Rannsókn nefndarinnar þykir einnig hafa leitt ótvírætt í ljós að frá upphafi til enda var þátttaka S-hópsins í einkavæðingarferli ríkisbankanna, bæði Landsbankans fyrst í stað og síðar Búnaðarbankans, í öllum meginatriðum falin í hendur Ólafi og leidd af honum og mönnum sem líta verður á sem trúnaðarmenn hans. Annars vegar, og fyrst og fremst, var þá um að ræða Guðmund Hjaltason, þáverandi framkvæmdastjóra hjá Samskipum hf., sem ljóst er af gögnum og upplýsingum rannsóknarnefndar að kom að þessu ferli í gegnum Ólaf Ólafsson. Hins vegar er átt við tvímenningana frá Société Générale, Ralf Darpe og Michael Sautter.“

Guðmundur Hjaltason var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir aðild sína að Vafningsmálinu svokallaða árið 2012, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, en síðar sýknaður í Hæstarétti.

„Á meðal gagna rannsóknarnefndar eru afrit tölvupóstsamskipta sem áttu sér stað á tímabilinu 10. til 16. janúar 2003 á milli Guðmundar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra hjá Samskipum hf. og fulltrúa Ólafs Ólafssonar í söluferli Búnaðarbankans, Bjarka Diego, starfsmanns Kaupþings hf. og Martin Zeil, forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser. Í þessum tölvupóstsamskiptum voru drög að baksamningunum og skjölum sem tengdust þeim beint eða óbeint send ítrekað á milli mannanna þriggja með breytingum, viðbótum og/eða athugasemdum hverju sinni, allt uns lokadrög baksamninganna lágu fyrir síðla kvölds 15. janúar 2003, það er kvöldið fyrir undirskrift þeirra - og kaupsamnings S-hópsins og íslenska ríkisins um hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Hátt á annan tug slíkra draga að baksamningunum frá þessu tímabili liggja fyrir í gögnum rannsóknarnefndar, þó með mismiklum innbyrðis breytingum. Virk þátttaka í þessum tölvupóstsamskiptum einskorðaðist að meginstefnu við fyrrnefnda þrjá menn...“ segir í skýrslunni. Hins vegar fékk fjöldi fólks afrit af póstunum og þannig upplýsingar um fléttuna, án þess að greina frá henni á þeim 14 árum sem eru frá einkavæðingu bankans og átta og hálfu ári frá falli hans. „Einstakir tölvupóstar voru langflestir einnig sendir sem afrit á stærri hóp viðtakenda, í sumum tilvikum þannig að slíkir viðtakendur afrita fengu afrit af nær öllum þessum tölvupóstum og fylgiskjölum þeirra.“

Þeir innvinkluðu dæmdir síðar

Þannig vann Bjarki Diego, starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings, að gerð baksamninganna, samkvæmt tölvupóstunum. Bjarki var síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í markaðsmisnotkunarmáli þegar starfsmenn Kaupþings tóku ákvörðun um að lána eignalausum skúffufélögum háar fjárhæðir árin 2007 til 2008. 

Afrit flestra tölvupóstanna voru send á Hreiðar Má Sigurðsson, þá aðstoðarforstjóra Kaupþings. Hreiðar Már var síðar dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem forstjóri bankans og í Al Thani-málinu ásamt Ólafi Ólafssyni.

Þá fékk Steingrímur P.  Kárason, forstöðumaður áhættustýringar, einnig afrit af póstunum. Árið 2008 átti hann eftir að skulda Kaupþingi tvo milljarða króna. Árið 2013 var hann dæmdur til að endurgreiða bankanum um 900 milljónir króna sem hann fékk að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf. Algeng aðferð við markaðsmisnotkun í Kaupþingi fyrir hrun var að lána yfirmönnum bankans háar fjárhæðir í kúlúlánsformi til þess að framkalla verðmyndandi og hagstæð viðskipti með hlutabréf bankans.

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg, fékk einnig afrit af samskiptunum og tók virkan þátt í þeim. Hann var dæmdur án refsingar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupings, en fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-fléttunni ásamt Ólafi, Hreiðari Má og Sigurði Einarssyni.

Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf, átti einnig þátt í tölvupóstsamskiptum og ráðstöfunum þeim tengdum. Kristín átti eftir að fá há kúlulán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutabréfum, seldi þau með hagnaði og hætti hjá bankanum í árslok 2006 til þess að stofna fjárfestingarfélagið Auði Capital ásamt forsetaframbjóðandanum Höllu Tómasdóttur árið 2007.

„Bara I‘m sorry“ 

Ólafur Ólafsson gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar síðastliðinn og lýsti spurningunum sem „getgátum fjölmiðla“.

„Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry,“ sagði hann.

Dæmdur í fangelsi fyrir annað

Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðkomu sína að Al Thani-málinu, sem snerist um að láta svo líta út að fjárfestir frá Katar væri að leggja fé í Kaupþing, þegar raunin var að kaupin voru fjármögnuð á laun af Kaupþingi með aðild Ólafs.

Ólafur er nú gríðarlega umsvifamikill í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg samdi við félag hans, Festi, um að byggja 330 íbúðir í nýju hverfi við ósa Elliðaár, Vogabyggð. Félag hans kom að hótelbyggingu á Suðurlandsbraut 18. Þá kemur félag í hans eigu að hótelbyggingu á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.  

Ólafur hefur stefnt íslenska ríkinu til mannréttindadómstóls Evrópu vegna dómsins yfir honum og stjórnendum Kaupþings í Al Thani-málinu. Hann segist hafa verið dæmdur saklaus. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár