Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var í lög­villu um gild­is­svið stjórn­sýslu­laga og lag­aramma sátta­með­ferð­ar. Ráðu­neyt­ið greip inn í eft­ir ábend­ingu frá um­boðs­manni Al­þing­is.

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
Sagði stjórnsýslulög ekki gilda Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu taldi sig ranglega vera óbundinn af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar. Þórólfur Halldórsson gegnir embættinu. Mynd: Pressphotos

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð ranglega í þeirri trú um árabil að embættið væri óbundið af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar. Óljóst er hvaða áhrif þetta hafði á málsmeðferð hjá embættinu, verklag sáttamanna og stöðu þeirra foreldra sem boðaðir voru á sáttafundi hjá sýslumanni.

Árið 2012 var fest í lög að foreldrar væru skyldugir samkvæmt barnalögum til að leita sátta áður en krafist væri úrskurðar eða höfðuð mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Þannig er sáttameðferðin lögbundið ferli þar sem sýslumaður gegnir alla jafna lykilhlutverki. Í sömu lögum, 71. gr., kemur skýrt fram að „að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum“. 

Kvartað til umboðsmanns

Bar afstöðu sýslumanns undir ráðuneytiðUmboðsmaður Alþingis spurði í fyrra hvort dómsmálaráðuneytið ætlaði að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“.

Stundin greindi frá því síðasta sumar að þrátt fyrir ofangreind lagafyrirmæli teldi sýslumaður sig ekki þurfa að fylgja stjórnsýslulögum né upplýsingalögum við framkvæmd sáttameðferðar. Embættið lét í ljós þá afstöðu þegar kona kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir því að embættið hefði synjað henni um afrit af tölvupóstum sem fóru á milli sáttamanns og barnsföður hennar.

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um lagagrundvöll synjunarinnar. Í svari sýslumanns kom fram að embættið teldi að „sáttameðferð samkvæmt framangreindu lagaákvæði falli hvorki undir stjórnsýslulög nr. 37/1993 né upplýsingalög nr. 140/2012 og því verði ákvæðum þessara laga ekki beitt um aðgang að gögnum í því tilviki sem kvörtunin lýtur að“. Í kjölfarið kallaði umboðsmaður eftir afstöðu dómsmálaráðuneytisins og spurði hvort ráðuneytið hygðist „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“.

Ráðuneytið leiðréttir sýslumann

Stundin hefur nú undir höndum úrskurð sem dómsmálaráðuneytið kvað upp í málinu síðasta haust. Þar staðfestir ráðuneytið að sýslumaður hafi verið í lögvillu um gildissvið stjórnsýslulaga og lagaramma sáttameðferðar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
FréttirStjórnsýsla

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins: Ís­land laust við spill­ingu eins og þá sem tíðk­ast er­lend­is

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár