Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðuneytisstjóri sakaður um „beinar hótanir“ gegn fleiri en einum þingmanni

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar sak­ar Guð­mund Árna­son ráðu­neyt­is­stjóra um „bein­ar hót­an­ir“ gegn þing­mönn­um. Guð­mund­ur hringdi í einn þing­mann nefnd­ar­inn­ar og sagð­ist íhuga að leita rétt­ar síns vegna skýrslu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur þar sem með­al ann­ars er gef­ið í skyn að hann hafi vilj­að „frið­þægja kröfu­hafa“ á kostn­að ís­lenskra hags­muna.

Ráðuneytisstjóri sakaður um „beinar hótanir“ gegn fleiri en einum þingmanni

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd hafa samþykkt bókun þar sem þeir fullyrða að fleiri en einn stjórnarþingmaður úr nefndinni hafi fengið „beinar hótanir um æru- og eignamissi“ vegna skjals Vigdísar Hauksdóttur um endurreisn íslenska bankakerfisins í tíð vinstristjórnarinnar. Í skjalinu eru settar fram alvarlegar ásakanir á hendur embættismönnum sem ekki fengu tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að embættismaðurinn sem vísað er til í bókuninni sé Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.

Í samtali við Eyjuna segist Haraldur þó ekki vita til þess að aðrir nefndarmenn hafi fengið hótanir. Samt hefur Haraldur, ásamt þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Haraldi Benediktssyni, Páli Jóhanni Pálssyni og Valgerði Gunnarsdóttur, samþykkt umrædda bókun þar sem fram kemur að þingmenn, í fleirtölu, hafi fengið „beinar hótanir“ frá embættismanninum. 

Guðmundur hefur greint frá samtali sínu við Harald í svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins um málið og fullyrðir að hann hafi ekki átt nein önnur samtöl við þingmenn um málið. „Í því samtali tjáði ég honum þá skoðun mína og fleiri að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna af hálfu ríkisins. Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að við áskildum okkur rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra okkar og starfsheiður að veði,“ skrifar Guðmundur. 

Skýrslan um endurreisn íslenska bankakerfisins var upphaflega kynnt sem „skýrsla meirihluta fjárlaganefndar“ á blaðamannafundi Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í síðustu viku. Síðar kom í ljós að skjalið hafði aldrei verið afgreitt út úr fjárlaganefnd.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tjáði sig um málið í þinginu á mánudaginn og sagði: „Þar er afstaða forseta að samantekt sú sem kynnt var í fjárlaganefnd og með fréttamönnum í nafni meiri hluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari sé ekki skýrsla í skilningi þingskapa, enda hefur samantektin ekki hlotið formlega meðferð í fjárlaganefnd í samræmi við ákvæði þingskapa.“ Í dag er skjalið aðeins kallað „skýrsla Vigdísar Hauksdóttur“. 

Á meðal þess sem vakið hefur athygli í skýrslunni er þýðing á eftirfarandi ummælum Guðmundar Árnasonar: “The state wants to appease the creditors to the extent possible.“ Þetta er þýtt sem: „Ríkið vill friðþægja kröfuhafa eins og mögulegt er.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, furðar sig á þýðingunni á Facebook-síðu sinni. „Nú merkir friðþægja skv. orðabókum ‘bæta fyrir’ sem er greinilega ekki sú merking sem orðið á að hafa þarna. Þar að auki er sögnin venjulega notuð í sambandinu „friðþægja fyrir“ en ekki látin stjórna falli,“ skrifar Eiríkur sem trúir því varla að löggiltir skjalaþýðendur hafi komið að verkinu.

Í yfirlýsingu sinni um samskiptin við ráðuneytisstjórann segist Haraldur Benediktsson hafa leitað til umboðsmanns Alþing­is eft­ir leiðbein­ing­um vegna símtalsins en jafnframt upp­lýst forseta Alþing­is um efni þess og sent fjár­málaráðherra formlegt kvört­un­ar­bréf. „En skila­boð ráðuneyt­is­stjór­ans voru skýr. Ætlun hans um að draga til ábyrgðar þá þing­menn sem tækju þátt í af­greiðslu skýrsl­unn­ar var aug­ljós með beinni hót­un um að þeir skyldu þola æru- og eignam­issi. Sím­tal ráðuneyt­is­stjór­ans og sam­skipti hans við mig sem alþing­is­mann og full­trúa í fjár­laga­nefnd, er óviðeig­andi og hót­un hans í minn garð og annarra grafal­var­leg,“ skrifar Haraldur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár